Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 Ættfræði DV TIL HAMINGJU MEÐ afmælið AIVli;iJSI!VI!\ DAGSUVS 30 Ara afmæli ■ Aleksandar Radulovic, Hlíðarvegi 52, Kópavogi. Tonio Verzone, Bandaríkjunum. Artur Fiszer, Akurgerði 11, Akranesi. ■ Adeniran Micheal Adesina, Hraunbæ 86, Reykjavik. ■ Hrund Scheving Sigurðardóttir, Daggarvöllum 6a, Hafnarfiröi. ■ Álfheiður Viðarsdóttir, Fffuseli 18, Reykjavik. • Kristján Víðir Kristjánsson, Laufengi 120, Reykjavík. ■ Helga Guðmundsdóttir, Furugrund 5, Selfossi. ■ Heiða Björg Gústafsdóttir, Klapparstlg 2, Njarðvlk. ■ ÝrSigurðardóttir, Akurgerði 5, Vogum. ■ Hrafnhildur S Ágústsdóttir, Bandarikjunum. ■ Hildigunnur Árnadóttir, Mánastlg 4, Hafnarfírði. ■ Garðar Hólm Kjartansson, Háaleitisbraut 109, Reykjavlk. 40 ÁRA AFMÆLI ■ Daniel Reed, Bandaríkjunum. ■ Rouslan Zakhartchouk, Háaleitisbraut 40, Reykjavlk. ■ Adam Karol Mroz, Póllandi. ■ Marek Adam Grygo, Torfufelli 50, Reykjavlk. ■ Fanný Bjarnadóttir, Svlþjóð. ■ Kristján A Kristjánsson, Kambaseli 71, Reykjavlk. ■ Ásgeir G Sigurðsson, Garðabraut 22, Akranesi. ■ Björn Baldvinsson, Fensölum 6, Kópavogi. m Halldór Guðmundsson, Perlukór3c, Kópavogi. m Ragnar Þorláksson, Andrésbrunni 14, Reykjavlk. ■ Gylfi Þórðarson, Kaplaskjólsvegi 91, Reykjavlk. m Elizabeth H Marlies, Bandarlkjunum. 50 ÁRA AFMÆLI ■ Michael Haynes, Bretlandi. m Gunnar Guðmundsson, Hringbraut 11, Hafnarfirði. m Ástríður Harðardóttir, Framnesvegi 46, Reykjavlk. m Guðbjörg Jónsdóttir, Maríubaugi 69, Reykjavlk. ■ Jónas Sigurðsson, Suðurgötu 13, Hafnarfirði. m Þórir Kristján Flosason, Ljósheimum 20, Reykjavlk. m Hilmar Baldvinsson, Klettaborg 33, Akureyri. m Pétur Brynjarsson, Hlíðargötu 21, Sandgerði. m Sveinbjörn Sváfnisson, Danmörku. m Steinar Harðarson, Blikahólum 4, Reykjavlk. m Guðmundur Þórðarson, Efstuhlíð31, Hafnarfírði. m Lazaro Luis Nunez Altuna, Kambsvegi 25, Reykjavlk. m Krystyna Danuta Witecka, Álfaskeiði 100, Hafnarfírði. m Zbigniew Hajncel, Póllandi. m Þórunn Oddný Þórhallsdóttir, Rafstöðvarvegi 29, Reykjavik. ■ Stefán Gíslason, Eyravegi 10, Selfossi. m Margrét Grétarsdóttir, Kveldúlfsgötu 27, Borgarnesi. 60 ÁRA AFMÆLI ■ Áslaug Hallgrímsdóttir, Sigtúni 39, Reykjavlk. m Ingibjörg Reykdal, Stapaseli 7, Reykjavlk. ■ Tómaslna Einarsdóttir, Astrallu. m Llna Gunnarsdóttir, Noröurbrú 6, Garðabæ. ■ Jóhanna Stefánsdóttir, Galtalind 18, Kópavogi. m Arnar Bjarnason, Lúxemborg. m Fanney Valgarðsdóttir, Arnartanga 79, Mosfellsbæ. ■ Stanislas Bohic, Grettisgötu 22, Reykjavlk. ÞÓRIRG.ÍSFELD FYRRV. DEILDARFULLTRÚI ORKUVEITUNNAR Þórir G. ísfeld, fyrrv. deildarfulltrúi hjá Hitaveitu Reykjavíkur, varð sjötíu og fimm ára í gær. STARFSFERILL Þórir fæddist í Neskaupstað og ólst þar upp til sautján ára aldurs. Þá flutti hann til Reykjavíkur, stundaði leiktjaldasmíðar við Þjóðleikhús- ið í tvö og hálft ár og var jafnframt sýningarstjóri hússins í eitt ár. Þór- ir stundaði verslunarstörf um skeið en ók síðan strætisvagni hjá SVR til 1974. Þá hóf hann störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur og var þar deildarfull- trúi þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þórir sat í fulltrúaráði Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar í sex ár. Hann sat í stjórn Starfsmannafé- lags Hitaveitunnar og var formaður þess í eitt ár. FJÖLSKYLDA Þórir kvæntist 1959 Torfhildi Ragn- arsdóttur, f. 1939, fyrrv. starfsmanni við Landsbanka íslands, en þau slitu samvistum 1979. Dóttir Þóris og Torfhildar er Ás- gerður fsfeld, f. 10.8. 1957, húsmóð- ir í Hafnarfirði, gift Teiti Stefánssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvö börn, Fríðu og Ragnar. Alsystir Þóris er Ólafía ísfeld, f. 1928, húsmóðir í Kópavogi. Hálfsystkini Þóris: Jóna Sigríður Jónsdóttir, f. 1939, starfsmaður Orku- veitunnar, og Guðmundur Jónsson, f. 1941, d. 1992, varbúsetturí Reykja- vík. Foreldrar Þóris voru Jón ísfeld, f. 1890, d. 1935, kaupmaður íNeskaup- stað, og k.h., Ásgerður Guðmunds- dóttir, f. 1907, d. 1986, húsmóðir í Neskaupstað og síðar starfsmaður við Laugavegsapótek í Reykjavík. ÆTT Bróðir Jóns fsfeld var Kristján fað- ir Jóns ísfeld, prests og rithöfundar. Jón var sonur Guðmundar, b. á Hest- eyri, hálfbróður Guðlaugar, ömmu Guðmundar Sveinssonar, skóla- meistara FB. Guðmundur var sonur Guðmundar, b. á Ekkjufelli, Sturlu- sonar, b. á Ekkjufelli, Stefánssonar, b. á Þverhamri, Magnússonar, bróð- ur Sigríðar, langömmu Önnu, lang- ömmu Þórbergs Þórðarsonar, og langömmu Þorbjargar, langömmu Davíðs, fyrrv. seðlabankastjóra, föður Ólafs, ráðuneytisstjóra forsætisráðu- neytisins. Móðir Guðmundar á Hest- eyri var Anna Jónsdóttir, b. á Urriða- vami, Árnasonar. Móðir Jóns fsfeld var Þórunn Pálsdóttir ísfeld, snikkara á Lambeyri í Reyðarfirði, Eyjólfsson- ar ísfeld skyggna, snikkara á Syðra- Fjalli, langafa Jóhönnu, langömmu Vals Arnþórssonar bankastjóra. Móð- ir Þórunnar var Gróa Eiríksdóttir, b. á Egilsstöðum, bróður Kristínar, ömmu Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnasafn- ara og langömmu Eysteins, fyrrv. ráðherra og dr. Jakobs prests, föður rithöfundanna Jölculs og Svövu. Ei- ríkur var sonur Jóns, prests í Valla- nesi, bróður Sturlu á Ekkjufelli. Móðir Eiríks var Þóra Stefánsdóttir, skálds í Vallanesi, Ólafssonar, skálds á Kirkju- bæ, Einarssonar, skálds í Eydölum, Sigurðssonar. Ásgerður var dóttir Guðmundar, smiðs í Steinholti í Borgarfirði eystra, bróður Guðmundar, refaskyttu á Ingj- aldssandi. Systir Guðmundar var Helga, fyrri kona Sigurðar bókbind- ara, föður Helga Sigurðssonar hita- veimstjóra. Guðmundur var sonur Einars, b. á Heggsstöðum í Andakfl, Guðmundssonar Vestmann, b. á Háhóli á Mýrum, Ólafssonar. Móð- ir Einars var Helga, systir Sigurðar, afa Helga Hjörvar. Helga var dóttir Horna-Salómons, Bjamasonar. Móð- ir Guðmundar var Steinþóra Einars- dóttir, b. í Tjarnarhúsum á Seltjarnar- nesi, bróðurSolveigar, móðurKristms í Engey, langafa Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra og Guðrún- ar, konu Jóhannesar ZoZga hitaveim- stjóra. Einar var sonur Korts, óðalsb. á Möðruvöllum í Kjós, Þorvarðar- sonar. Móðir Steinþóm var Guðrún Gísladóttir, b. á Seljalandi, Jónssonar og Sigríðar Lýðsdóttur, sýslumanns í Vík, Guðmundssonar. Móðir Ásgerð- ar var Sigríður Bjarnadóttir, b. á Hofi í Dýrafirði, Björnssonar og Valgerðar Þorsteinsdóttur, prests á Stað á Snæ- fjallaströnd, Þórðarsonar.. HilmarÆvar Hilmarsson KERFISFRÆÐINGUR HJÁ VEÐURSTOFU ÍSLANDS Hilmar fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hann var í Kársnesskóla, lauk síð- an gagnfræðaprófi frá Þinghólsskóla, stund- aði nám við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti, lauk síðan tölvufræðiprófi frá Iðnskólanum í Reykja- vík og stundar nú nám í tölvufræði við HR. Hilmar og kona hans starfræktu tískuvöruverslunina Partí við Laugaveginn 1982-96. Hann vann síðan við net- þjónustu hjá Reiknistofu lífeyris- sjóðanna sem síðar varð Landstein- ar - Strengur 2000-2006 en hefur sfðan verið kerfisfræðingur hjá Veð- urstofu íslands. Hilmar er mikill áhugamaður um stangveiði og skfða- mennsku. FJÖLSKYLDA Eiginkona Hilmars er Anna Heiða Pálsdóttir, f. 14.5.1956, doktor í íslensk- um og enskum barnabók- mennmm. Börn Hilmars og Önnu eru Sigríður Ásta Hilmars- dóttir, f. 27.1.1983, nemi í kennslufræði og þroska- þjálfun við HÍ; Hilmar Ævar Hilmarsson, f. 19.8.1988, nemi við FB. Foreldrar Hilmars: Hilmar Þor- kelsson, f. 13.10.1928, bakari og lengi starfsmaður Reykjavíkur- borgar, og k.h., Sigríður Jakobína Guðlaugsdóttir, f. 5.8.1929, d. 31.1. 2007, húsmóðir. Jónas Egilsson MA í ALÞJÓÐASAMSKIPTUM OG FYRRV. FORMAÐUR FRf Jónas Egilsson fædd- ist í Reykjavík og ólst þar upp og síðan í Hafnar- firði. Hann var í Lækjar- skóla, lauk landsprófi frá Gagnffæðaskóla Austur- bæjar, lauk stúdentsprófi frá MS 1980, lauk BA-prófi í stjórnmálafræðí við San José State University í Kali- forníu 1985, MA-prófi í al- þjóðasamsldptum frá Uni- versity of San Diego 1987. Jónas var framkvæmda- stjóri Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæð- inu 1988-2001 en frá 2002 hefur fjölskyldan búið á Flúðum þar sem Jónas hefur stundað margvís- leg störf, s.s. ráðgjöf af ýmsu tagi, svepparækt og fleira. Jónas hefur verið viðloðandi Frjálsíþróttahreyfingun í u.þ.b. þrjátíu ár. FJÖLSKYLDA Eiginkona Jónasar er Steinunn I. Pétursdóttir, f. 27.3.1967, starfsmaður við leikskóla. Böm Jónasar og Steinunnar em Bjami, f. 21.9.1988 (sonur Steinunn- ar); Aron Örn, f. 2.10.1992; ísak, f. 30.9.1994; Egill Pét- ur, f. 21.5.2001. Foreldrar Jónasar: Egíli Stardal Jónas- son, f. 14.9.1926, cand.mag. og kennari við VI og marg- faldur fslandsmeistari í skotfimi og þekktur brautryðjandi í útivistar- málum, og Erna Ingólfsdóttir, f. 29.1. 1928, d. 8.5.2001, er starfrækti hann- yrðaverslunina Hof um árabil og var síðar sjúkraliði. Gunnar Guðmundsson segir aldurinn ekki skipta máli á meðan andinn sé í lagi: Yngist bara eftirfimmtugt „Það leggst bara vel í mig að vera orðinn fimm- tugur. Ef andinn er í lagi skiptir aldurinn engu máli. Er líka ekki alltaf sagt að þegar maður sé orð- inn fimmtugur hætti maður að telja árin og yng- ist bara?" segir afmælisbarn dagsins, múrarinn Gunnar Guðmundsson sem fagnar fimmtugsaf- mæli sínu í dag. Gunnar segir þó elckert sérstakt skipulagt í tilefni dagsins. „Það er bara rólegur vinnudagur í dag og svo sér maður bara til þegar líður á mánuðinn hvort ég haldi eitthvað frekar upp á daginn. Ég er nú reyndar nýkominn heim úr sex vikna fríi í Taflandi og það má segja að það hafi bara verið undirbúningur fyrir gott afmælisár." Að sögn Gunnars eru tíu ár síðan hann hélt síð- ast afmælisveislu en hann segir helst að félagar hans í torfæruíþróttinni syngi fyrir hann afmælis- sönginn í dag en hann hefur verið iðinn torfæru- keppandi allt frá árinu 1986. „Maður er reyndar aðeins farinn að slaka á í torfærunni í dag. Það fer að verða ansi dýrkeypt að halda þessu sporti úti. Ég á samt ennþá bílinn svo það er aldrei að vita nema maður skreppi í eina og eina keppni. Kannski skrepp ég til félaga minna í Kaplahraun- inu í dag og býð þeim upp á köku í tilefni dagsins." krista@dv.is Gunnar Guðmundsson Erfimmtugur í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.