Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008
Neytendur DV
ÉNEYTENDUR
r.i.nsMívnsviíiU) »» oiítax
13M.20HR.
♦ veiðáliua 13M.30 HR.
112,30 KR
neytendur@dv.is Umsjón: Ásdís Björg Jóhannesdóttir
verö á lítra 13*1,20 HR.
13M.M0 KR.
IHSII.OLIA
1137.80 KR.
137,80 KR.
IMtökrTI
135,80 KR.
verðálítra 137,80 KR.
137,90 KR.
LASTIÐ
■ Last dagsins fær kaffihúsið Café
Paris. Viðskiptavinur pantaði þar
hamborgara sem aldrei kom.
| Ómögulegt virtist að ná
sambandi við þjón og loks þegar
það tókst skýrði hann frá því að
pöntunin hefði aldrei prentast út.
Viðskiptavinurinn vildi fara og
var rukkaður fyrir drykkinn sem
varkominn.
■ Lofið í dag fær starfsmaður I
símaveri hjá Hive að nafni Kári.
Kári brást skjótt við eftir lokun
símaversins á laugardag og stökk
út til þess að útvega viðskiptavini
beini (router). Margir hefðu setið
fastir við sinn keip og sagt
viðskiptavininum að koma eftir
helgi.
Þriðjungs '
munuraís
Allt að þriðjungs munur er á
barnals með dýfu (bænum.
Dýrastur er hann (verslunarmið-
stöðvunum Kringlunni og
Smáralind. Ódýrastur er hann á
þremur stöðum, Snælandi
vídeó, (sbúðinni Erluís (Fákafeni
og (shöllinni Melhaga.
Barnaís með dýfu
Snæland Vfdeó
Laugavegi
Isbúðin Erluls
(shöllin Melhaga
Isbúð Vesturbæjar
Sælgætis-og
vldeohöllin
(sbúðin Alfhelmum
(sbúðin Stjörnutorgi
Isbúðln Smáralind
170 kr.
170 kr.
170 kr.
185 kr.
190 kr.
215 kr.
260 kr.
260 kr.
Betra líf
„Ég fæ alltaf góða þjónustu (
Betra l(fi sem er á þriðju hæð (
Kringlunni," segir Ragnhildur
Magnúsdóttir, dagskrárgerðar-
kona á Létt Bylgjunni.„í búðinni
eru alls konar vörur fyrir andlegu
hliðina, tarot-spil, bækur um
andleg málefni og austræn
fræði. Það er alveg sama hvað
það er, starfsfólkið veitir alltaf
toppþjónustu. Svo fékk ég líka
góða þjónustu hjá vinkonu
minni um helgina sem er
hárgreiðslukona. Hún bjargaði
mér alveg fyrir árshátíð þar sem
tveir hárgreiðslutímar höfðu
klikkað."
„Maður eyðir alltaf öllu, en það er allt í lagi ef maður hefur lagt í sparnað líka,“ segir
Ingólfur Ingólfsson hjá Spara.is. í miklum sveiflum á fjármálamarkaðnum leggur
hann til þess að fólk lengi lánin sín, breyti yfirdrætti í skuldabréf, leggi til hliðar og
hætti að nota kreditkortið. „Það er auðveldasta leiðin til að byggja upp sparnað.“
BJARGAÐU
„Það eralltílagi
að eyða efmaður
spararlíka"
n
LOFID
FJARHAGNUM
ASDÍS BJÖRG JOHANNESDOTTIR
blaðamadur skrifar: asdisbjorg(j>dv.is
Það er orðið erfiðara fyrir heimilin
að bjarga sér úr hremmingum
skulda en áður. Erfiðleikar á
fjármálamörkuðum erlendis eru
farnir að hafa áhrif á íslandi. Sumir
sérfræðingar segja ástæðu til að óttast
kreppu. „Bankarnir lána ekki orðið
lengur og það er erfitt að bjarga sér
með skuldbreytingum. Eignarverð
hækkar ekki lengur svo það er ekki
hægt að slá lán út á það lengur," segir
Ingólfur Ingólfsson, eigandi Spara.
is. Hann segir að gera megi ráð fyrir
að atvinnuleysi aukist, kaupmáttur
launa breytist og mikil óvissa ríki á
næstunni.
Lengja lánið
Ingólfursegiraðfólkgetigertýmislegt
til að halda utan um fjármál sín í
þessum sveiflum. Það þarf að skoða
öll svið og reyna að finna jafnvægi
svo líka sé hægt að ná endum saman.
Á lánum þar sem greiðslubyrðin er
orðin of há fyrir fólk segir Ingólfur
aðeins eitt ráð vera til staðar. „Það
er að lengja lánið eins mikið og
hægt er. Það þýðir að greiðslubyrði á
lánum lækkar. Þetta semur fólk um í
bankanum sínum. f flestum tilfellum
heitir það skilmálabreyting og þá er
aðeins verið að breyta lánapappírum.
Ég myndi segja að það sé öllu ódýrara
en að skuldbreyta."
Skuldbreyta yfirdrætti
„Með yfirdráttinn er lag núna að
skuldbreyta honum í fimm ára
verðtryggt lán. Ef rétt reynist að
verðbólgan sé á niðurleið er ekki
galið að nota tækifærið, “ segir
Ingólfur og bætir við að fimm ár séu
lágmarkið til að taka verðtryggt lán.
Ástæðan fyrir því er sú að erfitt er að
greiða niður yfirdráttinn á meðan
skammtímavextir eru mjög háir. Á
meðan er fólk eingöngu að greiða af
vöxtum í stað þess að borga niður
sjálfan yfirdráttinn. Með
því að taka skuldabréf
vinnur maður af
höfuðstólnum.
„Það
er ekki víst að greiðslubyrðin lækki
mikið en maður er með þessu móti
að vinna niður yfirdráttinn í stað þess
að vera eingöngu að greiða vextina."
Leggja kreditkortinu
„Það er mjög varasamt að nota
kortið til að fleyta sér áfram. Það
er freistandi að sveifla því en það
er eins og að pissa í skóinn," segir
Ingólfur. Hann mælir með því að fólk
leggi kortið inn og semji við bankann
sinn um að greiða niður skuldina á
einu til tveimur árum. Vextirnir sem
fýlgja greiðsludreifingu eru með
þeim hæstu sem til eru en Ingólfur
leggur til að fólk horfi ffamhjá þeim
því tilgangurinn sé að vinna sig út úr
greiðslukortanotkun. Kreditkort er
mjögþungbyrði.
„Það er í lagi að hafa fasta áskriftar-
liði eins og sjónvarpið, blaðaáskriftir
og tryggingar en það er verra að nota
það til hversdagsinnkaupa eins og
að fara út í sjoppu að kaupa kók og
pylsu."
Tíu prósent til hliðar
„Besti tíminn til að byrja að spara
er um mánaðamót," segir Ingólfur.
Ef fólk byggir ekki upp sparnað í
leiðinni dettur það í sama farið aftur.
Um mánaðamót ætti fólk að taka
10 prósent af laununum sínum og
leggja inn á reikning sem það kallar
neyslusparnað. Það er peningur sem
fólk á að nota til að eyða þegar það
þarf á því að halda. „Ef þvottavélin
þín bilar verður þú að kaupa nýja. Ef
maður á engan pening þarf maður
að fara í bankann og fá sér yfirdrátt.
Þá er maður kominn í sama farið
aftur. Neyslusparnaðurinn er því
sparnaður sem má eyða."
Að mati Ingólfs á að vera auðvelt fýrir
fólk að taka 10 prósentin af laununum
því maður eigi 90 prósent eftir. „
Maður finnur ekkert fýrir því hvort
maður eyðir 90 eða 100 prósentum.
Þetta er auðveldasta leiðin til að
byggja upp sparnað" segir Ingólfur
að lokum.
Margt hægt að gera Með því
aö leggja kreditkortinu getur fólk
losnað úr vítahring.
mt.
>«5
■
■m.
Sparaðu strax Þú getur sparaö
um liver mánaðamót, segir
Ingólfur Ingólfsson, og segir fólk
finna lítinn mun á því hvort það
eyði 90 prósentum af laununum
eöa hundrað prósentum.