Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV „Eg braut engin lög og þarf ekki aö segja af mér,“ segir Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðis- manna i borgarstjórn. Hann segist aldrei hafa ihugaö afsögn vegna REI-málsins og eftirmála þess. Nú vill hann fá friö og tíma til aö nýr meirihluti geti unnið i sinum málum. Vilhjálmur visar þvi á bug aö ósamlyndi ríki í borg- arstjórnarflokki sjálf- stæöismanna. TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamadur skrifar: traustl^dv.is „Ég hef það bara mjög gott. Mér líð- ur ágætlega í dag," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn, í viðtali við DV í gær er hann var spurður um líðan sína. Þeirrar spurningar var hann spurður að loknum blaða- mannahindi þar sem hann tilkynnti borgarbúum að hann hygðist sitja áfram sem oddviti Sjálfstæðisflokks- ins og hugsanlega taka við borgar- stjórastólum á síðari helmingi þess tíma sem eftir er af kjörtímabilinu. Jafnframt tilkynnti hann að kjör- tímabilið sé hans síðasta í borgar- pólitíkinni. Aðspurður viðurkenndi Vil- hjálmur aftur á móti fyrir blaða- manni að honum hafi ekki liðið vel nóttina fyrir fundinn í gær. „Venju- lega sef ég yfirleitt mjög vel og það hefur verið mín gæfa. Eg svaf hins vegar illa í nótt," segir Vilhjálmur. Mikið hefur gengið á í lífi hans eftir að skýrslan um REI var kynnt. Geir styður mig „Að sjálfsögðu ætla ég ekki að hætta sem borgarfulltrúi eða sem oddviti út af REI-málinu. Það hvarfl- aði aldrei að mér og strax í upphafi deilunnar tók ég þá ákvörðun. Ég var kosinn glæsilegri kosningu og þó að ég hafi skynjað óánægjuna í samfélaginu skil ég ekki hvers vegna það varð stóra málið að ég segði af mér," segirVilhjálmur. Aðspurður útilokar Vilhjálmur alfarið að hafa íhugað að hætta sem borgarfulltrúi eða að ýtt hafi verið á hann að hætta af forystumönnum flokksins. „Það var enginn þrýsting- ur á mig að hætta og ég fékk eng- in slík fyrirmæli frá forystunni. Við Geir ræddum málin og hann gaf mér engar ákveðnar leiðbeiningar. Hann styður mig bara," segir Vil- hjálmur. Engin sundrung í hópnum Athygli vakti að Vilhjálmur kom einn til fundarins í gær en fram til þessa hefur hann verið vanur að stilla fulltrúum sínum að baki sér. Þá vakti athygli að Hanna Birna og Gísli Marteinn laumuðu sér út bak- dyramegin í Valhöll til að komast undan fjölmiðlum. Aðspurður vísar Vilhjálmuröllumsamsæriskenning- um um ósamlyndi í borgarstjórnar- flokknum á bug. „Ég vildi einfald- lega sitja einn og svara fjölmiðlum. Það er alrangt að borgarstjórnar- flokkur minn sé óstarfhæfur. Ég hef sjaldan verið í hópi sem hefur unnið eins vel saman. Þarna eru glæsilegir og öflugir fulltrúar sem eru tilbún- ir til að takast á við verkefnin," segir Vilhjálmur. Ekki brotlegur Vilhjálmur biður um frið og tíma til þess að nýr meirihluti nái að vinna að sínum málum. Hann ætlar að taka hagsmuni flokksins fram yfir sína persónulegu hagsmuni þeg- ar hann ákveður hvort hann gerist borgarstjóri. „Ég braut ekkert af mér og skil ekki hvers vegna það næg- ir ekki að biðjast afsökunar. Sumir biðjast ekki einu sinni afsökunar. Ég gerði mistök og sé ekki hvers vegna ég ætti að hætta. Mér finnst sú krafa algjörlega ósanngjörn því ég hef fullan rétt á því að halda áfram," segirVilhjálmur. „Mér fyndist það skrítin skila- boð, miðað við mína góðu kosn- ingu, ef ég hefði sagt af mér. Menn verða að hafa einhverjar forsendur til að segja af sér og hafa farið á svig við lög, til að mynda ef einstakling- ur er gripinn við fjársvik eða drukk- inn undir stýri. Ég braut engin lög og þarf ekki að segja af mér." Baðst afsökunar Vilhjálmur segist einfaldlega ekki hafa séð neina ástæðu fyrir því að hætta sem borgarfulltrúi. Hann þvertekur fýrir að hafa sjálfur logið til í atburðarásinni. „Ég hef farið yfir málið í heild sinni og reynt að finna ástæður fyrir því að ég ætti að segja af mér. Ég hef spurt mig hvort ég hafi brotist inn einhvers staðar eða stolið bíl. f grunninn hef ég alls ekki fundið nein nægjanleg atriði sem gefa það til kynna að ég ætti að segja af mér," segir Vilhjálmur. „Hefði ég komið fram með hroka og ekki beðist afsökunar ætti ég kannski meira skilið að taka pok- ann minn. Þvert á móti eiga sum- ir fjölmiðlar, til dæmis Kastljósið, að axla sína ábyrgð í þessu máli. „Að sjálfsögðu ætla ég ekki að hætta sem borgarfulltrúi eða sem oddviti út af REI-málinu." Þar hafa bæði Helgi og Sigmar farið með ósannindi. Er það vegna vina- tengsla þess fýrrnefna við Dag. B. Eggertsson? Mér finnst eins og far- ið hafi verið i einhvern ham þar sem átti að hengja mig." Virkilega sár Vilhjálmur segir fjölmiðalum- hverfið í dag vera mjög hart og óvægið. Honum líst sérstaklega illa á bloggumhverfið sem taki allt of harkalega á persónum. „Ég hef ekki beðist vægðar í mál- inu og á alveg skilið gagnrýni. Það eru bara of margir sem hafa geng- ið of langt og þannig myndi ég sjálf- ur aldrei haga mér gagnvart öðr- um. Það hefur sært mig mjög að heyra hreinar lygar um mig," seg- ir Vilhjálmur. Þegar hér var komið Svandis Svavarsdóttir, oddviti vinstri grænna í borgarstjórn „Vandræðagangurinn er æpandi og það er greinilegt að Sjálf- stæðisflokkurinn er í öðrum veruleika en borgarbúar. Það er mikið áhyggjuefni þegar borginni er ekki stjórnað vegna glundroðans í Sjálfstæðisflokknum, risminni blaðamannafund höfum við ekki séð. Mér datt í hug setningin: Fjallið tók jóð- sótt og það fæddist lítil mús. Það var þvílíkur umbúnaður utan um þennan blaðamannalund og svo kom Vilhjálmur fram og sagði ekki neitt. F'lokksforystan var ósýnileg, aðrir borgarfull- trúar snigluðust út og Vilhjálmur sat einn eftir. Fyrir liggur að Sjálfstæðisllokkurinn geri Vilhjálm ekki að borgarstjóra en í flokki glundroðans liggur ekki fyrir hver getur tekið við. Mér finnst þetta mikið áhyggjuefni og staðfestir það að vandinn er enn sjálfstæðismanna. Þeim hefur ekki tekist að botna þennan vanda. Á meðan rekur borgin á reiðanum en við erum reiðu- búin að taka við." Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn „Mér fannst þetta býsna raunalegt á að horfa. Þetta er dapurlegt framhald af þeirri málsvörn sem Sjálfstæðisllokkurinn hefur kosið að lialda uppi síðustu daga. Mér fannst það táknrænt að skilja Vilhjálm eftir einan á meðan aðrir laumuðust út um kjall- arann. Það er eins og flokkurinn hafi ekki styrk til að takast á við stöðuna eins og luin er. Óeining innan flokksins sást vel á því að borgarfulltrúar llokksins kusu aö yfirgefa VUhjálm. Því miðut sit- ur maður eftir með þá tilfinningu að mjög mikið sé ósagt í þeirra hópi. Það sem verra er að hvað eftir annað er Sjálfstæðisflokkur- inn á neyðarfundutn að tala um sín mál og á tneðan sitja mál- efni borgarinnar á hakanum. Það eru miklu brýnni hagsmunir heldur en einhver innanflokksátök þeirra. Það hefur nánast ríkt stjórnarkreppa allt frá því þessi nýi meirihluti tók við. Með þessu í dag er verið að ýta jwí vandamáli á undan sér án þess að taka á neinu. Þannig er staðan í dag, því miður." Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarflokks i borgarstjórn „Ástæðan fyrir því að Vilhjálmur heldur áfram er iyrst og síð- ast sú aö hann er tengiliðurinn viö Ólaf F. Magnússon. Ef hann færi frá myndi það veikja meirihlutann [wí Vilhjálmur er hal- dreipið sem hann hangir á. Ég held að sexmenningarnir í Sjálf- stæðisflokknum séu ekki í því sambandi sem þeir þurfa að vera við núverandi borgarstjóra. Ég held að þetta sé bara kalt mat hjá Sjálfstæðisflokknum þess vegna. Eg held að það sé að koma í ljós núna hvað við Björn Ingi þurftum að búa við þessa sextán mánuði sem við vorum meö þeim í meirihluta. Þetta er gríðar- lega ósamstæður hópur og erfiður í samstarfi. Menn héldu að þetta væri þruma úr heiðskíru lofti þegar Björn Ingi sleit satn- starfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Ég held að það blasi við öllum landsmiinnum við hvað liann þurfti aö eiga. Þetta er ósam- stæður hópur sem er ekki stjórntækur."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.