Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 9
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 9
„Viö erum öll að sökkva með Villa,“ sagði
einn þeirra óánægðu sjálfstæðismanna
sem funduðu með Vilhjálmi í gær.
BULLANDI
VANDRÆÐI
sinn og Vil-
Hvers vegna dugir ekki afsökunarbeiðnin?
„Ég braut ekkert af mér og skil ekki hvers vegna
það nægir ekki að biðjast afsökunar. Sumir biðjast
ekki einu sinni afsökunar," segir Vilhjálmur.
beygði Vilhjálmur af, varð votur í
augum og þurrkaði tár af kinnum.
„Oft á tíðum hef ég tekið þessa um-
ræðu mjög nærri mér og þetta hef-
ur sært mig mjög. Það hefur líka
sært mig gagnvart minni fjölskyldu.
Ég er bara mannlegur og ég hef til-
flnningar."
Hefur veikt flokkinn
Vilhjálmur viðurkennir að REI-
málið hafi veikt verulega sína pól-
itísku stöðu og harmar jafnframt
þau áhrif sem það hefur haft á
Sjálfstæðisflokkinn. Hann telur
að afsögn sín hefði skapað frek-
ari glundroða. „Það er ekki bara
ég sem hef veikst því þetta hef-
ur líka veikt flokkinn. Eðlilega hef
ég áhyggjur af því að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur misst fylgi sitt út
af þessum málum öllum. Mér þykir
það mjög leitt. Ég ætla að vona að
ákvörðun mín að sitja áfram verði
ekki til þess að veikja flokkinn frek-
ar," segir Vilhjálmur.
„Ég hef fengið mikinn stuðning
undanfarna daga og fólk sagt við
mig að það komi ekkert til greina að
ég hætti. Menn mega ekki gleyma
því hvaða afleiðingar það gæti haft
fyrir flokkinn. Hver á að taka við?
Er örugglega sátt um þennan eða
hinn? Margir bentu mér einfald-
lega á að með því að hætta gæti ég
skapað mun meiri upplausn."
Málinu lokið
Sjálfur vill Vilhjálmur ekki gefa
upp að svo stöddu hvern hann
styður sem arftaka sinn að kjör-
tímabilinu loknu. Þó bendir hann
á að sjálfur hafi hann tekið við
sem næsti maður á lista á eftir þá-
verandi oddvita, Birni Bjarnasyni
dómsmálaráðherra. „Ég tel ekki
rétt að tjá mig um þetta núna þótt
ég hafi auðvitað hugsað þau mál.
Þegar að því kemur að ég fer frá
mun ég örugglega hafa töluvert um
það að segja hver tekur við," segir
Vilhjálmur.
„Ég ætla rétt að vona að málinu
sé nú lokið og að meirihlutaskipt-
um í borginni sé lokið. Ég finn fyrir
miklum pirringi vegna þess. Á milli
okkar Ólafs ríkir fullkomið traust
og ég á ekki von á neinu öðru en að
núverandi meirihluti sitji út kjör-
tímabilið."
Tekur sér tíma
Vilhjálmur ítrekar að hann hafl
beðist afsökunar á hraða REI-máls-
ins þar sem upplýsingaflæði var
ábótavant. Hann harmar hversu erf-
itt málið hefur verið fyrir sig og fé-
laga sína í borgarstjórnarflokknum.
„Ég hef beðist afsökunar og þannig
axlað mína ábyrgð. Ég tel mig hafa
átt mjög góðan feril í stjórnmál-
um, bæði sem borgarfulltrúi og
sem borgarstjóri enda mældist ég
með gott fylgi sem slíkur. Ég held að
menn verði að horfa meira á minn
feril og hvernig ég hef staðið mig,"
segir Vilhjálmur. „Fjölmiðlafár-
ið hefur ekki verið neitt venjulegt,
það mætti halda að ég hefði drepið
mann og annan. Málið virðist engan
endi ætla að taka og umræðan hef-
ur verið þung þar sem menn hafa
átt erfltt með að verja sig. Við höfum
alveg skynjað óánægjuna og klaufa-
leg yfirlýsing mín ýfði hana upp aft-
ur. Það er greinilega ákveðinn hóp-
ur sem hefur viljað slæma umræðu
um nýjan meirihluta og mér þykir
miður ef hluti þess hóps er úr okkar
röðum. Ég á líka öfluga fylgismenn í
flokknum."
1982 Kosinn í borgarstjórn Reykjavíkur í
fyrsta sinn.
1990 Kosinn formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga og gegndi stöðunni
til 1996.
1991 Einn af þremur borgarfulltrúum sem
eru orðaðir við borgarstjórastöðuna þegar
Davíð Oddsson fer í landsmálin. Markús Örn
Antonsson er sóttur í Ríkisútvarpið.
1994 Lendir í minnihluta í borgarstjórn í
fyrsta sinn þegar Reykjavíkurlistinn nær
völdum.
2002 Sjálfstæðisflokkurinn bíður sinn
versta kosningaósigur í Reykjavík í sögunni,
Vilhjálmur skipar annað sætið á eftir Bimi
Bjarnasyni sem hafði látið af ráðherradómi
til að leiða listann.
2003 Valinn oddviti borgarstjórnarflokks
sjálfstæðismanna eftir að Björn Bjarnason
verður aftur ráðherra.
2005 Vinnur prófkjörsbaráttu við Gísla
Martein Baldursson um hvor leiði lista
sjálfstæðismanna í næstu kosningum.
2006 Vilhjálmur verður borgarstjóri þegar
hann myndar meirihluta í borgarstjórn með
Framsóknarflokknum.
2007 Meirihlutinn sþringur vegna deilna
um REI-mállið, bæði innanflokks og milli
flokka.
2008 Myndar nýjan meirihluta með Ólafi
F. Magnússyni og hluta F-lista. Hart er sótt
að honum vegna skýrslu stýrihóps um REI-
málið. Vilhjálmur ákveður að sitja áfram í
borgarstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn er í sárum
og er ldofinn í tvær fylkingar. Það er
mat þeirra álitsgjafa sem DV leitaði
til um stöðu flokksins eftir að Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti
flokksins í borgarstjórn, ákvað að
sitja áfram.
Borgarfulltrúar flokksins fúnd-
uðu lengi í gær um stöðu Vilhjálms
í ljósi logandi deilna í samfélag-
inu um framkomu hans í REI-mál-
inu og vandræðagang hans í vöm-
um sínum. Að loknum fundi lýsti
Vilhjálmur því yfir að fullkomin
eining ríki innan borgarstjórnar-
hópsins. Heimildir DV herma aft-
ur á móti að því sé öfugt farið, að
aðeins einn fundarmanna hafi lýst
yfir fullum stuðningi við oddvitann,
það hafi Marta Guðjónsdóttir, vara-
borgarfulltrúi og formaður Varðar,
ein gert. Samkvæmt heimildum DV
eru aðrir borgarfulltrúar reiðir yfir
því að Vilhjálmur skyldi ekki taka af
skarið og segja skýrt hvað hann ætl-
aði að gera í stöðunni. „Vonbrigðin
em gífurleg. Við erum öll að sökkva
með Villa," sagði einn fundarmanna
í samtali við DV í gær.
Alþingismaður Sjálfstæðis-
flokksins, sem vildi ekki fremur en
aðrir tjá sig undir nafni, sagði að Vil-
hjálmur ætti að sýna þann pólitíska
þroska að taka hagsmuni flokksins
fram yfir sína eigin og víkja. „Vil-
hjálmur sagði ósatt og slíkt verð-
ur ekki fyrirgefið í flokknum," sagði
hann og benti á að það væri lífs-
nauðsynlegt fyrir flokkinn að fá nýj-
an leiðtoga í borginni.
Klofningur blasir viö
Ef marka má heimildir DV er
Vilhjálmur einn á báti og flokks-
forystunnar bíður mikið verk að
plástra yfir sárin. Forystan hefur
reyndar verið gagnrýnd undanfarið
fyrir lausatök og tvær fylkingar tog-
ast á í hatrammri deilu, annars veg-
ar armur Davíðs Oddssonar, fyrr-
verandi forsætisráðherra, og hins
vegar armur Geirs H. Haarde for-
sætisráðherra.
„Það blasir hiklaust við að flokk-
urinn er klofinn í tvær fylking-
ar, tvo arma, og þannig hefur það
lengi verið. Áður vom það Gunnar
og Geir, síðan Davíð og Þorsteinn
og nú Davíð og Geir. Þessir flokka-
drættir hafa birst nokkuð harka-
lega undanfarið," segir
Birgir Guðmundsson,
stjórnmálafræðing-
ur og lektor við Há-
skólann á Akureyri.
„Sjálfurtel ég að
það hefði verið far-
sælasta lausnin að
sjálfstæðismenn
skiptu um oddvita
GEIRSARMUR:
■ Guðlaugur Þór Þórðarson,
heilbrigðisráðherra
■ Guðfinna Bjarnadóttir,
alþingismaður
■Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson,
oddviti sjálfsteeðismanna I
borgarstjórn
■ Kjartan Magnússon,
borgarfulltrúi
■ Jórunn Frímannsdóttir,
borgarfulltrúi
■ BolliThoroddsen,
varaborgarfulltrúi
» Marta Guðjónsdóttir,
varaborgarfulltrúi og
formaöur Varðar
hjálmur haldið áffam sem óbreytt-
ur borgarfulltrúi. Hann og flokkur-
inn hefðu getað gengið sæmilega
fr á því og friður lfklega skapast. Með
þeim hætti hefði hann líka dregið úr
skaða flokksins."
Æpandi þögn
Einar Mar Þórðarson, stjórn-
málafræðingur hjá Félagsvísinda-
stofnun Háskóla íslands, tekur í
sama streng. Honum finnst þögn
sjálfstæðismanna einkennileg og
telur flokkinn í sámm. „Vilhjálmur
er í mjög erfiðum málum og það á
líka við um Sjálfstæðisflokkinn. Hin
æpandi þögn sem verið hefur inn-
an borgarstjórnarflokksins og hjá
forystunni sýnir að þar er eitthvað
að inn á við," segir Einar Mar.
„Það virðist ekki hafa náðst
nein ákveðin niðurstaða í það
hjá flokknum hvernig bregðast
ætti við vandanum. Málið átti
að afgreiða sem fyrst því það
eru almenn viðbrögð við svona
krísum. Sjálfstæðisflokkurinn er í
erfiðleikum og menn innan hans
eiga erfitt með að koma sér saman
um hlutina. Hann hefur ekki náð að
hrista af sér klofningsumræðuna.
Það er afskaplega vont fyrir flokkinn
enda hefur hann komið veikur út
úr könnunum og ég hef áhyggjur
af því að þetta hafi lamandi áhrif á
meirihlutann."
Vont fyrir flokkinn
Gunnar Helgi Kristinsson, próf-
essor í stjórnmálafræði við Háskóla
íslands, hafði ekki trú á því að Vil-
hjálmur taki þá ákvörðun að sitja.
Aðspurður hefur hann orðið var
við töluverða ólgu innan Sjálfstæð-
isflokksins vegna málsins. „Enn er
dálítið óljóst hvort hann ætli sjálfur
að finna sér tímann til að hætta eða
hvort hann hafi ákveðið að halda
áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Ég hef frekar trú á því fyrrnefnda og
að hann setjist ekki í borgarstjóra-
stólinn," segir Gunnar Helgi.
„Það er ekki nokkur vafi á því
að Sjálfstæðisflokkurinn er í bull-
andi vandræðum. Út af fyrir sig
hafa þau vandræði staðið yfir í all-
an vetur. Það er samt ekki þannig
að Vilhjálmur eigi sér enga stuðn-
ingsmenn en ef öldurnar lægir ekki
tel ég að forystan grípi inn í á end-
anum. Það er hins vegar eiginlega
sama hvaða leið hefði verið val-
in því þetta kemur alltaf illa út fyr-
ir flokldnn. I raun er þetta aðstaða
sem enginn flokkur vill lenda í."
DAVÍÐSARMUR:
■ Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra
■ Hanna Birna Kristjánsdóttir,
forseti borgarstjórnar
■ Gísli Marteinn Baldursson, formaður
borgarstjórnarflokksSjálfstæðisflokksins
» Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi
■ Styrmir Gunnarsson,
ritstjóri Morgunblaðsins
» Kjartan Gunnarsson,
miðstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins