Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: DagblaðlS-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Flreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elln Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guömundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins á stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaösins eru hljóörituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 7040. SANDKORN ■ össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra hefur greinilega valið sér óskasamherja fram- tíðarinnar í Framsókn- arflokknum. Á blogg- síðu sinni slær hann á sáttahönd Guðna Ág- ústssonar formanns, sem lýsti því yfir í Kastljósinu að skoða bæri tillögur Sam- fylkingarinnar í kvótamálum. Á hinn bóginn hrósar hann Valgerði Sverrisdóttur varafor- manni og kallar hana „beittasta stjórnarandstæðinginn þessa dagana". ■ Af bloggi stjórnmálamanna drýpur stílsnilldin helst af bloggi össurar, að kansellí- stíl Björns Bjarnasonar ólöstuðum. Þannig svelgdist honum á saltkjötinu þegar Frið- rik J. Arn- grímsson hjá LÍÚ gagnrýndi kvótahugmyndir Samfylkingarinnar og varð svo að orði að það hefði verið eins og að hlusta á kölska blóta faðirvorinu. Lykillinn að stíl Össurar er talinn vera kyrrð næturinnar, en færslur hans birtast vanalega að næturlagi, eins og gantast hefur verið með. Nú hafa hins vegar bæði dagsetningar og tímasetningar horfið af bloggi ráðherrans. ■ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gerði fréttamenn að fífli í gær þegar hann boðaði að hann myndi tala við blaðamenn klukkan eitt. Þannig var bein útsending í Sjónvarpinu þar sem María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona gerði heiðarlega tilraun til að teygja lopann í biðstöðu. Innihaldsminna sjónvarpsefni hafði ekki sést í manna minnum þegar Sjónvarpið bætti um betur og spilaði rapp- og rokktónlist yfir beina útsendingu af tröppum. ■ Borgarstjórinn fyrrverandi og verðandi hefur greinilega ekki treyst sér til að svara spurning- um margra fréttamanna í einu, því hann hleypti aðeins einum fjölmiðli í einu inn á frétta- mannafund sinn. f viðtali við Sjónvarpið orðaði hann það þannig að hann hefði „lent í" þessu erfiða máli, auk þess sem hann tíundaði að hann væri mannlegur og gerði mistök. Þegar hann var spurður hvort hann yrði borgarstjóri eftir eitt og hálft ár sagðist hann ekki vilja svara spurningunni, enda skipti ekki máli hvort hans per- sóna eða önnur yrði borgar- stjóri. Talið er að hátindinum í andstöðu borgaryfirvalda við spurningar hafi verið náð. LEIÐARI Vilhjálmur, farðu heim REVNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Hann verðiir maðurinii sem gerði SjálJ'stieðisJlokkiiiii lítinn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, ieiðtogi borgarstjómarflokks Sjálfstæðisflokksins, er heillum horfinn. Hann varð uppvís að þeirri lygi að hafa borið umboð sitt varðandi REI undir borgarlögmann. Eftir nokkurra daga skerandi þögn steig hann fram á bl aðaman nafundi og sagði ekki neitt annað en að hann hefði „lent í" í slæmri aðstöðu og ætlaði að hugsa sinn gang áfram. Ekki hvarfiar að borgarstjóraefninu að hann hafi komið sér sjálfur í þessa klemmu. Það er í sama dúr og annað hjá leiðtoganum að boðaður blaðamannafundur hófst ekki fyrr en rúmri klukkustund eftir boðun. Vilhjálmurvaríaðalhlutverkivarðandiþað að tefla saman einkarekstri og opinberum. Hann sniðgekk borgarstjórnarflokk sinn við ákvarðanir og fékk á sig uppreisn sex- menninganna sem vildu ekki una fram- ferði leiðtogans. Geir H. Haarde, formaður flokksins, studdi uppreisnina með því að taka á móti sexmenningunum án leiðtogans og aðhafast ekkert til að höggva á hnútinn í Borginni. Meirihlutinn féll í framhaldinu og Sjálfstæðisflokkurinn fór í minnihluta. Allt síðan þetta gerðist hefur verið stöðug krísa í gangi í Sjálfstæðisflokknum. Lemstraður Vil- hjálmur rígheldur sér í stólinn og gerir allt til þess að þurfa ekki að víkja. Hann hefur greinilega svínbeygt borgarstjórnarflokk sinn til að klappa sig upp. Það sem Vil- hjálmur skilur ekki er að hann hefur brugðist flokknum, borgarbúum og síðast en ekki síst sjálfum sér. Fari sem horfir að Vilhjálmur sitji út kjörtímabilið má fullvist telja að flokkur hans verði fyrir stórtapi. Allt eins er líklegt að Samfylkingin verði stærsti flokkurinn. Þar með mun Vilhjálms helst verða minnst fyrir það að hafa valdið stórfelldum landslagsbreytingum í íslenskri pólitík. Hann verður maðurinn sem gerði Sjálfstæðisflokkinn h'tinn og batt enda á áratuga sigurgöngu. Fyrir andstæðinga flokksins yrði það frábær niðurstaða. En þeir sem vilja halda nokkum veginn núverandi landslagi í stjórnmálunum hljóta að eiga sér þá ósk heitasta að Vilhjálmur hætti í vinnunni og fari heim. KREPPAN FLUIN SVARTIIÖFÐI Svarthöfði er á flæðiskeri staddur. Líf hans snýst um lán. En nú er ólán. Bankam- ir vilja ekki lána honum lengur. Þeir eru ekki lengur sömu gleði- bankarnir og þeir vom. Eins og allar sögur úr ís- lensku samfélagi hefst þessi á Framsóknarflokknum. Af alkunnri ábyrgð og góðmennsku ákvað flokkurinn að koma bönk- unum sem þeir einkavæddu inn á húsnæðismarkað og hækka lánshlutfallið. Þannig gátu allir keypt sér íbúðir, rikir sem fátækir, hæfir sem óhæfir. En fasteigna- verð snarhækkaði og nú em allir í verri stöðu en fýrir góðmennsku Framsóknarflokksins. Einn þeirra er Svarthöfði, sem borgar hrörlegt og hriplekt 19. aldar húsnæði sitt dýr- um dómum og lifir á lánum. Þangað bankinn sagði allt í einu stopp. Svart- höfði er áfyrir- framgreiddum launum sem greiðast inn á yfirdráttarreikn- hans, þannig að hann verður að lifa á kreditkortinu. Þannig er hann minnst þrjá mánuði í skuld hverju sinni. Yfirdrátturinn er svo sem ekki nema akkúrat í meðai- lagi fyrir lslending, eða 500 þúsund krónur. Vextirnir em þó 120 þúsund krónur á ári, sem nægir til að reykja cniSfhM. W$i lllCllll H! mmlega hálfan pakka á dag í ár. Tveggja daga vextir gætu haldið indversku barni á lífi og í skóla í heil- an mánuð. En hvað um það. Banka- menn þurfa líka að borða. "orfúrnar em ekki góðar fyrir menn eins og Svarthöfða, .sem eiga enga sjóði til að ganga í heldur aðeins skuldir sem hækka með verðbólgunni. En eins og viðskiptamennirnir segja er veislan búin og tími til kominn fyrir Svart- höfða að hypja sig úr húsnæðinu ájjnr en honum verður hent út. Igær fann Svarthöfði lausnina. Hann pantaði sér gám. Hug- myndin er þó ekki að búa í gámn- um, þótt til þess kunni að koma. Þvert á móti hyggst Svart- höfði flytjast búferlum úr landi. Svona mun þetta gerast, lið fýrir lið: Þegar atvinnuleysið ríður yfir landið mun Svarthöfði fá bætur frá rtkihu. Ef það gengur ekki útvegar hann sér örorkumat. Og ef það gengur ekki heldur upp gerist hann listamaður. Á bótunum mun hann lifa eins og konungur þar sem verðlagið er lægra og veðrið betra, nánar tiltekið í hinu víðfeðma og skógi vaxna Póllandi. Svarthöfði hefur þegar fundið risastóra íbúð á slikk í G'dansk. Planið er að vinna svart til að auka enn á munaðarlíf- ið, líkast til í þjónustustarfi, jafnvel þótt hann kunni ekki pólsku. að verður etið og það verður drukk- ið. Lífið verður eitt allsheijar föstudagskvöld. Farvel verðlags- og verð- bólguvíti. „Vilhjálmur á að víkja þvl hann hefur sýnt vont fordæmi. Hann hefur hreint ekkert gert. Reyndar vann hann mjög vel I sveitarstjórnarmálum en eftir að hann fór I þennan stól þarna hefur hann akkúrat ekkert gert." Gunnar Hafsteinsson, 61 árs eigandi Litlu jólabúðarinnar „Ég er úr Kópavogí svo ég veit ekki hversu mikið ég má segja. En ég hef auðvitað alveg skoöun á þessu og þersónulega finnst mér Vilhjálmur mjög óspennandi karl." Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, 30 ára tónlistarmaður „Nei, það er við hæfi að hann segi af sér. Hann á bara að gefast upp á þessu." Stefán Þór Hjartarson, 20 ára starfsmaður í Sundhöll Reykjavíkur „Nei, mér finnst að hann eigi að axla ábyrgð á gjörðum sínum og víkja." Hulda Ragnarsdóttir, 52 ára sjúkraliði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.