Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008
Fréttir DV
l«o*n ilic Author »>l ilif * I AVu- U'Í TiMf Ucn»ril«r
ÓxvAMe My Fathth
OBAMA SIGUR
Obama rétti sinn hlut verulega í for-
kosningunum um síðustu helgi og hafði
sigur í fimm fylkjum. Honum er spáð
góðu gengi í Potomac-forkosningunum
sem fara fram í dag, en Hillary Clinton
horfir til forkosninganna í Texas og
Ohio 4. mars, en þar eru á fjórða
hundrað kjörmanna í boði.
of Hope: Thoughts on Reclaim-
ing the American Dream". Barack
Obama hlaut Grammy-verðlaun-
in fyrir sína bók og eru það önn-
ur Grammy-verðlaunin hans. Bill
Clinton hefur einnig hlotið tvenn
Grammy-verðlaun.
Ekki er Iíklegt að þessi sigur
Baracks, þótt sætur sé, komi til
með að hafa áhrif á kosningaslag-
inn enda er hann kannski fyrst og
fremst sálfræðilegur.
Eftir að hafa hnykkt á laugardagssigrum sínum
með sigri í Maine á sunnudeginum skaut hann
Bill Clinton reffyrir rass þegar Grammy-verð-
launin voru veitt.
Nýr kosningastjóri
Mitt í síðustu hremmingum
Hillary Clinton, og vegna þeirra,
sagði kosningastjóri hennar og vin-
ur til margra ára, Patti Solis Doyle,
starfi sínu lausu. Solis Doyle hef-
ur verið í innsta hring Hiliary síð-
astliðin sextán ár og hefur starfað
fyrir Hillary-hjónin síðan Bill bauð
sig fyrst fram til forsetaembættis-
ins. Brotthvarf hennar hefur ver-
ið yfirvofandi í nokkrar vikur og
skarð hennar verður fyllt af Magg-
ie Williams.
Maggie Williams er enn hærra
sett meðal aðstoðarmanna Hillary
og var meðal annars starfsmanna-
stjóri hennar þegar hún var forseta-
frú. Williams var kölluð til sem að-
alkosningaráðgjafi Hillary í kjölfar
hins afgerandi ósigurs sem Hillary
beið í forvalinu í Iowa 3. janúar.
„Innanbúðarmennirnir"
Nú virðist vera deginum ljósara
að slagurinn um umboð demó-
krataflokksins til forsetaframboðs
mun ekki verða til lykta leiddur
fyrr en á endasprettinum. I ljósi
þess hve mjótt er á mununum
hjá Hiilary og Barack er talið ólík-
legt að annað hvort þeirra nái að
tryggja sér þann fjölda kjörmanna
sem þarf til að tryggja sér útnefn-
ingu flokksins, en nauðsynlegur
fjöldi er 2.025.
Ef sú verður raunin kemur
það til kasta óháðra kjörmanna
á flokksþingi demókrata, sem fer
fram í ágúst, að skera úr um hvort
þeirra tekur slaginn gegn fram-
bjóðanda repúblikanaflokks-
ins. Þessir óháðu kjörmenn, sem
gjarnan eru kallaðir „innanbúðar-
menn", eru sjö hundruð níutíu og
sex að tölu og innan raða þeirra eru
þingmenn, ríkisstjórar, fyrrverandi
forsetar og aðrir embættismenn. Á
sama tíma og Clinton og Obama
heyja baráttu sína á opinberum
vettvangi reyna þau að tryggja sér
stuðning „innanbúðarmannanna"
á bak við tjöldin. Samkvæmt AP-
fréttastofunni hefur Obama tryggt
sér stuðning eitt hundrað þrjátíu
og níu og Clinton tvö hundruð og
þrettán. Eftir í pottinum eru því
fjögur hundruð fjörutíu og fjórir
óháðirkjörmenn.
tMavcim o\
Itr.cr.uuiNC
tuk Aui.mr.A>
I)ri.am
Bók Baracks Obama Skaut Bill
Clinton ref fyrir rass er hann hlaut
Grammy-verðlaunin fyrir bókina.
BARACK
OBAMA
The
ACITY
HOPE
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blodamadur skrifar: kolbeinn@dv.is
Barack Obama uppskar ríkulega
um síðastliðna helgi og saxaði
verulega á forskotið sem Hillary
Clinton hafði með tilliti til fjölda
kjörmanna. Obama stóð uppi sem
sigurvegari í Nebraska, Wash-
ington, Jómfrúreyjum, Maine og
Louisiana. Einu vonbrigði helg-
arinnar hjá Obama voru lítið fylgi
meðal hvítra í Louisiana og tóninn
sem var gefinn á „Super Tuesday"
um hugarfarsbreytingu í Suður-
ríkjunum reyndist falskur.
f dag fara fram forkosningar
í Maryland, Washington DC og
Virginíu og ef eitthvað er að marka
skoðanakannanir vestra þarf eitt-
hvað að fara verulega úrskeiðis hjá
Obama til að koma í veg fyrir sigur
hans í þeim fylkjum. Einnig nýtur
Obama þess að í herbúðum hans
gengur betur að safna fé til barátt-
unnar en hjá andstæðingi hans.
Nýjustu fréttir herma að Hillary
Clinton hafi í janúar lánað um
þrjú hundruð og þrjátíu milljónir
af eigin fé til baráttunnar. Einnig
hefur komið á daginn að það var
ekki kosningabragð hjá henni að
ferðast með blaðamönnum á milli
borga og ieika flugþjón, heldur var
ill nauðsyn sem þar réð för. Á sama
tíma safnaði Obama, að því er virt-
ist, án mikillar fyrirhafnar rúmlega
tveimur milljörðum.
Sætur sigur á öðrum vett-
vangi
Barack Obama vann sigur á
vettvangi sem er að engu leyti
skyldur þeirri baráttu sem hann
heyr í pólitíkinni. Eftir að hafa
hnykkt á laugardagssigrum sínum
með sigri í Maine á sunnudegin-
um skaut hann Bill Clinton ref fýr-
ir rass þegar Grammy-verðlaunin
voru veitt.
Bill og Barack voru báðir til-
nefndir til Grammy-verðlaunanna
í flokki hljóðbóka. Bill var tilnefnd-
ur fyrir bók sína „Giving: How
Each ofUs Can Change the World"
og Barack fyrir „The Audacity