Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Page 17
PV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 17
Undanúrslitaleikirnir í Eimskipsbikar karla í handbolta fara fram í kvöld. íslandsmeist-
arar Vals mæta Víkingi sem leikur í fyrstu deild. „Sýnd veiði en ekki gefin,“ sagði Ósk-
ar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Framarar mæta Norðanmönnum á Akureyri þar sem
búist er við hörkuleik innan vallar sem utan.
VIÐAR GUÐJONSSON
bladamadur skrifar: vidar@dv.is
í kvöld fara fram undanúrslitaleikir
í Eimskipsbikarkeppni karla í hand-
knattleik. íslandsmeistarar Vals taka
á móti Víkingum sem leika í 1. deild
karla. f hinum leiknum tekur Fram,
sem er í öðru sæti í N1 deild-karla,
á móti Akureyri sem situr í 6. sæti
deildarinnar. Sigurvegarar úr við-
ureignunum mætast í úrslitaleik í
Laugardalshöllinni og DV spjallaði
við íúlltrúa liðanna fyrir leikina.
DÚKURINN ER
DRAUMURINN
Óskar Bjarni Óskarsson,
þjálfari Vals
„Mér líst mjög vel á leikinn. Það
hefur verið fúrðulítil umræða innan
Vals um þennan leik en það er allt
að koma upp núna. Press
an er öll á okkur og við
erum í deildinni fyr-
ir ofan, en það tel-
ur ekkert í svona
bikarleikjum. Þeir
eru á góðu róli og
eru taplausir á ár-
inu. Eðlilega er
meiri breidd hjá
okkur en þeir eru
með marga spræka
stráka. Reynir hef-
ur búið til sterka vörn
og fyrir aftan hana eru
Björn og Erlingur sem
saman eru oft með góða
markvörslu. Sóknarlega
eru þeir með marga
unga leikmenn eins og
Sverri Hermannsson fyr-
ir utan hægra megin. Hann er
mjög efnilegur að mínu mati. Að
mínu viti þeirra lykilmaður. Hin-
um megin í skyttustöðunni er
líka mikil skytta sem heitir
Sveinn Þorgeirsson. Einn-
ig eru fleiri góðir leik-
menn í liðinu. Víkingar
eru eitt af þremur lið-
um í næstefstu deild
sem geta vel staðið sig
í úrvalsdeildinni," seg-
ir Óskar Bjarni Óskars-
son, þjálfari Vals.
Reynir Reynisson,
þjálfari Víkings
Reynir Reynisson,
þjálfariVíkings, hlakkar
til að mæta Valsmönn-
um en leggur áherslu
á að Víkingar einblíni
meira á að komast upp í
deild þeirra bestu.
„Þetta verður bara
spennandi verkefni fyr-
ir okkur. Við fáum þama
nasaþefmn af spennunni
sem er í kringum bikar-
inn og fáum að kynnast
smástemningu. Þetta er'
búið að vera svolítið dautt hjá okkur
í vetur.
Við sjáum þarna hver munurinn
er á þessum deildum, það er allt-
af verið að tala um að munurinn sé
mikill á milli deilda en við
knmnm
til með að sjá það hvað gerist í leikn-
um. Við erum í þriðja sæti í fyrstu
deildinni og við emm að fara að spila
við íslandsmeistarana þannig að við
gerum okkur grein fyrir að einhver
getumunur er á liðunum en
við verðum bara að sjá
til hversu mikill hann
Þeir eru með
mjög gott lið og
flinka leikmenn
þannig að það
verður gam-
an fyrir okkur
að sjá hvar við
stöndum.
Égleggþetta
þannig upp að
við höfum gaman
af þessu, þetta er
stór biti að eiga við
þannig að þetta verð-
ur flottur bónus og
gott innlegg
í fyrstu
deild-
ina."
Halldór Jóhann Sigússon,
leikstjórnandi úr Fram
Halldór Jóhann Sigfússon þekkir
vel til Akureyrar og býst við hörku-
leik. „Ég hef þjálfað og spilað með
mörgum í liðinu og þekki því vel til
liðsins þótt það sé nokkuð langt síð-
an ég var á Akureyri.
Pressan er á okkur. Taflan segir að
við eigum að vinna, við erum 13 stig-
um á undan þeim auk þess að vera
á heimavelli. Þeir eiga samt nokkuð
inni í deildinni. Vandamál þeirra er
að þeir hafa ekki náð að klára heima-
leikina."
Halldór lék á sínum tíma mað KA
og þekkir vel til liðsins. „Það er gam-
an fyrir mig að spila á móti þeim.
Fyrir utan það er það draumur hvers
handboltamanns að spila á dúkn-
um í höllinni. Öll hin liðin öfunda þá
sem komast þangað," segir Halldór
Jóhann Sigfússon, leikmaður Fram.
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari
Akureyrar
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Ak-
ureyrar, hlakkar til leiksins en segir
möguleika liðsins minni en Fram-
ara. „Ég held að Víkingur hafi ver-
ið óskamótherji hinna þriggja lið-
anna. Framarar eru náttúrlega með
tvo góða menn í hverri stöðu og ef
sjö myndu meiðast í þeirra liði væru
þeir samt með jafnsterkt lið.
Það voru engin vonbrigði að fá
ekki heimaleik. Við vinnum ekki
heimaleik. Við ætlum að mæta og
gera okkar besta. Ég held að lík-
urnar séu með Fram en við reyn-
um. Við þurfúm að eiga mjög góð-
an leik ef við ædum að standa í
þeim," segir Rúnar.
Fram lagði Akureyri með einu
marki fyrir skömmu og Rúnar seg-
ir leikmenn liðsins ekki hafa gleymt
þeim leik. „Hann situr í okkur. Við
höfum tapað þó nokkuð mörgum
leikjum naumlega og með hverjum
leiknum verður meira svekkelsi í lið-
inu. Við höfum spilað betur og bet-
ur síðan í nóvember. Við spilum fín-
an bolta og erum að bæta okkur en
þurfum að læra að klára leiki. Ég er
viss um að menn verða tilbúnir og
mitt hlutverk er frekar að róa menn
en hitt," segir Rúnar.
Skarö fyrir skildi hjá kvennaliði KR í körfubolta:
Vonandi jafngóð eða betri
Kvennalið KR í körfubolta, sem er
sem stendur í 2. sæti Iceland Express-
deildarinnar, varð fyrir því gríðarlega
áfalli að missa sinn langbesta leik-
mann, Monique Martin, í meiðsli og
verður hún ekki meira með liðinu.
Monique hefur spilað hreint stór-
kostíega í vetur og skorað að meðal-
tali rúmlega þrjátíu og sex stig í leik.
Hún setti einnig met fyrr í vetur þegar
hún skoraði 65 stig í einum og sama
leiknum.
Sú sem KR fékk til að leysa Mon-
ique af heitir Candace Futrell en
hún á að baki eitt ár með WNBA-liði
Connecticut Suns. Futrell lék með
Duquesne-háskólanum og er stiga-
hæsti leikmaður háskólans ffá upp-
hafi. Henni var boðið að koma til KR
fyrir tímabilið en afþakkaði þá. Hún
hefur ekki náð að koma sér í lið síðan
þá og stökk því á tækifærið þegar það
bauðst aftur hjá KR.
„Þegar það kom í ljós að Monique
væri meidd höfðum við samband við
umboðsmanninn hennar og Cand-
ace var besti leikmaður sem völ var á í
þessum verðflokki. Hún fór til Evrópu
eftir WNBA og stóð sig mjög vel þar
þangað til hún meiddist í fyrra. Þegar
ég spurðist fyrir um hana í haust var
hún ekki tilbúin að koma en það er
langt liðið á tímabilið og hún án liðs
þannig að þá breytast forsendurnar,"
sagði Jóhannes Arnason, þjálfari KR,
við DV í gær.
Monique er einn besti leikmað-
ur sem leikið hefur í íslensku deild-
inni. Algjör gullmoli, segir Jóhann-
es. „Hæfileikalega séð er Monique
með þeim bestu sem hafa spilað á
íslandi. Þegar þú ferð að leita þér að
Candace Futrell Hefur leikið
með stórum liðum í Evrópu.
leikmanni vonastu til að detta inn á
svona gullmola eins og Monique er
en það gerist nú ekki nema í eitt skipti
I
af hundrað kannski. Við verðum bara
að vona að Candace sé jafngóð eða
betri," segir Jóhannes. tomas@dv.ii
Reid stefnlr á Evrópusaeti
Andy Reid sem Roy Keane, stjóri
Sunderland, keypti á dögunum stefnir
að því að komast á topp ensku
úrvalsdeildar-
innarmeð
liðinu. Hann
segir félagið
vera risastórt og
hann hafi hug á
því að koma
liðinu í
Evrópukeppni.
Hann segir að
félagið sé stærra
en flest þau félög sem stefni að því að
ná Evrópusæti á þessari leiktið.
„Ég kom ekki til félagsins til þess að
vera í fallbaráttu á hverju ári. Ýmis
félög um miðja deild eru að reyna að
komast í Evrópukeppni og (sannleika
sagt eru þau ekki jafnstór félög og
Sunderland.
Keane er metnaðarfullur þjálfari og
hann langar að standa sig hjá
félaginu.„Ef við náðum að halda okkur
í deildinni á þessari leiktíð verðum við
enn sterkari á næstu árum."
Lampard gæti neytt
Chelsea í sölu
Barcelona gæti keypt Frank Lampart
í sumar fyrir eins lítið og sjö milljónir
punda ef leikmaðurinn ákveður að
beita fyrir sig nýrri reglu sem Fifa
samþykkti á dögunum. Lampart sást í
vikunni vera að leita sér að húsi í
Barcelona og
hinn 29 ára
leikmaðurer
talinn vilja
breyta til undir
lokferilsins.
FIFA-reglan
segiraðef
leikmaður vilji
geti hann neytt
félagið til þess
að samþykkja tilboð sem hljóðar upp
á sömu upphæð og eftir er af
samningnum hans. Heimildamenn
segja að hugmyndina að kaupunum
eigi Jose Mourinho en þrálátur
orðrómur er uppi um að hann taki við
á Nou Camp á næstu leiktíð.
Jenas þakkar Ramos fyrir
Jermaine Jenas hefur gengið (
endurnýjun lífdaga undir stjórn
Juandes Ramos framkvæmdastjóra.
Jenas skoraði annað mark Englend-
inga í 2-1
sigurleikgegn
Sviss á
dögunum. En
hann hafði ekki
leikið lengi í
byrjunarliði hjá
Englandi.„Ég
hefbeðiðí
lengri tíma eftir
þvi að fá
tækifæri í byrjunarliðinu. Mér líður vel
og finnst ég spila vel. Sjálfstraustið er (
botni hjá liðinu og Ramos hefur
einbeitt sér að því að bæta samheldn-
ina hjá leikmönnum/'segir Jenas.
Hann hefur aukið sóknarhlutverk hjá
félaginu og nýtur þess.„Miðjumenn í
dag þurfa að geta varist og sótt, en
það krefst mikillar orku. Því þarf ég að
velja hlaup mín beturfram á við."
Aliadiere ekki hraeddur um
sina stöðu
Jeremie Aliadiere segir að stemning-
in (Boro sé mun betri eftir að Afonso
Alves kom til félagsins. Boro keypti
Brassanná 12
milljónirpunda,
rúmlega 1.600
milljónir króna
frá Heerenveen
og kom hann
inn á (sigri Boro
á Fulham um
helgina.„Koma
hans hleypti
nýju blóði í
liðið. Vitandi að heimsklassaleikmað-
ur væri að koma til liðsins var
mikilvægt fyrir alla (félaginu. Þetta
sannfærði okkur um að við getum
gert betur en við höfum sýnt það sem
af ertímabilinu. En ég erekki
hræddur um mína stöðu (liðinu. Ég
get spilað við hliðina á hverjum sem
er og við getum bætt hvor annan
upp. Hann er meiri markaskorari en
ég en ég getfært honum boltann því
ég eröðruvísi leikmaður. Hann er
búinn að vera hér í nokkra daga og
það sem ég hef séð af honum er mjög
gott. Ég er viss um aö við munum ná
vel saman."