Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR SJÖUNDI ÆFINGALEIKURINN Knattspyrnusamband Islands tilkynnti í gær að það hefði komist að samkomulagi við Knattspyrnu- samband Aserbaidsjan að þjóðirnar munu leika Iandsleik20. ágúst í ár. Leikurinn verður á Laugardals- velli. Þjóðirnar hafa ekki mæst áðurílandsleik. Þetta er sjöundi æfingaleikurinn sem Ólafur Jóhannesson fær sem landsliðsþjálf- ari. Leiknir voru þrír leikir á æfingamóti á Möltu og (mánuðinum mætir landsliðið Færeyjum hér heima. Fyrir utan leikinn við Aserbafdjan mun fslenska liðið einnig leika við Slóvakíu ytra og svo Wales hér heima 28. maf. HERMANN (LIÐIVIKUNNAR Fréttastofa Sky Sports valdi Hermann Hreiðarsson (lið vikunnar fyrir frammistöðu hansgegn Bolton um helgina. Hermann, sem hefur leikið mestmegnis sem bakvörðurá leiktfðinni, var í miðverðinum gegn Bolton og stóö sig frábærlega. Portsmouth varðist nánast allan tfmann og var mikið um aö vera hjá Hermanni í vörninni sem komst vel frá sínu og rúmlega það. Ekki nóg með aö hann spilaði vel heldur bjargaði Hermann þvf (eitt skiptið að Portsmouth fengi á sig mark þegar hann hreinsaði knöttinn af marklfnunni. FASTNÚMERAKERFIITVEIMUR ÖÐRUM DEILDUM Hiö vinsæla fastnúmerakerfi sem hefur aðeins verið á f Landsbanka- deild karla mun nú færa út kvfarnar. Á 62. landsþingi KSf var það samþykkt að fastnúmerakerfi yrði komið á í Landsbanka- deild kvenna og l.deild karla. Það þýðir að leikmenn geta valið sér númerfrá 1-30 og verða þau númer skráð inn í kerfl Knattspyrnusam- bands Isiands. Ekki er heimilt að breyta númerum á meðan á leiktfð stendur en leyfilegt er að bæta við leikmönnum (ný númer sé félagaskiptaglugginn opinn. ÍDAG 14:40 BOLTON - PORTSMOUTH 16:20 ASTON VILLA- NEWCASTLE 18:00 PREMIER LEAGUE WORLD Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. Leikmenn heimsóttir, gömlu stjörnurnar leitaðar uppi og svipmyndiraf æðinu fyrir enska boltanum um lieim allan. 18:30 COCA COLA MÖRKIN Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í leikjum síðustu umferðar i Coca Cola deildinni. 19:00 MAN. UTD - MAN. CITY Útsending frá leik Man. Utd og Man. City i ensku úrvalsdeildinni. 20:40 CHELSEA - LIVERPOOL Útsending frá leik Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. 22:20 ENGLISH PREMIER LEAGUE Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum. Viðbrögð þjálfara, stuðningsmanna og sérfræð- inga. 23:15 EVERTON - READING Hver er Sveinn Elías Elíasson? „Iþróttamaður." að komast í urslit a EM U19 ára og yngri." Eftirminnilegasta stund í einkalífinu? „Það er svo mikið að það dettur úr manni þegar maður fer að hugsa svo langt." Átt þú þér áhugamál utan íþróttanna? „Það eru bílar og aðallega sportbíl- Manst þú eftir vandræðalegu atviki í keppni? „Það var nú ansi vandræðalegt þeg- ar ég hitti ekki á dýnuna í stangar- stökki á einhverju Norðurlanda- móti í tugþraut. Ég var að reyna að stökkva yfir þrjá metra og fóryfir en lenti á steypunni við hliðina á dýn- unni og rófubeinsbrotnaði. Svo hef ég líka handleggsbrotnað í lang- stökki." Manst þú eftir vandræðalegu atviki utan keppni? „Það er örugglega fullt. Man ekki eft- ir neinu eins og er.“ Uppáhaldsbíómynd? „Ætli það séu ekki Fast and Furios- bílamyndirnar og svo 300." Uppáhaldsleikari? „1 rauninni enginn en ég get svo sem sagt Tom Cruise." Uppáhaidshljómsveit eða tónlistarmaður? „Ætli það sé ekki Timberland." Fylgist þú með öðrum íþrótt- um en frjálsum íþróttum? „Ég horfi á handbolta í sjónvarpinu en það er ekki mikið meira en það. Ég fylgist samt alltaf með frjálsum og hef gert það alveg síðan ég var smákrakki." Hvar slakar þú á? „Úti í bíl að horfa á DVD-mynd." Eftirminnilegasta stund á íþróttaferlinum? „Þegar ég keppti á smáþjóðaleik- unum og var varamaður í 400m grindahlaupi. Sá sem átti svo að hlaupa meiddist og ég þurfti að hlaupa fyrir hann en ég hafði aldrei snert grindahlaup áður. Það er mjög erfitt að hlaupa 400m grindahlaup því þú þarft að taka ákveðin skref til að stökkva yfir grindurnar. Ég hljóp bara eitthvað og tiplaði á tám áður en ég kom að grindunum og stökk stundumyfir grindurnar af þrem- ur metrum. En þrátt fýrir þetta allt vann ég hlaupið og er smjáþjóða- leikameistari í 400m grind. Eg hafði aldrei prófað þetta áður en tím- inn sem ég náði dugði samt til þess Datt þér í hug að þú gætir slegið fslandsmetið um helgina í því ástandi sem þú varst? „Ég var ekkert að spá í þetta mót. Ég átti ekkert að fá að keppa á mótinu og ætlaði mér því ekkert að gera það. Tveimur dögum fýrir mótið fór ég til sjúkraþjálfara sem er fýrrver- andi spretthlaupari og þekkir svona meiðsli vel. Hann sagði að ég mætti keppa en einungis í 400m til þess eins að vinna. Ég átti bara að skokka þetta á svona 49 til 50 sekúndum til að sigra, ekki vera neitt að taka 100% á því. Ég hafði farið að sofa mjög seint alla vikuna enda ætlaði ég ekkert að keppa þarna og var ekkert að spá í það. Eg var engan veginn undirbúinn fyrir mótið og fann fyrir miklum krömpum í hlaupinu sjálfu. Þegar sá sem var í öðru sæti var farinn að nálg- ast mig þurfti ég að gefa í inn í beygjuna og þá fann ég fýrir miklum krampa en náði að klára þetta. Þegar ég leit svo á klukkuna og sá tímann varð ég mjög hissa." Hversu hratt getur þú hlaupið400m í góðu formi? „Ég held að ég ætti að geta hlaupið það á 47,5 ogjafnvel undir því ef ég er bjartsýnn eins og ég er oftast." 7.300 stigum og endaði í 10. sæti þar. Ég stefni á að ná 8.000 stigum í sum- ar. Það er al- veg miklum mun meira en ég hef náð en ef ég næ því kemur það mér í verðlauna- sæti. Sá sem vann síðast rétt skreið yfir 8.000 stig þannig að ef ég næ því gæti ég unnið og ég stefni bara á sigur." tomas@dv.is Hver eru markmiðin hjá. þér fyrir árið 2008? „Aðalmarkmiðið er að keppa í tugþraut á heimsmeistaramótinu fyrir 19 ára og yngri. Ég keppti í tugþraut á Evr- ópumeistaramótinu fyrir sama aldursflokk í fyrra og náði tæpum 'ELGAdimm^ hetiJhJ E"'aSson^ þ*ZeZnnarhjáDV ingsLalT ndirbún- hi^ZÍl2Z00m Fannar Ólafsson, miðherji úr KR, á við meiðsl í hásin og hné að stríða: Fannarfrá fram að úrslitakeppni? Fannar Ólafsson, miðherji KR í körfubolta, gæti þurft að hvíla fram að úrslitakeppni í von um að verða góður af meiðslum sem hafa hrjáð hann að undanfömu í hné og hásin. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, segir slæmt að missa Fannar og gerir ekki ráð fyrir honum fyrr en í úrslita- keppni þótt hann vonist eftir því að Fannar verði klár fýrr. „Það er ómögu- legt að segja hvenær hann fer af stað aftur. Meiðslin em mjög erfið og þeg- ar hásin á í hlut veit maður ekkert hve menn era lengi að jafna sig. Fannar hefur eldd spilað í um einn og hálfan mánuð en nú er útlit fýrir að hann verði lengur ffá. Núna horfir svo við að hann verði tilbúinn fyrir úrslita- keppnina. Við verðum að passa upp á það að setja hann ekki of snemma af stað,“ segir Benedikt. Fannar er bjartsýnn en veit að langt er í að hann geti beitt sér að fullu. „Kannski er engin ástæða til þess að vera að flýta sér um of aftur á völlinn úr því við vinnum leikina," segir Fannar í gamansömum tóni. „Vonandi næ ég einhverjum leikj- um fyrir úrslitakeppnina því þú þarft að komast í leikform áður en þú tekur þátt í hraðanum sem er þar. Eg er far- inn að æfa, en það er bara í rólegheit- um til að byrja með." Fannar segir að meiðsli hafi hrjáð hann um nokkurt skeið áður en hann ákvað að taka sér hvíld. „Ég spilaði bara á hálfum hraða því ég gat ekk- ert beitt mér að fullu. Núna er ég hjá þýskum styrktarþjálfara og lækni sem sérhæfir sig í íþróttameiðslum. Ég er í stífu lyftingaprógrammi til þess að reyna að taka álag af hnénu. Samhliða þessu er ég að byrja að skokka," seg- ir Fannar Ólafsson, miðherji körfu- knattleiksliðs KR. vidar@dv.is Fannar Ólafsson Fyrirliði KR gæti orðið frá vegna meiðsla fram að úrslitakeppni. ■ I m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.