Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 Fókus DV ÍKVÖLD HEIMSMET FÁVITINNIBÆJARBÍÓI Kvikmyndasafn [slands sýnir myndina Fávitann í leikstjórn Rússans IVAN PYRJEV í Bæjarbíói í kvöld. Myndin, sem er frá árinu 1958, er gerð eftir samnefndri skáldsögu FJ0D0RS DOSTOJEVSKÍ en aðalpersónan, Myshkin fursti, er einn frægasti kristsgervingur bókmenntasögunnar og kannski geðfelldasta sögupersóna Dostojevskls. Sýningin hefst klukkan 20 og er miðaverð 500 KRÓNUR. Þjóðlagarokk Tónlistarfólkið Rúnar og Elín spilar á Organ í kvöld klukkan 22. Um er að ræða nokkurs konar „folk rock"- tónlist, sem gæti útlagst sem þjóð- lagarokk, og er samsett af kassagítar, tveimur röddum og fiðlu sem Berg- ljót Hjartardóttir spilar á. Síðastliðin þrjú ár hafa Rúnar og Elín dvalið í Kína og flutt tónlist sína fyrir þús- undir þarlendra. Þessa dagana eru þau að leggja lokahönd á nýjustu plötuna sína, The Long Road Home, og verður efni hennar flutt í fyrsta sinn á íslandi á Organ í kvöld. Rithöfundur velur málverk Myndlistarsýningin Ljósbrot var opnuð í Artóteki Borgarbókasafns á 1. hæð Grófarhúss um nýliðna helgi. Á sýningunni eru listaverk sem Kristín Marja Baldursdótt- ir rithöfundur valdi eftir lista- menn í Artótekinu. Kristín Marja er landskunn fyrir ritstörf sín og hefur meðal annars verið gerð kvikmynd eftir bók hennar Máva- hlátri. Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Aðalheiður Val- geirsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Bryndís Brynjarsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Valgerður Hauksdóttir. Sýningin stendur til 9. mars. ívanov framlengdur Vegna mikillar aðsóknar hefur ver- ið ákveðið að framlengja sýninga- tímabilið á fvanov eftir Tsjekhov í leikgerð Baltasars Kormáks á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Sýningin er orðin ein vinsælasta Tsjekhov-sýn- ingin í íslensku leikhúsi frá upphafi en þegar hafa um átta þúsund gestir séð sýninguna. Fyrir löngu er orðið uppselt á allar sýningar í febrúar en áætlað var að sýningum lyki 24. febrúar. Bætt verður við aukasýn- ingum í mars og er áhugasömum bent á að tryggja sér miða í tíma á vef leikhússins eða með því að hafa samband við miðasölu. Það eru fáar persónur í kvikmynda- sögunni sem hafa náð jafnmiklum vinsældum og hinn grjótharði Rambo. Ég held að það sé óhætt að segja að John Rambo sé frægasta stríðshetja hvíta tjaldsins fyrr og síðar og það var því með mikilli eftir- væntingu sem ég lagði leið mína í Laugarásbíó á sunnudaginn var. Sylvester Stallone, sem leikur að sjálfsögðu Rambo, leikstýrir þess- ari fjórðu mynd um kappann sjálf- ur. Rambo hefur legið í dvala allt frá Rambo III árið 1988 þegar hann barðist gegn Rússunum í Afganist- an. Nú, 20 árum síðar, er Rambo staddur í Taílandi þar sem hann lifir fábrotnu lífi í einsemd. Hópur trúboða sem er á ferð um svæðið leitar til Rambo eftir hjálp með að komast inn í Búrma en hann vill ekkert með það hafa. Rambo varar trúboðana við því hræðilega ástandi sem ríki í Búrma og reynir að fá þá til að snúa aftur heim. Þar slátrar herinn fólki Keran-þjóðflokksins miskunnarlaust til að reyna að ná til frelsisbaráttuhermanna. Þegar Sarah nokkur sem er leikin af Julie Benz sannfærir Rambo um að þau fari sama hvað. gerist ákveður hann að sigla með þau upp ána. Það er skemmst frá því að segja að það endar ekki vel og Rambo neyðist til að snúa aftur til að bjarga þeim sem eftir eru. Árið 1990 staðfesti Guinness að Rambo III væri ofbeldisfyllsta mynd til þess tíma og ég held að það met hafi nú verið slegið. Rambo- myndirnar áttu einnig metið sem ofbeldisfyllsta myndaröðin með 2,59 morð á mínútu samanlagt. Ætli sú tala sé ekki komin upp í 5 morð á mínútu. Stríðssenurnar í myndinni eru ótrúlega kraftmiklar og blóðugar. Ekki nóg með það heldur eru þær góðar. Spennan og blóðbaðið eru hreint ótrúleg á köflum og maður trúir því varla að hægt sé að sýna svona marga deyja á jafnskömmum tíma og raun ber vitni. Hvorki handrit myndarinnar né leikarar hennar munu vinna til neinna verðlauna en hún stendur fyrir sínu. Þetta er bara Rambo- mynd og hún skilar nákvæmlega því sem slík mynd á að skila. Blóðbaði og einum eitilhörðum Sly Stallone. Það Harðasti maður f heimi Það er enginn meiri nagli en John Rambo! RAMBO ★★★ LEIKSTJÓRN: Sylvester Stallone AÐALHLUTVERK: Sylvester Stallone, Julie Benz, Paul Schulze, Matthew Marsden, Graham McTavish. Rambo erhröð og öflug stíðsmynd þar sem vélbyssan erlátin tala I stað orða. BIODOMUR er ekki beint farið djúpt í persónu Rambos enda er hann ekki mjög flókinn gæi. Stallone reynir hins vegar að sýna áhorfandanum hversu þjakaður af samviskubiti Rambo er eftir öll morðin en á sama tíma að það sé nákvæmlega það sem hann er. Hreinræktuð stríðsvél og morðingi. Orðrómur er uppi um Rambó fimm og að hún eigi að gerast í Afríku. Ég vona svo sannarlega að við fáum að sjá massaða gamalmennið í hlutverki Rambos enn á ný. Ásgeir Jónsson í SKYNDI RAUÐA MYLLAN ROKKAR! Persónulega finnst mér einstaklega erfitt að ætla að fara eitthvert og fá mér að borða í Reykjavík. Heiðarlegan og góðan hádegis- eða kvöldmat í ódýrari kantinum er undarlega erfitt að finna í höfuðborginni. Meira að segja það að ætla bara að fá sér virkilega góða pitsu sem kostar ekki þrjú þúsund og fimm hundruð krónum er þrautin þyngri. Nú hef ég hins vegar fundið mér minn uppáhaldsstað. Það fer ekki mikið fyrir kaffihúsinu/pitseríunni Moulin Rouge á Skólavörðustíg 14 og í rauninni labbaði ég þar framhjá á hverjum degi án þess að það hvarflaði að mér að fara þangað inn. Þegar ég loksins villtist þangað inn í örvæntingarfullri leit minni að einhverju ætilegu, fékk ég eina bestu pitsu sem ég hef lengi bragðað á íslandi. Stökkur botn, djúsí sósa og brakandi ferskt grænmeti einkenndu þessa fyrstu upplifun mína af Moulin Rouge. Ég hef nokkrum sinnum bæði sótt pitsu þar og borðað á staðnum og aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Það er alltaf mjög snyrtilegt inni á staðnum og huggulegt að sitja þar, þjónustan er góð og tónlistin ljúf. Verðið er betra en á mörgum öðrum stöðum með miklu verri mat (verðið á pitsunum er frá rúmlega þúsund krónum upp í tæplega tvö þúsund og fimm hundruð krónur) og ég sannfærðist endanlega um að þetta væri orðið uppáhaldsstaðurinn minn þegar ég fór þangað um síðustu helgi. Matseðillinn hefur stækkað, nú er einnig boðið upp á speltpitsur fyrir þá sem það kjósa, gómsæt salöt og dýrindis pönnukökur í eftirmat. Það er reyndar ekki selt áfengi á Moulin Rouge sem gæti verið galli fyrir þá sem það kjósa á laugardagskvöldi en ég er allavega alveg til í að fórna hvítvínsglasinu fyrir heiðarlegan, vel gerðan mat eins og er boðið upp á á Moulin Rouge. KRISTA HALL fór ó Moulin Rouge HRAÐl: ★★ VEITINGAR VIÐMÓT: UMHVERFI:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.