Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST ÍVIKUNNI BÖRÐUSTTIL AÐ FRELSA STELPUNA 0 Feðgarnir Svavar Guðna- son og Daníel Öm, sonur hans, fóm til Danmerk- ur til að sækja Litlu systur Daníels þar sem þeir óttast um velferð stúlkunnar hjá móður sinni. Ferðin gekk ekki áfallalaust og kom til slagsmála milli feðg- anna og Millers Jansen, sambýl- ismanns móðurinnar, Elsu Jóns- dóttur. Systir Elsu hefur forræði yfir stúlkunni en Elsa segir ekki koma til greina að senda dótt- urina aftur til Islands. Feðgarnir hafa áhyggjur af óreglu á heim- ilinu. Elsa þvertekur íyrir slíkt en viðurkennir að sambýlismaður hennar reyki kannabis að stað- aldri og sé á Contalgin vegna mikils sársauka. KYNÞATTAOFBELD na»KiFiiR DVl; ' j OWMMCMMmHMU heimskur eðafAv/s ISIENSKIH FEÐGAR HANDIEKNIR íOANMÖRKU EYRIR ArAS BÖRÐUSTTIL AÐFRELS HUNDARNIR OF STORIR HUNDARNIRO STÓRIR FYRI SÉRHANNAÐ LÖ6REGLUBI Lögreglan á höfiið- borgarsvæðinu er í vandræðum vegna þess hversu stórir sumir fíkniefnaleit- arhundar hennar em. Umhverfisstofnun tók aðbúnað hundanna út að beiðni rík- islögreglustjóraembætdsins og hvatti til þess að hundarn- ir yrðu ekki fluttir í bílunum. Ástæðan er sú að ekki komast fyrir nógu stór búr í bílunum til að schaeffer-hundar geti staðið uppréttir íþeim. „Ég hafði aldrei heyrt þetta fyrr en nýlega að bíllinn væri of lítill fýrir hundana okkar," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfttðborgarsvæðinu, sem undrast að ríkislögreglustjóri hafi innkallað sérhannaðan bíl lögreglunnar fýrir flutning fíkniefnahunda. STULKA BARÐISNIGIL Drukkin unglingsstúlka ££ ;>J| réðst á gæslukonu á skóla- j balli Menntaskólans við (; Sund sem haldið var á Gauki á Stöng síðastliðinn x*-*t*a»ía fimmtudag. Stúlkan kýldi konuna með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á andliti og þurfti að leita sér aðhlynningar. Gæslukonan hefur kært atvikið til lögreglu, hún er í Sniglunum, bif- hjólasamtökum lýðveldisins, sem sáu um gæslu á ballinu. Garðar Ingi Steinsson, gæslustjóri hjá Sniglunum, segir Sniglana verða vara við hugarfarsbreytingu hjá ungu fólki þegar kemur að hegðun á skólaböllum. „Svo virðist sem krakkamir séu frekar tilbúnir til þess að taka sénsinn og sjá hvað þeir komast upp með." Nýtt í Voguelbutabaer.is Selfossi ‘wm W .01 *■ | , V I W ■ r '» P Yfir 200 sortír af svarovski hringum, eyrnalokkum og hálsmcnum á mjög góöu veröi hringar á kr. 5.200,- stk. Nýkomnar countryvörur t.d. fallegir lampar einnig erum við með fataefni, gardínuefni og bútasaumsefni. Vogue Selfossi • Eyravegur 15 • 800 Selfoss • Sfmi 4822930 • butabaer@simnet.is HITTMÁLIÐ Hart er lagt að Rögnu Aðalsteinsdóttur á Lauga- bóli í Súðavíkurhreppi að leggja fram teikningar af laugarhúsi á jörð hennar. Ella verði kofinn jafnaður við jörðu. Ragna segist ekki ætla að skríða undir fæturna á sveitarstjórninni. Baðhús hafi verið við laugina um aldaskeið, enda sé um landnámsjörð að ræða. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri segir að heimild sé til þess að beita hörðu. SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON I L- blcidcimadur skiifar: sigtryggur^dv.is „Ef maður ekki má lengur nokkurn skapaðan hlut á sinni eigin jörð, þá er ég bara farin. Þeir geta átt sig þessir karlar," segir Ragna Að- alsteinsdóttir, bóndi á Laugabóli í Súðavíkurhreppi við Isafjarðardjúp. Ragna segir sveitarstjórann, Ómar Má Jónsson, og byggingarfulltrúa hreppsins, Árna Traustason, fara gegn sér með miklu offorsi vegna laugarhúss sem byggt var utan um heita laug að Laugabóli og krefjast þess að kofinn verði jafnaður við jörðu. „Það hafa staðið kofar við þessa laug í sjálfsagt tvö hundruð ár," seg- ir Ragna. „Þetta er landnámsjörð, þannig að það þarf engum að koma á óvart að hér standi kofi." Brunahætta af steypu og vatni Sonur Rögnu, sem er húsasmið- ur, aðstoðaði hana við að rífa gaml- an kofa við laugina, sem var úr sér genginn. Hann reisti svo nýjan kofa, sem í þetta skiptið er reistur með steyptum boga. „Það er hvorki nagli né spýta í þessum kofa," segir Ragna. „Menn tala jafnvel um að það sé eld- „Menn tala jafnvel um að það sé eldhætta af kofanum. Ég veitekki hvort ætti frekar að brenna, steinsteypan eða vatnið." hætta af kofanum. Ég veit ekki hvort ætti frekar að brenna, steinsteypan eða vatnið," bætir hún við. Ragna segir að kofinn á undan þeim nýja og umdeilda hafi ver- ið úr spýtum og blikki og hafi verið ansi slappur orðinn. Sá sem var þar á undan hafi verið úr torfi og grjóti samkvæmt gömlum íslenskum sið. „Nú taka þeir upp á því að hóta mér að rífa þetta og beita því jafnvel fyr- ir sig að kofinn sé of nálægt næsta íbúðarhúsi. Það eru 250 metrar í næsta hús." Mega beita hörðu Omar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, segir að vissulega sé það alveg skýrt í reglugerðinni að hægt sé að beita hörðum úrræðum ef fólk sæki ekki leyfi fyrir þeim byggingum sem það reisir. „Við höfum verið að taka á þessum málum hérna í dreif- býiinu og verðum að reyna að hafa þessa hluti á hreinu," segir Ómar. Hann segir að allir þurfi að hlíta sömu lögum og reglum í þessum efnum. „Þegar byggingar hafa ver- ið reistar án tilskilinna leyfa höfum við venjulega farið fram á að fólk af- hendi okkur teikningar og þá höfum við undantekningarlaust afgreitt leyfin," segir Ómar og bætir við að sveitarstjórnin vilji komast hjá har- kalegum aðgerðum í lengstu lög. Þeir mega eiga sig „Ég bý í sjötíu til áttatíu ára gömlu íbúðarhúsi á jörðinni minni og þar inni er ekki um neitt raun- verulegt bað að ræða. Þess vegna hafa allir hér notast við laugina til þess að baða sig," segir Ragna. Hún segir að inni í skúrnum sé ekkert annað að finna en venjulegt baðkar sem sífellt renni í gegnum ylvolgt vatnið. „Það er með öllu útilokað að ég fari að skríða undir lappirnar á þessum körlum. Fyrr flyt ég úr sveit- inni. Ég hef búið hér um langt ára- bil og upplifði það meðal annars að missa dóttur mína og dótturdóttur í snjóflóði. Hvað gerði hreppurinn þá? Allar eigur þeirra voru teknar saman og settar í haug og brenndar. Þeir mega hreinlega eiga sig."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.