Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Fréttir l.. SWDKOIÍX ■ Almannatengillinn Ómar R. Valdimarsson er orðinn einn eftirsóttasti talsmaður landsins. Framkvæmdaglaðir Vestfirðingar hafa nú séð sér leik á borði og vilja fá Ómar sem talsmann olíuhreinsi- stöðvar þar vestra. Ómar er erf- iðum verk- efnum að góðu kunnur enda hefur hann staðið í ströngu sem talsmað- ur ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo um árabil. Það var ekki auðvelt verk eins og gefur að skilja en olíufurstum hefur greinilega líkað starfshættir Ómars sem er formaður Al- mannatengslafélags Islands. ■ Margir hafa brosað í kamp- inn yfir því hve erflðlega geng- ur að ráða næsta landsliðs- þjálfara í handbolta. Enginn vill starfið, fjórir hafa sagt nei, nú síðast Aron Kristjáns- son, þjálf- ari Hauka. Viggó nokkur Sigurðsson er sagður reiðubú- inn til að taka starfið að sér og eru fjölmiðlamenn mishrifnir af því. Henry Birgir Gunn- arsson, íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu, myndi tæpast stökkva hæð sína í loft upp ef Viggó yrði ráðinn. Þeir félag- ar elduðu grátt silfur á árum áður og vildi Viggó að HSÍ ræki Henry frá Fréttablaðinu á sín- um tíma, hvernig svo sem það ætti að hafa gengið. ■ Steingrími Sævari Ólafs- syni hefur ekki tekist að lyfta grettistaki í áhorfi á fréttir Stöðv- ar 2 eins og hann gaf fögur fyr- irheit um þegar hann tók við starfi fréttastjóra stöðvarinnar síöasta sum- ar. Capacent Gallup birtir nú vikulegar áhorfstölur á heima- sfðu sinni. Vikuna 11. til 17. febrúar mældist áhorf Stöðv- ar 2 um 23 prósent. Fréttir Sjónvarpsins hafa um tvöfalt áhorf Stöðvar 2 eða tæplega 44 prósent. Steingrímur er varla ánægður með þessar tölur og mætti því spyrja sig hvort hann eigi svör við þessum tölum. ■ Konur hafa lengi þurft að sitja undir þeirri ásökun að geta ekki bakkað í stæði. Kostulegt myndband sem sandkornsritari rakst á á net- inu á dögunum er ekki beint til þess fallið að hrekja þessa „þjóðsögu". Þar nær ónefnd- ur myndatökumaður, líklega ítalskur ef marka má tungu- málið sem hann talar, mynd af því þegar kona nokkur reynir að leggja í stæði. Aðfarirnar standa í heilar fjórar mínút- ur áður en konan gefst upp en þá er hún búin að nudda sér utan í bæði bílinn fyrir fram- an og þann fyrir aftan. Til að gera þetta enn fyndnara bölvar konan reglulega hástöfum út um bílstjóragluggann. Henni til varnar, ef vörn skal kalla, má geta þess að stæðið sem hún reyndi að leggja í var eiginlega jafnlangt og bíllinn hennar og því nánast eðlisfræðilega ómögulegt að ná takmarkinu. Slóðin er http://www.koreus. com/video/femme-garer-voit- ure.html. * Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir feröaðist allra ráðherra mest á síðasta ári, alls 43 daga. Björn Bjarnason, Ingibjörg Sólrún, Geir H. Haarde og Einar K. Guðfinnsson ferðuðust öll 40 daga eða meira. Jóhanna Sigurðardóttir var einungis 7 daga erlendis í embættiserindum á síðasta ári. ÞORGERÐURER FERÐAGLOÐUST v Þorgerður Katrín y Var ferðaglaðasti ráðherra síðasta árs. y BALDUR GUÐMUNDSSON bladamadur skrifar: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var ferðaglað- asti ráðherrann í fyrra. Hún var er- lendis 43 daga, að ferðadögum með- töldum. Fast á hæla hennar fylgdi dómsmálaráðherrann Björn Bjarna- son en hann var erlendis 42 daga á síðasta ári. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávar- og landbúnað- arráðherra og Geir H. Haarde for- sætisráðherra voru hvert um sig 40 daga erlendis í embættiserindum á síðasta ári. Þessir ráðherrar ferðuð- ust áberandi mest árið 2007. Minnst ferðaðist Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra. Hún var 7 daga erlendis en forveri henn- ar, Magnús Stefánsson, hafði dvalið 12 daga í útlöndum þegar Jóhanna tók við af honum í lok maí. Krist- ján L. Möller samgönguráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra voru hvor um sig 9 daga erlendis frá því þeir urðu ráðherrar í lok maí. Eðlilegar skýringar „Þessar tölur eru lægri en ég hefði getið mér til um," segir stjómmála- fræðingurinn Einar Mar Þórðarson þegar hann er spurður álits á fjölda ferðadaga ráðherranna. „Þorgerður Katrín hefur sem menntamálaráð- herra ákveðnum skyldum að gegna erlendis, sérstaklega gagnvart ís- lenskri menningu sem verið er að kynna úti. Það skýrir eflaust hluta af hennar ferðadögum. Nú er til dæmis verið að opna menningarviku í Bms- sel og ég geri ráð fyrir að hún og fleiri ráðherrar verði þar," segir Einar Mar. Björn Bjarnason var 42 daga er- lendis í fyrra. Einar segir það ekki koma sér á óvart. __ „Björn er yfirmaður Schengen- samstarfsins auk þess sem hann er nokkurs konar öryggismálaráðherra landsins. Það voru miklar hræring- ar í varnarmálum á árinu og ísland tók upp samband við ný lönd I þeim málaflokki. Þessir 42 dagar Björns held ég að eigi sér eðlilegar skjhing- ar þrátt fyrir að þetta hafi verið kosn- ingaár" segir hann. Sjaldnast skemmtiferðir Einar Mar telur að ráðherrar ferð- ist ekki meira en þörf krefur. „Ég hef það á tilfinningunni að reyndir ráð- herrar leiki sér ekki að því að vera í útlöndum. Þetta eru nú sjaldn- ast einhverjar skemmtiferðir," segir hann en bætir við að flestir ráðherr- ar hafi væntanlega stillt árinu þannig upp að þeir gætu beitt sér af krafti í kosningabaráttunni sem var síðasta vor. Margir nýir ráðherrar tóku við embætti á síðasta ári. Einar segir að þeir sem komu nýir inn hafi ef- laust viljað koma sér vel inn í mál- efni ráðuneytanna áður en þeir færu mikið utan. Spurður um þá ráðherra sem minnst ferðuðust segir Einar. „Þeir sem minnst ferðuð- ust eiga það sameigin- legt að stjórna ráðu- neymm sem krefjast allajafna ekki mik- illa ferðalaga út fyr- ir landsteinana, sér í lagi félags- og sam- gönguráðuneyti. Þetta kemur mér því ekki á óvart," segir Einar Mar. Um 9 milljónir í dagpeninga Heildarfjöldi ferða- daga ráðherranna tólf á síðasta ári var 325. Nærri lætur því að einn ráðherra sé erlendis alla daga árs- ins. Dagpening- ar ráðherra og annarra ríkisstarfs- manna skiptast í fjóra flokka, eins og sjá má í töflu hér til hliðar. í fyrsta flokki gera heildardagpeningar, fyr- ir gistingu og annað samtals 33.350 krónur á núverandi gengi SDR, SDR er reiknieining sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn notar. Dagpening- ar skiptast í fjóra flokka en þá má sjá hér til hliðar. Þeir ráðherrar sem ferðast til landa í fjórða flokki fá 22.235 krónur eins og gengið er í dag. Miðað við núver- andi gengi má því gera ráð fyrir að ráðherrar hafi fengið tæpar níu milljónir í dagpen- inga samanlagt. Það eru áætlaðar tölur út frá meðalupphæð dag- peninga sem ráðherrar eiga rétt á þegar þeir fara af landi brott í embættiser- indum. Einar Mar segir þetta ekki óeðlilega háar greiðslur. „Ég held að dagpeningar skipti litlu máli fyrir buddur ráð- herra og séu aðeins «£, eðlilegur kostn- — aður sem fylgir því að senda ráðherra til útlanda. Stór ' hluti af þess- um greiðsl- um gengur beint upp í hótelkostn- að og fæði. íslend- ingar eru fullgilt ríki á alþjóðlegum vettvangi og sam- band okkar við önnur lönd er okkur afar mikilvægt. Ég held því að þessar greiðslur séu alls ekki of háar. Það má ekki gleyma því að flestir ráðherrar eiga fjölskyldur og þurfa oft á tíðum að eyða miklum tíma fjarri fjölskyld- um sínum." Björn Bjarnason Var 42 daga erlendis mf á siðasta ári. mm W- *HH w— r ^ „Ég hefþað á tilfinningunni að reyndir ráðherrar leiki sér ekki að !!! *.*>>* því að vera í útlöndum. Þetta eru nú sjaldnast einhverjar skemmtiferðir." Jóhanna Sigurðardóttir Einbeitti sér að málefnum hei fyrir. Var aðeins 7 daga erlend
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.