Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Page 13
ÐV Helgarblað FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 13 DAVÍÐ ODDSSON Fæddist 17.janúar 1948. Þorsteinn er einkasonur þeirra hjóna Davíðs og Ástríðar Thorarensen. Hjónin kynntust fyr- ir utan skemmtistaðinn Glaumbæ aðfaranótt 5. janúar 1969, hann 21 árs og hún 17 ára, og varð Davíð þá þegar ljóst að Ástríður yrði kona hans. Þau trúlofuðu sig 10 mánuðum síðar og giftust tæpu ári eftir það, 5. september 1970. Alla tíð hafa þau verið afar samrýnd og hún ávallt veitt manni sínum mikinn stuðning. Davíð orti síðar ljóð um þeirra fyrsm kynni, Við Reykjavíkurtjöm, og gerði Gunnar Þórðar- son síðar vinsælt lag við ljóð Davíðs. „Það á við um Davíð að hann er óvenjuvel giftur og það var gifta hans í stjórnmálunum að eiga Ástríði sem bakhjarl," segir Halldór Blöndal, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Grunnurinn lagður Davíð hóf lögfræðinám við Háskóla íslands haustið 1970. Jafnframt sá hann í tvö sumur um hinn vinsæla gamanþátt Matthildi í útvarpinu ásamt skólabræðmm sínum og vinum Þór- arni Eldjárn og Hrafni Gunnlaugssyni. Hann var einnig blaðamaður á Morgunblaðinu með námi og sat í stjórnum Stúdentafélags Reykja- víkur, Sambands ungra sjálfstæðismanna og Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu. Davíð náði kjörií borgarstjórn 1974 og vann meðfram því sem útgáfustjóri Almenna bóka- félagsins 1975, en eftir að hann lauk lagaprófi 1976 gerðist hann skrifstofustjóri Sjúkrasam- lags Reykjavíkur og varð síðan framkvæmda- stjóriþess 1978. Davíð starfaði einnig um skeið sem ritari hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó. Þar starfaði hann undir stjóm Vigdísar Finnbogadóttur og fékk Davíð þá mikinn áhuga á því að koma upp betri aðstöðu fyrir félagið. Hann fékk leik- húsmafíuna á sveif með sér og það var mikil- vægur hlekkur í undirbúningnum fyrir borg- arstjóraembættið. Það kom líka á daginn að sem borgarstjóri beitti hann sér fyrir byggingu Borgarleikhússins. ViðTjörnina „Ég hlakkaði virkilega til á hverjum einasta morgni að mæta í vinnuna þegar Davíð var borgarstjóri," segir María Bjarnadóttir, ritari Davíðs til margra ára. Fyrst náði Davíð kjöri sem borgarfulltrúi árið 1974 og í næstu kosningum missti flokk- urinn meirihlutann. Hann sigraði síðan Al- bert Guðmundsson naumlega í harðri baráttu í prófkjöri um efsta sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórnarkosningunum 1982. Davíð náði meirihlutakjöri fyrir flokkinn og settist í borgarstjórastólinn aðeins 34 ára. Davíð þótti röggsamur borgarstjóri, en ráðríkur. Hans fyrsta verk var að fækka borg- arfulltrúum úr 21 í 15 með einu pennastriki. Því næst beitti hann sér fyrir því að selja Bæj- arútgerð Reykjavíkur, sem þá hafði verið rek- in með miklu tapi um árabil, og má þar finna fyrsta vísinn að einkavæðingarstefhu Sjálf- stæðisflokksins. Hugrekki Ijónsins Davíð Oddsson er af flestum talinn afar hugrakkur og óhræddur við að taka áhættu. Eftir afar farsælt starf sem borgarstjóri ákvað hann skyndilega að taka formannsslag í Sjálf- stæðisflokknum árið 1991. Það þurfti mikið hugrekki til að bjóða sig fram þegar allir spáðu Þorsteini Pálssyni sigri, sem þá hafði setið sem formaður frá 1983. Formannskjörið var tvísýnt en Davíð hlaut nauman sigur. Undir hans for- ystu bætti flokkurinn við sig miklu fylgi í þing- kosningunum það ár. Einn af mestu kostum Davíðs sem stjórn- málamanns er hversu fljótur hann er að læra. Úr borgarpólitíkinni fór Davíð yfir í lands- málin og rakleiðis í stól forsætisráðherra. Hann fór því beint út í djúpu laugina en að- lagaðist fljótt að mati vina og samstarfs- manna. f fyrstu rak hann sig á nokkur horn og á ýmsu gekk, meðal annars valtaði hann yfir þingheim með því að kalla vinnustaðinn gagnfræðaskóla, eða Gaggó vest eins og hann kallaði það. Stendur með sínum mönnum Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands, er vinur Davíðs og hann telur sigursælasta stjórnmála- mann landins fyrr og síðar. Hann segir lykilinn að stjórnmálaárangri Davíðs vera nokkuð sem sjaldgæft er að menn hafi samtímis, hugrekki ljónsins og kænsku refsins. „Davíð er mjög harðskeyttur og fylginn sér og krefst þess að sínir menn fýlgi sér. En um leið er hann laus við alla smámunasemi og treystir mönnum. Hann er þess vegna góður í samstarfi, enda bera gamlir ráðherrar honum undantekning- arlaust gott orð," segir Hannes. „Hann stendur líka mjög þétt með sín- um mönnum og gildir þá einu hvort þeir eru í hans flokki eða samstarfsflokknum. Þetta kunna margir vel að meta." Röggsamur og ráðríkur Davíð er án efa einn eftirminnilegasti og um leið litríkasti stjórnmálaforingi sem ís- land hefur alið. Hann er einn sigursælasti og um leið umdeildasti stjórnmálamaður fs- landssögunnar. Hann gegndi stöðu forsætís- ráðherra íslands frá árinu 1991 tíl ársins 2004, lengst allra, og var áður borgarstjóri í Reykja- vík frá árinu 1982 til 1991. Þá gegndi hann embætti formanns Sjálfstæðisflokksins árin 1991 til 2005. Af stuðningsmönnum sínum hefur hann veriðkallaðurhugrakkur,röggsamurogskörug- legur, skjótur til ákvarðana og hiklaus við að segja álit sitt, hvort sem öðrum líkar betur eða verr. Andstæðingar segja hann hins vegar ráð- ríkan, skapstóran og langrækinn, og hafi það komið fram í deilum hans við Jón Ólafsson og Baugsfeðga. HITTUST f GLAUMBÆ Davíð giftist Ástriði Thorarensen 5. september 1970 og saman eiga þau soninn Þorstein. Þau hittust fyrir utan skemmtistaöinn Glaumbæ og trúlofuðu sig innan árs frá fyrstu kynnum. Vinsæll og óvinsæll „Hann reyndist kænn og laginn stjórn- málamaður. Hann hagaði seglum eftír vindi, en vissi alltaf um leið hvert hann vildi sigla," segir Hannes Hólmsteinn. f skoðanakönnunum var Davíð jafnan tal- inn vinsælastí stjórnmálamaðurinn en um leið kosinn sá óvinsælastí líka. Hann naut óskoraðs trausts flokkssystkina sinna og var á landsfundum jafnan kjörinn formaður með nær öllum greiddum atkvæðum. Davíð var andstæðingum sínum erfiður. „Það var svona og svona að eiga við karl- inn en það var aldrei leiðinlegt. Auðvitað sló í brýnu milli okkar enda báðir mjög skapstór- ir en ég virði hann fyrir heiðvirðar viðureign- ir," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Sleit þingi Flestir viðmælendur DV rifja upp að Dav- íð gat látið mótbyr og mótþróa fara í taugarn- ar á sér þannig að þolinmæðin brast. Þeir eru þó allir sammála um að það gerðist ekki oft. Á sínum fyrsta vetri í embætti forsætisráð- herra, vorið 1992, minntí Davíð rækilega á sig og sýndi hversu ráðríkur hann getur ver- ið. Þingveturinn hafði verið honum ansi erf- iður, meðal annars órói í þingflokknum og erfiðleikar í efnahagslífinu og nokkuð um pól- itískan mótbyr. Komið var fram á kvöld á síð- asta degi þingsins og búið að leggja fram til- lögu um þingfrestun. Davíð var kominn með forsetabréf í vasann til að slíta þinginu en FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU ►

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.