Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 HelgarblaB DV KOL6EINN ÞORSTEINSSON bloðamaður skrifar: kolbeinmvdv.ls Hvað sem fólki kann að finnast um stjórnarhætti Fidels Castro á Kúbu, er ekki hægt annað en dást að manninum sem hefur boðið Bandaríkjunum, einu öflugasta ríki heims, byrginn í hartnær hálfa öld. f skugga viðskiptabanns af hálfu Bandaríkjanna frá 1962 og þrátt fyrir missi stuðnings frá Sovétríkj- unum þegar þau liðuðust í sund- ur 1991, hefur hann náð að verða táknmynd þess byltingaranda sem einkenndi sjöunda áratug síðustu aldar. En nú húmar að kveldi hjá þessum aldna leiðtoga og bylting- arforingja og vetur konungur fyrir margt löngu genginn í garð. Bernska Fidel Castro fæddist 13. ágúst 1926. Faðir hans hét Angel Castro og var innflytjandi ffá Galisíu á Norð- vestur-Spáni. FaðirFidels hafðikom- ist í ágætar álnir með með vinnu í sykuriðnaði og hagkvæmum fjár- festingum. Móðir Fidels, Lina Ruz González, var þjónustustúlka af ga- lískum uppruna, líkt og faðir hans. En faðir hans var kvæntur annarri konu, Marfu Luísu Argota. Því var það að Fidel þurfti að glíma við hvort tveggja; að vera óskilgetinn og þurfa að alast upp á hinum ýmsu fóstur- heimilum. Þegar Fidel var fimmtán ára skildi faðir hans við eiginkonu sína og kvæntist móður Fidels. Áhugi á pólitík vaknar Þegar Fidel Castro hóf nám í lög- um við Háskólann í Havana árið 1946 kviknaði áhugi hans á stjórn- málum, en stjórnmálaumræður í skólanum endurspegluðu hið eld- fima ástand sem einkenndi stjórn- mál landsins á þeim tíma. Eftir að hann lauk námi daðraði hann við byltingarkennda pólitík þess tíma, sem dró jafnmikið dám af ofbeldi og stjórnmálum. Arið 1953 voru Fidel og Raúl, yngri bróðir hans, handteknir í kjöl- far misheppnaðrar tilraunar til að steypa Fulgencio Batista einræðis- herra af stóli. Batista hafði sjálfur hrifsað til sín völdin með valdaráni árið áður. Fidel var dæmdur til fimmtán ára fangavistar, en var sleppt eftir innan við tveggja ára afplánun. Hann fórtil Mexíkó, stofnaði 26. júlí-hreyfing- una og skipulagði valdarán á Kúbu. í Mexíkó kynntist Fidel framtíðar- vopnabróður sínum, Ernesto „Che" Guevara. Undir lok árs 1956 sigldu Castro, Raúl og Guevara ásamt liðs- mönnum sínum, um áttatíu talsins, til Kúbu þar sem þeir hugðust bjóða Batista byrginn. Ekki tókst þó betur til en svo að stærsti hluti liðsmanna Castros var felldur og þeir sem lifðu af flúðu til íjalla. Stuðningur alþýðu og sigur í fjöllunum óx hreyfingu Fidels <1*. <* Raúl Castrn hefur staðið við hlið l'i'dels bróðursíns gegnum þykkt og þunnt. Þeir voru reknir samtímis úr fyrsta skólanum sem þeir gengu í, þeir börðust saman og hafa stjórnað Kúbu hlið við hlið í hartnær hálfa öld. En á sama tíma og Fídel varð þekktur sem I’ídel var Raúl nán- ast óþekktur. Þeir sem til þekkja segja Raúl geta verið harðan í horn að taka þegar svo ber undir og sá hann meðal annars um að uppræta hermenn hliðholla Batista í kjölfar byltingarinnar. Raúl hefur setið við stjórnvölinn á Kúbu, í umboði Fídels, síðan 2006 vegna heilsubrests Fídels. Fastlega er búist við því að hann verði næsti forseti landsins, nú þegar Fídel hefur ákveðið að setjast í helgan stein. fiskur um hrygg. Hreyfingin naut stuðnings og velvilja alþýðu og til að gera langa sögu stutta viður- kenndi Batista sig sigraðan og flýði til Dóminíska lýðveldisins í upp- hafi árs 1959. Þrjátíu og tveggja ára að aldri hafði Fidel stjórnað á far- sælan hátt byltingu um gervalla eyjuna og 8. janúar gekk her hans sigri hrósandi inn í Havana, höf- uðborg landsins, fagnað af, eftir því sem New York Times sagði á sínum tíma, fólki sem sem streymdi út á göturnar og ómandi bílflauti. Fidel Castro var settur forsætis- ráðherra Kúbu um miðjan febrú- ar. Þótt Fidel afneitaði kommún- isma til að byrja með kom fljótlega í ljós að hann hafði gert upp við sig að hvoru stórveldinu hann myndi halla sér. Um 1960 fýrirskipaði hann að allar eignir Bandaríkjanna yrðu þjóðnýttar og ennfremur að þau fengju engar bætur fyrir. Kúba og Sovétríkin féllust í faðma í faðm- lagi sem myndi endast þar til þau síðarnefndu leystust upp. Svínaflói og viðskiptabann í hönd fóru viðburðarík ár. A haustmánuðum 1960 hóf Banda- ríkjastjórn að leita leiða til að koma Castro frá völdum og í upphafi árs 1961 tilkynnti Dwight Eisenhower, þáverandi Bandaríkjaforseti, að öllu sambandi við Kúbu væri slit- ið. 1 apríl sama ár gerði Bandaríkja- stjórn árangurslausa tilraun til að \ Ernesto „Che Guevara er einn frægasti vopnabróðir Fídels. Enn í dag er hann nánast í dýrlinga- tölu meðal Kúbverja og myndir afhonum ptýða alla mögulega og ómögulega hluti þar t landi. Eftir dauða hans árið 1967 varð hann átrúnaðargoð róttækra menntamanna, verkantanna og námsfólks utn gervallan heim og jaðraði dýrkunin við trúarlegan átrúnað. Guevara akvað í kjöllar hylt- ingarinnar á Kúbu að frelsa aðra heimshluta undan oki auðveld- issinna. Hann fór nteðal annars til Rómönsku-Ameríku, en haföi ekki erindi sem erfiði. Ilann var handtekinn í Bólivíu 8. október 1967 og tekinn af lífi. Um viku síðar lýsti Fídel Castro ylir þriggja daga þjóðarsorg vegna dauða Guevara. koma Castro frá völdum í skjóli út- lægra Kúbverja, sem þjálfaðir höfðu verið af leyniþjónustunni. Eittþús- und og fjögur hundruð kúbverskir útlagar gengu á land við Svínaflóa í þeirri fullvissu að her og lögregla Kúbu myndu neita að grípa til vopna gegn þeim. Þeir fóru villur vegar og marg- ir féllu í valinn og um þúsund voru handteknir. Castro notaði tækifærið og tilkynnti að „byltingin hefði eng- an tíma fyrir kosningar". Þeim hafði hann þó lofað innan átján mán- aða frá sigri byltingarsinna. Hann bætti við að engin ríkisstjórn í Róm- önsku-Ameríku væri lýðræðislegri en byltingarríkisstjórn. í ávarpi til kúbversku þjóðarinnar í desember það ár tilkynnti Fidel að Kúba tæki upp kommúnisma. Bandaríkin svöruðu með því að setja viðskipta- bann á Kúbu. Viðskiptabannið var útvíkkað á næstu árum og Banda- ríkjamönnum var meðal annars óheimilt að sækja Kúbu heim. Á barmi kjarnorkustyrjaldar Ekki mátti miklu muna að til kjarnorkustyrjaldarkæmiárið 1962. Þá fékk Nikíta Khrushchev, leið- togi Sovétríkjanna, þá hugmynd að koma upp kjarnorkuflugskeytum á Kúbu, sem myndu hafa letjandi áhrif tíl innrásar af hálfu Bandaríkj- anna. Khrushchev réttlætti ákvörð- unina sem svar við flugskeytastöðv- um Bandaríkjanna í Tyrklandi. Þegar Bandaríkjamenn uppgötv- uðu fyrirætlanir Rússa settu þeir Kúbu í eins konar sóttkví og áskildu sér rétt til að leita um borð í hverju skipi sem sigldi tíl eyjarinnar. í garð gekk mikið þrátefli og sál- fræðihernaður af beggja hálfu, en lyktír málsins urðu þær að Sovét- menn myndu varpa áformum sín- um fýrir róða ef Bandaríkjamenn lofuðu að gera ekki innrás á Kúbu og auk þess taka niður flugskeytin sem beint var á Sovétríkin frá Tyrk- landi og ítalíu. Versnandi efnahagur og dagur að kveldi kominn í kjölfar hruns Sovétríkjanna 1991 versnaði efnahagur Kúbu til muna. Áttatíu og fimm prósent markaða Kúbu hurfu eins og dögg fýrir sólu og ástandið varð alvar- legt. Daglegt líf einkenndist af orku- skorti og sífellt minna framboði á matvælum. Til að bæta gráu ofan á svart hertu Bandaríkin enn frekar á viðskiptabanni sínu árið 1993. Árið 1994 var kúbverskt samfélag, sem hafði lifað af þrjátíu ára viðskipta- bann af hálfu Bandaríkjanna, kom- ið að fótum fram. Það var skortur á nánast öllu. Til að hleypa nýju lífi í efnahag landsins tók Fidel þá ákvörðun að viðurkenna banda- ríkjadal og leyfa einkarekstur, með takmörkunum þó. Fidel Castro sýndi þó ótrúlegan sveigjanleika og hugkvæmni í að takast á við kreppuárin, til dæm- is voru þúsundir kúbverskra lækna sendir tíl Venesúela í skiptum fyrir olíu árið 2005. Árið 2006 lagðist Castro undir skurðarhnífinn vegna innanmeina sem engar nánari upplýsingar hafa verið gefnar um. Hann lét völd sín tímabundið í hendur Raúl, bróð- ur síns, og hefur hann haldið um stjórnartaumana síðan. Castro til- kynnti fýrir nokkrum dögum að hann hygðist setjast í helgan stein og er óhætt að segja að með hon- um hverfur af leiksviðinu þjóðar- leiðtogi sem fyrir margt löngu er orðinn persónugervingur andstöðu við Bandaríkin og þau gildi sem þau standa fýrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.