Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Mennlng DV 5MENNING Wm Konsert í Salnum Sellóleikarinn einstaki Sæunn Þorsteinsdóttir mun ásamt fjórum margverðlaunuðum fiðluleikurum ftytja konsert í Salnum á morgun, laugardag. Tónleikarnir eru hluti af Tíbrár-tónleikaröðinni og verða flutt verk eftir þrjá höfuðsnillinga tónbókmenntanna, Mozart, Debussy og Dvorák. Sæunn vann fyrir skemmstu til verðlauna í alþjóðlegri selló- keppni. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. . I Æringi i afhjúpaður > Æringi, sögubíll Borgar- | bókasafnsins, hefur för sína , næstkomandi föstudag. Æringi i mun í framtíðinni keyra milli leikskóla borgarinnar og bjóða : bömum í sögustund. Bíllinn § er ævintýralega skreyttur með ; myndum Brians Pilkington og } hlýlega hannaður að innan fyrir í' bömin sem koma í heimsókn. j Afhjúpun bílsins verður við : Tjarnarborg klukkan 11.00 og | mun Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, formaðurmenningar- og ferðamálaráðs og leikskólaráðs Reykjavíkur, flytja ávarp. Kokkar sýna 1 listir sínar Landsmönnum gefst kostur : á að fýlgjast með matreiðslu- 'r, mönnum hvaðanæva úr : heiminum keppast um að , leika matargerðarlistir sínar *' í Listasafni Reykjavíkur j! - Hafnarhúsi á morgun, á laugardaginn 23. febrúar. p Kokkarnir eru staddir hér á : ; landiítilefniafFood&Fun ílf\ sælkerahátíðinni en hún hefúr aldrei veriö jafnumfangsmikil §j og nú. Eldamennskan byijar á ;|j slaginu 13.00 í porti hússins og 1 ferverðlaunaafhendingfram klukkan 16.30. Aðgangur er ókeypis. Leirlista- smiðja fyrir ijölskylduna Leirlistasmiðja verður haldin í Asmundarsafni á sunnudag- inn. Tilgangurinn með smiðj- unni er að fá böm og fullorðna til að vinna saman. Byrjað verð- ur á yfirferð um saftiið klukk- an 13. Að því loknu verður sest niður á vinnustofu með leir og verkfæri til að móta leirinn und- ir áhrifum ffá Ásmundi sjálfum. Umsjón með listasmiðjunni hefur Sigríður Ólafsdóttir mynd- listarmaður. Smiðjunni lýkur klukkan 16. Aðgangur er ókeyp- is og öllum frjálst að koma. „Verkin sem ég að fara að sýna í i8 eru vídeóinnsetningar með hlutum sem hef fundið í skóginum hérna í Ríó de janeiro, glerílát og alls kon- ar dótarí sem ég varpa á," segir Eg- ill. „Ég hef verið með vinnustofu í ofsalega fallegu húsi í þjóðgarði hér í borginni og þar hef ég búið til ný verk. Þetta er annars ekkert gífur- lega mikið sprell, auðvitað svolít- ið en þessi sýning er mínímalískari en sum verk sem ég hef áður sýnt. Ég myndi segja að verkin mín væru eins og mozartkúla í mörgum lög- um. Þessi glettni er eitt lag og svo eru önnur lög innan í. Myndlist- armenn fást við heimspeki, fagur- ffæði, maður er að dfla við form, fígúratíva hluti, frásögn, stillimynd og öll þessi element eru í mínum verkum. En í sýningunni í i8 hef ég dregið ffam element sem hafa verið meira undir niðri og snúið lögun- um við," segir Egill. Hvemig kom það til að þú fórst til Brasilíu, ertu lentur á séns? „Já, svaka séns. Það er æðislegt. Ég kynntist stúlku í Berlín, leikkonu og leikstjóra sem býr héma í Ríó, og ég „Ég var bitinn í stóru tána afkrabba á strönd- inni um daginn. Það var mjög skemmtilegt, al- veg eins og í teiknimynd." dreif mig bara með henni hingað. Þetta er æðislegur staður, apar úti um allt, stórir fuglar og bananatré hérna beint fyrir ffaman húsið. Við fórum í smá gönguferð í morgun og þá sáum við apana síðast, þeir em svo fyndnir. Stundum stoppa þeir í trjánum og skoða mann. Þetta er paradís á jörð," segir Egill. Hvemig vídeó em þetta sem þú hefur verið að bauka við? „Þetta eru mest litir og form sem ég hef teikn- að. Svo hef ég verið að vinna mik- ið með hljóð úr skóginum og af ströndinni. Það er svo inspírerandi hljóðheimurinn hérna, sérstaklega skordýrin. Það em engin smá læti í þeim. Manni varð bara um og ó hérna til að byrja með." Hefurðu lent í háskalegum útí- stöðum við banvæn skordýr þarna úti? „Nei, en ég var bitinn í stóm tána af krabba á ströndinni um daginn. Það var mjög skemmtilegt, alveg eins og í teiknimynd. Ég sá að það vom strákar að safna þessum kröbbum í plastpoka. Þeir vom gul- ir, grænir og stórir." Ertu fluttur til Brasilíu? „Já, ég hálfpartinn bý héma núna, en það er fleira sem ég þarf að gera í Evr- ópu eða þeim megin við hafið á næsta leiti. Galleríistinn sem ég vinn með í New York er að fara á Art Fair í Brussel og ég þarf að vera við- riðinn það. Svo er Kunstlerhauser Wortswede að gefa út litla bók með geisladiski þar sem ég er með texta og skissur að lögum sem ég þarf að klára." Vinnið þið kærastan eitthvað saman? „Það er mikið skrafað á heimilinu, en við emm ekld beint að vinna að neinu núna þótt það sé fullt af hugmyndum í pípunum," segir Egill. Árið 2001 gerði Tonk of the Lawn, önnur breiðskífa Egils, alit vitlaust og menn hafa lengi beðið eftir að heyra meira. Um tíma stóð tíl að Virgin myndi taka Egil upp á arma sína en það fór út um þúfur þegar EMI-risinn keyptí fýrirtækið. „Ég verð að segja eins og er að ég er nú svolítið dapur yfir því að hafa ekld náð að gefa út plötu fyrr því ég hefverið að semja tónlist stanslaust síðan sfðasta plata kom út. Ég valcn- aði einn daginn eftir að hafa dreymt draum þar sem vinir mínir vom að hlusta á tónlistina mína og þá fatt- aði ég hvað ég væri dapur yfir því að hafa ekld náð að gefa hana út," seg- ir Egill en þá heyrist glaðlegt gelt hundsins Gabríelu sem er kominn til að hressa listamanninn við. „Hún heitir Gabríela eins og vinkona mín Friðriksdóttir en ég gaf henni samt ekld nafnið. Hún er svo skemmtí- legt dýr, alltaf mætt eldsnemma á morgnana titrandi af spenningi yfir að komast inn í húsið." Sýningin í Gallerí i8 verður opn- uð á fimmtudaginn klukkan 17.00 og stendur til 29. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.