Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Fermingar PV Fermingardagurinn á sérstakan sess í huga flestra. Sumir hugsa angurværir um hann á meðan aðrir líta til fermingar sinnar með hryllingi. DV fékk þrjá einstaklinga á ólíkum aldri til að deila upplifun sinni. sáiiaséiM mm HANSKANA „Ég man að ég var á svo háum hælum að ég gat varla gengið," seg- ir Kristín Bjarnadóttir, fyrrverandi deildarstjóri hjá Krabbameinsfélag- inu, þegar hún rifjar upp eigin ferm- ingu fyrir rúmlega hálfri öld. „Ég var dubbuð upp í fullorðins föt og leið hreint ekki vel í þeim. Ég var með hvíta hanska og ofan á fyrri vanlíð- an sá ég mér tii mikillar skelfingar í kirkjunni að sálmabókin var farin að lita hanskana," segir hún. Það var aldrei nein spurning hvort Kristín myndi fermast. Ferm- ingin var nánast skylda hjá flestum á þessum tíma. Kristín var alin upp við barnatrúna en er óviss um hversu alvarlega hún tók trúmálin við ferm- inguna. „Þetta snerist meira um að verða fullorðinn. Einn frændi minn kom til mín eftir á og óskaði mér til hamingju með að vera komin í full- orðinna manna tölu." Fyrir fermingu átti Kristín ekk- ert armbandsúr, enda tíðkaðist vart að yngri börn ættu slíkan grip. Æðsti draumurinn rættist hins vegar þeg- ar hún fékk úr í fermingargjöf. „Úrið var gyllt með fallegri ljósri leðuról. Ég gekk með það í mörg ár." Eftir ferminguna hittust Kristín og vinkonur hennar og gerðu sér glaðan dag. Við slíkt tækifæri var vart hægt að hugsa sér neitt meira spennandi en að borða kökur og drekka gos- drykki. „Þetta var fjarskalega sak- laust. Strákunum var ekki boðið," segir hún kankvís. „Fermingin var ægileg kvöl og pína. Ef ég hefði ráðið einhverju um þetta hefði ég alls ekkert látið ferma mig," segir Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt. Ahugi hans fyrir fermingafræðslunni var afar takmarkaður og skróp- aði því yfirleitt með félaga sínum. „Við þurftum að læra talsvert fyrir þetta, bæði Faðirvorið og Trúarjátninguna. Ég kunni reyndar Faðirvorið en Trúarjáminguna lærði ég á síðasta degi." Eiríkur fermdist í Háteigskirkju og rifjar upp hversu hryllilegt honum fannst að þurfa að ganga í hvítum kirtíi. Það bætti síðan gráu ofan á svart að yngsta systir hans var skírð við sama tilefni. „Þetta var ægilegt vesen. Öll ættin var þarna saman komin." Eftir athöfnina brá hann sér út fyrir með fermingar- bræðrunum: „Við stóðum þarna í hvítu kirtlunum í híf- andi roki fyrir utan kirkjuna og vorum að reykja," segir Eiríkur og rifjar upp þessa súrrealísku stund. Fæstum fé- laganna fannst dagurinn bera vott af hátíðleika og voru þeir allir jafn miður sín yfir kirtlunum: „Ég skammaðist mín mikið fyrir að láta sjá mig svona. Þetta var martröð. Eitt gladdi okkur þó mikið en einn af þeim sem fermdist með okkur var misþroska. Það var búið að æfa hann sér- staklega í að ganga til altaris. Þó vildi ekki betur til en svo að þegar hann stóð upp eftir að hafa kropið hjá prestin- um steig hann á kirtilinn, datt aftur fyrir sig og rúllaði nið- ur tröppurnar. Ég man að það hló enginn nema foreldrar hans, sem mér fannst heldur skondið. En þetta var það sem bjargaði fermingunni." í veislunni eftir á var Eiríkur miðpunktur athyglinn- ar sem hann kunni afar illa við. „Þetta var á fyrstu árum majonessins og ég man að það var majones á nánast öllu sem var á boðstólnum," segir hann með klígju. Ekki tók betra við í framhaldinu. „Það versta var eig- inlega eftir, sjálf fermingarmyndatakan. Það tók marga mánuði fyrir mömmu að fá mig í myndatöku og henni tókst að múta mér til þess einhvern veginn. Ég sættist því á að fara aftur í hvíta kirtilinn. En á leiðinni á ljós- myndastofuna neitaði ég að ganga við hlið mömmu enda skammaðist ég mín mikið fyrir foreldra mína eins og unglinga er siður," segir hann. Allt ctem þú þarft d rúmitf. Náttföt á hana. Silki • Danuuik • Bómullar.iatín • Sœngur í úrvali • Rúmteppi Hjá okkur fáiðþiÖvcKiigur, rúmfatnað og fleira fyrir ferniingarbarnið. VeriðMKngurfataverdun, gceði í Glceoibœ Verid var vtofnaðárið 1961 og hefur verið lciðanði ígceðum alla tíðoíðan. Allt vem þú þarft á rúmið. GLe.tilnc, Álfbeirnum 74, 104 Reykjavik • Sími 552 0978 „Mér leið eins og prinsessu," segir Jórunn Edda Óskarsdóttir sálfræði- kandídat um fermingardaginn sinn. Hún keypti sér klassísk fermingar- föt sem hún var mjög ánægð með og notaði mikið eftir sjálfa ferminguna: „Það er bara stutt síðan ég hætti að notajakkann." Jórunn skemmti sér vel við und- irbúninginn með vinkonum sínum: „Við vorum mjög nánar og eyddum miklum tíma saman í að skipuleggja og undirbúa okkur." Húntókfermingarfræðslunamjög alvarlega. „Ég var mjög trúuð, trúaðri en ég er í dag. Mér fannst þetta vera rétt og eðilegt skref," segir hún. Veislan sjálf er Jórunni eftir- minnileg. Mamma hennar og pabbi máluðu húsið og lögðu nýtt teppi áður en hún fermdist og veislan var hin veglegasta. „Það skemmtilegasta var að hitta alla fjölskylduna og gera sér þannig dagamunGjafirnar voru ekki aðalatriðið. „Ég fékk ekki jafn stórar gjafir og margir í kring um mig en mér fannst það í góðu lagi. For- eldrar mínir gáfu mér ferðaspilara sem mér fannst alveg meiriháttar. Síðan vantaði mig kommóðu og fékk hana líka í fermingargjöf."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.