Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008
Fermingar DV
Ragnhildur Fjeldsted í Dansi á rósum
lífgar upp á fermingarveislurnar.
FERALLT
EFTIR ÞEMA
Blómabúðin Dans á rósum á
Baldursgötu 36 sérhæfir sig í
blómaskreytingum fyrir fyrir-
tæki og eintaklinga við ýmis til-
efni. „Við ráðleggjum fólki með
blómaskreytingar fyrir alls kyns
tilefni, þar á meðal fermingar-
veislur," segir Ragnhildur Fjeld-
sted, eigandi blómabúðarinnar.
Ragnheiður segir mjög persónu-
lega þjónustu veitta í búðinni og
ef fólk vill láta taka út salarkynni
mæta starfsmenn á staðinn og
gefa góð ráð um hvernig salurinn
sómi sér best.
Ragnhildur segir fermingar-
börnin oft á tíðum hafa mjög
sterkar skoðanir á því hvernig
skreytingarnar eiga að líta út og
þá sérstaklega vilja þau vera með
í ráðum þegar kemur að litavali.
„Bleikur er alltaf vinsæll hjá stelp-
unum en lime-grænn og Qólublár
eru líka mjög vinsælir - hjá báðum
kynjum. Sumir krakkar hafa mjög
sterkar skoðanir á þessu. Sumir
krakkar vilja hafa veisluna mjög
hefðbundna, aðrir mjög krassandi
og enn aðrir vilja hafa hana mjög
stílhreina. Þetta fer allt eftir þema
veislunar og hvort hún sé haldin í
heimahúsi eða í sal," segir Ragn-
hildur og bætir við að verðlag á
skreytingunum sé mjög teygjan-
lagt og fari alveg eftir því hvernig
skreytingarnar séu útfærðar.
Ragnhildur Fjeldsted Ragnhlldur segir
mikla stemningu vera hjá fermingarbörn-
um fyrir suðrænum og seiðandi blómum.
Allt til fermingargjafa Jyrir dansarann, einnig glœsileg gjafakort
Arena Eiðistorgi Seltjarnarnesi S: 893-8184 Opið 12-18 virka daga og 10-14 laugardaga