Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Sport PV BIKARÚRSLITALEIKUR KARLA Snæfell - Fjölnir Laugardalshöll, sunnudagurinn 24. feb kl 16:00. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson Snæfell: Bikartitlar: Enginn Úrslit: 2 (1993: Keflavik 115-76 Snæfell, 2003: Keflavík95 - 71 Snæfell) Þjálfarinn: Geoff Kotila Bikartitlar: Enginn Úrslit: Aldrei Fjölnlr: Bikartitlar: Enginn Úrslit: 1 (2005: Fjölnir 64 - 90 Njarðvík) Þjálfarinn: Bárður Eyþórsson Bikartitlar: Enginn Úrslit: 2 (Leikmaður Snæfells 1993: Keflavlk 115-76 Snæfell) (Þjálfari Snæfells 2003: Keflavik95 - 71 Snæfell) Síðustu viðureignir: 18.11.07 Úrvalsdeild Snæfell - Fjölnir 59 - 73 18.01.07 Úrvalsdeild Fjölnir - Snæfell 84 - 87 22.10.06 Úrvalsdeild Snæfell - Fjölnlr 67 - 60 12.02.06 Úrvalsdeild Fjölnir - Snæfell 73 - 75 13.11.05 Úrvalsdeild Snæfell - Fjölnir 130-94 26.03.05 Úrslitakeppni Snæfell - Fjölnir 80 - 77 22.03.05 Úrslitakeppni Fjölnir - Snæfell 69 - 83 20.03.05 Úrslitakeppni Snæfell - Fjölnir 93 - 93 24.02.05 Úrvalsdeild Snæfell - Fjölnir 95 - 84 02.12.04 Úrvalsdeild Fjölnir - Snæfell 100-81 Leikir U T Skor Snæfell 10 8 2 850:807 Fjölnir 10 2 8 807:805 Leið Snæfells í úrslit: Haukar83-89 Snæfell Þór Ak. 74- 106 Snæfell Snæfell 86 - 84 Keflavfk Njarðvlk 77 - 94 Snæfell Leið Fjölnis f úrslit: KR B 66- 92 Fjölnir Fjölnir 105-36 Þróttur Vogum Fjölnir 87 - 52 Þór Þorl. Skallagrímur 83 - 85 Fjölnir BIKARÚRSLITALEIKUR KVENNA Haukar-Grindavík Laugardalshöll, sunnudagurinn 24. feb 14:00 Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Guðmundsson Haukar: Bikartitlar: 4 (1984: Haukar 69-57 (S, 1992: Haukar 70-54 Keflavlk, 2005: Grindavlk 69- 72 Haukar, 2007: Keflavlk 77-78 Haukar) Úrslit: 6 (1984,1988,1990,1992, 2005, 2007) Þjálfarinn: Yngvi Gunnlaugsson Bikartitlar: Enginn Úrslit: Aldrei Grindavík: Bikartltlar: Enginn Úrslit: 3 (1994: Keflavík 56-53 Grindavlk, 2005: Grindavík 69-72 Haukar, 2006: Grindavik 73-88 (S) Þjálfarinn: Igor Beljanski Bikartitlar: Enginn Úrslit: Aldrei Síðustu viðureignir: 30.01.081. deild kv. Grindavík - Haukar 80 - 66 12.12.071. deild kv. Haukar - Grindavík 80 - 99 07.11.071. deild kv. Grindavík - Haukar 88 - 90 08.03.07 1. deild kv. Haukar - Grindavlk 89-73 31.01.071. deild kv. Grlndavik - Haukar 75 - 84 21.12.061. deild kv. Haukar - Grindavík 82-81 05.11.061. deild kv. Grindavlk - Haukar 82-108 08.02.061. deild kv. Grindavík - Haukar 68 - 89 Leikir U T Skor Grindavík 21 10 11 1566:1552 Haukar 21 11 10 1552:1566 Leið Hauka í úrslit: Haukar 117-28 Keflavik B Haukar90-55 Hamar Haukar 82 - 63 Fjölnir Leið Grindavfkur f úrslit: Haukar B 55 - 94 Grindavík Grindavík 93 - 80 KR Grindavlk 66 - 58 Keflavlk Á sunnudaginn fara fram úrslitaleikir Lýsingarbikarkeppni karla og kvenna. Klukkan 14.00 takast Haukar og Grindavík á í kvennaflokki og klukkan 16.00 er komið að körlunum þar sem Snæfell og Fjölnir mætast. Búist er við hörkuleik í báðum viðureignunum. Þrjú af íjórum liðum sem keppa um helgina hafa aldrei náð að hampa stórum titli. Haukar hafa þó titil að verja í kvennaboltanum. Þjálfarar og fyrirliðar lofa góðri stemningu á sunnudag. Bikarúrslitaleikur karla Fjölnir situr í næstneðsta sæti Ice- land Express-deildar karla og fall virðast ansi líkleg örlög fyrir Grafar- vogspilta. Það kom því á óvart þegar Fjölnir lagði Skallagrím í undanúrslit- um bikarsins. Báður Eyþórsson, þjálf- ari Fjölnis, vonaði að leikurinn myndi verða vendipunktur í tímabili Fjölnis sem hann í raun varð en ekki á góðan máta. „Þessi úrslitaleikur gætí klárlega verið eitthvað sem snýr okkar gengi við og gætí orðið mikilvægur punktur á tímabilinu fyrir okkur. Mér hefur fund- ist það síðan við sigruðum Skallagrím í undanúrslitum að botninn hafi dott- ið úr þessu hjá okkur. Menn fóru að hugsa of mikið um bikarinn fannst mér og eiginlega gáfust upp á deildinni. Sigurinn á Skallagrími hafði þver- öfúg áhrif á liðið miðað við það sem ég vildi. Það var eins og menn væru orðn- ir saddir eftír þann leik og í staðinn fyr- ir að nýta sér þetta í hag í deildinni fór það allt á hinn veginn," sagði Bárður við DV á blaðamannafimdi fyrir leik- inn. „Það er allt hægt í körfubolta en staðan er mjög erfið. Spilamennska okkar upp á síðkastíð hefur heldur ekkert bent til þess að við séum að fara að bjarga okkur en við vinnum í því að laga okkar leik. Ef það tekst ekki föllum við og það verður bara þannig. Það er samt mikil jákvæðni í garð liðsins. Þetta er ungt Úð og ekki mik- il saga í kringum félagið en þessi bik- arúrslitaleikur er einmitt leikur sem skapar félaginu sögu. Þetta er leikur sem menn geta horft tíl baka á og allir svona leikir eru plús fýrir félagið. Lið- ið þarf náttúrulega að byggja sína eig- in hefð og framtíð og sunnudagurinn verður hlutí af því. Ef við föllum þá bara föllum við. Uppbyggingin er ennþá í gangi hjá Fjölni og henni verður ekkert lokið á næstu tímm árum. Ef það verður okk- ar hlutskiptí að falla sem við stefnum engan veginn að breytir það örugglega ekki tilfinningunni að vinna bikarinn. Stefnan er sett á bikarsigur enda hlýt- ur allt að vera þá er þrennt er fyrir mig," sagði Bárður léttur í bragði. Þekkir vel til Hólmara Báður er fýrrverandi leikmaður og þjálfari Snæfells og þekkir því vel til í Stykkishólmi. Á mánudaginn í sjón- varpsviðtali skaut Hlynur létt á Bárð og bættí svo um betur á blaðamanna- fundinum. Bárður svarði þar fýrir sig en allt var þetta í góðu gamni gert enda Bárður og Hlynur miklir félagar. „Það er samt alltaf einhver alvara á bak við þessi léttu skot. Við Hlynur erum báðir það miklir keppnismenn að það kemur ekkert annað til greina en að vinna. Ef einhver telur það hroka þegar ég segi að ég ætíi ekld að leyfa Snæfelli að vinna leikinn verður það að vera svo. Ég er Fjölnismaður í dag og ætía að reyna að vinna þennan bik- ar með Fjölni og það sama á Hlynur eftír að gera með Snæfelli." Báður er ekki ókunnugur úrslita- leikjum og veit eftír tvær ferðir í Höll- ina alveg um hvað málið snýst. „Ég hef farið tvisvar sinnum í úrslitaleikinn, einu sinni sem leikmaður Snæfells og svo sem þjálfari. I bæði skiptín var okkur rústað af Keflavík. Ég þekki því aðeins inn á þennan bikardag og get tekið eitthvað með mér inn í leikinn á sunnudaginn frá þeim ferðum. Svo er þetta líka spuming fyrir mig að þekkja mína eigin leikmenn og hvað þeir geta ráðið við. Aðalatriðið er samt að halda einbeitíngu og leggja vissa hlutí upp fyrir vissa leikmenn. Það er margt sem breytíst varðandi hugsunargang hjá manni þegar maður er þjálfari en ekíd leikmaður. Það eru leikmennirnir sem þurfa að láta hlut- ina gerast inni á vellinum en sem þjálf- ari verðurðu að þekkja hitt liðið. Mað- ur verður að geta brugðist við atriðum frá mótherjunum og eiga inni taktík til að leggja upp sem leikmennirnir verða svo að fara eftír á leikdag. Það þarf svo sem ekkert að útskýra fyrir mínum strákum hversu mikil stemning þetta er. Þótt þetta sé ungt lið fór Fjölnir í bikarúrslitin 2005 þannig að nokkrir leikmannanna hafa leikið til úrslita og þekkja þetta. Allir þess- ir leikmenn hafa samt séð úrslitaleiki og farið í höllina þannig að það koma allir meðvitaðir um hvað er að gerast. Það sem þarf er að halda spennustíg- inu niðri í mönnum," sagði Bárður að lokum. Ekkert gaman án sigurs Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, er einn bestí körfuknattíeiks- maður íslands. Hlynur hefur löngum talað um að hann vilji fara að vinna tít- il með Snæfelli og þegar DV talaði við hann á Hilton hótelinu í vikunni hafði það að sjálfsögðu h'tíð breyst. „Við höf- um alltaf verið að ná í alla þessa minni títla. Eggjabikarinn, Powerade-bikar- inn og hvað þau heita nú þessi vöru- merki öll. Við erum búnir að klúðra ís- landsmeistaratítlinum tvisvar þannig að nú er kominn tími á að við löndum alvöru títli. Við erum með mikið sjálfstraust en þótt við eigum að heita sterkara liðið býst ég nú ekki við vanmatí af okkar hálfu. Það hefur ekki loðað við okkur að halda að við séum betri en einhverj- ir aðrir. Á sunnudaginn þurfúm við að spila saman því Fjölnir vill mikið spila upp á einstaklingana en við þurhim að spila okkar liðsbolta. Boltinn þarf að vinna fyrir okkur en við ekki fyrir hann," sagði Hlynur ákveðinn. Hlyn langar lítíð að gera leikinn spennandi. Eina sem hann hugsar um er að vinna leikinn og ekkert nema sig- ur gerir hann glaðan. „Ef það er hægt ætlum við á öllum tímapunktum að reyna að valta yfir þá. Hvort það verði strax í byrjun veit ég ekki en ef við verð- um varir við blóð gerum við atíögu til að drepa eins og góðum liðum sæ- mir. Við þurfum að nýta breiddina vel og ætlum okkur að gera það. I jöfnum leik skiptír engu máli hver staðan er í deildinni. Leikurinn má ekki verða þannig að eitthvað eitt skot skiptí máli. Við viljum helst enga spennu á síðustu sekúndunum þar sem Fjölnir getur stolið sigrinum. Þetta tal um að njóta dagsins er nokkuð sem er ekki fyrir mig. Eina leið- in fyrir mig til þess að njóta körfubolta er að vinna. Ef við töpum er mér alveg sama um hversu gaman þetta var og hversu mikil stemningin var því ef ég vinn ekki hef ég ekkert gaman af þessu. Það mun ekki hugga mig ef við töpum hversu margir mættu þótt ég sé alltaf þakklátur fyrir allt það fólk sem kemur að horfa á okkur. Ég þekki þetta Fjölnislið nú ekk- ert rosalega vel persónulega en ég veit að það er vel þjálfað að minnsta kosti. Þetta er ungt lið sem á eftir að koma eins og hundur í leikinn og eyða ein- hverjum villum í að berja á manni sem er ekkert nema fínt. Þótt við Bár séum ágætís félagar pæli ég samt ert í því hvernig Fjölnir undirbýr sig fyrir leikinn.“ Sofum heima hjá okkur Snæfell fór síðast í bikarúr- slitaleikinn árið 2003 og laut þá í lægra haldi fyrir Keflavík. Hlynur lærði mik- ið af leiknum, nokkuð sem hann get- ur tekið með sér í leikinn á sunnudag- inn. „Síðast þegar ég fór í bikarsúrslitín gegn Keflavík 2003 völtuðu þeir yfir okkur. Það verður einfaldlega að segj- ast að þeir voru með miklu betra lið þá. Damon Johnson kláraði okkur al- veg og sama hvað við horfum á upp- tökuna af þeim leik oft breytir það því ekki hversu mikið betri þeir voru. Get- umunurinn var of mikill. Keflavík rúll- aði yfir deildina þetta ár og tók bikar- inn líka. Við enduðum í m'unda sætí þetta ár og áttum lítíð í þá. Það sem ég lærði af síðasta úr- slitaleik er að hugsa ekki of mik- ið um hann. Þó þetta sé ekki eins og hver annar leikur verð- ur að undirbúa sig fyrir hann eins og deildarleik. Það verður ekki gist á einhverju hóteli eins og síðast þegar við fórum í úr- slit eða neitt þannig. Við munum sofa heima hjá okk- ur. Síðast fórum við á Hót- el Selfoss fyrir leikinn en ég held að það geri mann ekkert betri í körfubolta að sofa á hóteli dag- inn fyrir leik. Ég held að þetta sé stærsta lex- ían sem ég lærði af síð- ustu kynnum mínum við bik- arúrslitín," seg- ir Hlynur sem sagði þjálf- ara sinn, Geoff Kot- ila, leggja leikinn upp ein- falt. „Geoff er rólyndis- maður þótt hann æsi sig stundum. Hann gerir það nú oft- ast þegar við ger- um eitt- hvað af okkur sem við reyndar gerum nú allt of mikið af. Það sem hann hefur verið að segja við okkur varðandi leikinn er að það eru alltaf lið sem vinna titía ekki leikmenn. Einstaklingar geta klárað eina og eina sókn en ef við höldum okkur saman vinnum við. Við þurfúm heldur ekkert að gera eitthvað sem við kunnum ekld. Það er alveg óþarfi að byrja allt í einu í ein- hverjum bikarúrslitaleik á viðstöðu- lausum troðslum eða einhverju svo- leiðis. Það er nóg fyrir okkur að spila okkar bolta því þá vinnum við. Þetta er bara körfúboltí og hann kunnum við ágætíega." Lítíð er rætt um þessa dagana í Stykkishólmi annað en bikarúrslita- leikinn. Þar eru menn famir að bú- ast við sigra enda Snæfell sigur- stranglegra liðið og þannig vill Hlynur hafa það. Okkar leikurað tapa „Leikurinn á sunnudaginn er á vör- um allra í bæj arfélaginu ogégreyninúbara að fara sem Níels Dúngal hefur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.