Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Page 60
60 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 Helgarblað PV m Fljótlegt og frábært Það eru eflaust ekki margir sem gefa sér tíma í að pússa silfrið sitt nú til dags. DV deilir hér góðu ráði sem unga og upptekna fólkið ætti að geta notað. Klæðið stóran pott með álpappír að innan, fyllið hann afvatni, setjið silfrið ofan í pottinn ásamt einni matskeið af matarsóda, látið suðuna koma upp og bíðið í smástund. Álpappírinn dregur i sig öll leiðindin og silfrið verður eins og nýtt. Þennan skemmtilega rétt má finna í nýjasta tölublaði Gestgjafans þar sem þemað er gómsætt án sykurs. Heiðurinn af uppskriftinn á Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Fljótlegir sauma- klúbbsréttir HEITAR BRIE-OSTASNITTUR. - % snittubrauð -1 dalabrie - Pekanhnetur - Fljótandi hunang. - Hitið ofninn (220 C. - Skerið snittubrauðið f sneiöar og raðið þeim (ofnskúffu. - Ristið þær í ofninum í nokkrar minútut og fylgist vel með svo að þær brenni ekki. -Takið brauðsneiðarnar úr ofninum - þær mega gjarnan kólna. - Leggið ostsneið ofan á hverja brauðsneið og setjið pekanhnetu ofan á. - Raðið brauðsneiðunum í ofnskúffu eða eldfast mót, dreypið örlitlu hunangi yfir og bakið í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er farinn aö bráðna. ÁVAXTASALAT -4græn epli -4bananar -1 stór dós niðursoðnir ávextir -100 g dökkt súkkulaði - Heslihnetur hakkaðar -1 dl sýrður rjómi -1 peli rjómi - Skrælið eplin og skerið I bita. - Sneiðið bananana. - Setjið í skál og blandið niðursoðnum ávöxtum, brytjuðu súkkulaði og hökkuðum hnetunum saman við. - Þeytið rjómann og blandið honum ásamt sýrða rjómanum, varlega saman við ávextina. - Kælið áður en borið er fram. SKYRTERTA -1 pakki kanilkexfrá Lu -1 stór dós vanilluskyr skyr - VS litri rjómi -1 vanillustöng -1 krukka af kirsuberjum eða frosin ber. - Kexið mulið og sett (skál eða á disk með háum köntum. - Skyrinu og léttþeyttum rjómanum blandað saman ásamt einni stöng af vanillu. - Sett ofan á kexið og þjappað aðeins. - Ofan á þetta er svo sultan eða frosnu berin sett og kakan sett (frysti. -Taka þarf kökuna tímanlega úr frystinum áður en hún er borin fram. • 2-3 msk. ólífuolía • 1 laukur, saxaður • 2 hvítlauksgeirar, fínt skornir • 600 g nautahakk, fituKtið • 1 askja Flúðasveppir, saxaðir • 1 rauð paprika • 4-5 gulrætur • 1 dósheilirtómatar • 1 dós tómatsósa • 1 grænmetisteningur • 1 msk. þurrkað óreganó • 1 msk. þurrkað fáfnisgras • 1 msk. dijon-sinnep • pipar • Vh pakki heilhveitispagettí, soðið eftir leiðbeiningum á pakka. Hitið ólífuolíu á stórri pönnu eða í potti, steikið lauk og hvítlauk en gætið þess að hann brenni ekki, setjið nautahakk út í og látið kjötið brúnast í svolitla stund, bætið sveppum út í og steikið í um það bil 5 mínútur. Skerið papriku í teninga og sneiðið gulrætur mjög þunnt, helst með ostaskera, og bætið út í réttínn. Setjið nú heila tómata og tómatsósu úr dós út í réttinn og blandið öllu vel saman (skerið heilu tómatana aðeins niður ef þið viljið hafa litla bita). Setjið grænmetístening, kryddj urtir, sinnep og pipar út í og látíð réttínn malla við meðalhita í um það bil 10-15 mínútur, einnig er hægt að láta Mynd: Karl Petersson réttinn malla lengur við vægari hita. Kryddið réttínn með pipar en ekki of miidð, berið piparinn frekar íram með réttínum og látíð hvem og einn ákveða magnið fyrir sig. Berið fram með ekta parmesaností, heilhveitispagettíi og ef til vill skellibjöliusalatinu eða öðru salatí. Þeir sem eru sykursjúkir þurfa að gæta þess að borða ekid of mikið af spagettíinu sjálfu heldur meira af kjötínu. DI5COVER THE ORIGINAL SHALIfflAF^ ÍMDIAM LUMCli IMDIAM DIMMER INDIAN - PAKISTANI CUISINE AUSTURSTRÆTI 4, Tel: 551 0292 , www.shalimar.is m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.