Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Page 74

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Page 74
74 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Helgarblað OV Umsjón: Dórl DNA Netfang: dori@dv.is Kíktuáþessa Bleach-wn,os Patapon-psp The Club-PS3,XBOX36o Conflict: Covert Ops - PS3 Asterix at Olympic Games - wn, pc, NDS, PS2 Leikjaframleiðandinn 2K mun gefa út leikinn Civilization Revolution íjúni. Um er að ræða framhald hinna geysivinsælu Civilization-leikja þar sem menn þurfa að spila sig í gegnum þróunarsöguna. Leikurinn kemur út á Xbox360, Playstation 3 og Nintendo DS, en er það í fyrsta skipti sem Civ kemur út á leikjatölvu, en ekki eingöngu PC eða Macintosh. Grafík leiksins hefur verið bætt til muna, en leikurinn hefur víst aldrei verið jafnauðveldur og ávanabindandi í spilun. GEARSOFWARS 2ÍVÆNDUM Tölvuframleiðandinn Epic sendirfrá sér tölvuleikinn Gears of Wars 21 nóvember á þessu ári. Fyrri leikurinn þótti stórkostlegur og seldist í 4,5 milljónum eintaka úti um allan heim. Tilkynnt var um leikinn fyrir helgi, en hann mun eins og fyrri leikurinn aðeins koma út á Xbox 360 en ekkert hefur verið talað um hvort PC-útgáfa verði fáanleg. Formleg stikla fyrir leiklnn kom á netið fyrir helgi og hvetur tölvuleikjaaka- demfa DV alla til þess að skoða mynd- bandið, enda eintómur hasar í gangi. Stríðsleikurinn Medal of Honor Her- oes 2 er fyrsti leikurinn í þessari fr ægu stríðsleikjaröð sem kemur á Nin- tendo Wii og ég vona svo sannarlega að þeir verði fleiri. í leiknum er mað- ur í hlutverki bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni og berst gegn harðsvíruðum nasistum Hitlers. Ég hef persónulega ekki spilað Me- dal of Honor síðan ég spilaði Medai of Honor: Frontline á PS2 og ég verð að segja að það hefur verið gerð mikil bragarbót á með Wii-útgáfunni. Það hefur alltaf loðað við leikina hversu pirrandi og óþægilegt stýrikerfið get- ur verið. En með Wii-stýrikerfinu og tölum ekki um með Wii Zappernum eru allt aðrir hlutir uppi á borðinu. Þó svo að grafíkin í Heroes 2 sé ekki sú allra besta venst maður henni fljótt og hún virkar nokkuð vel. Hún er auðvitað ekki í sama klassa og í skotleikjum sem boðið er upp á PS3 eða Xbox360 en Heroes 2 hefur upp á annað að bjóða sem leikir á þess- um tölvum hafa ekki. Það er jú þetta magnaða stýrikerfi sem er fullkomn- að með Zappemum. Maður þeysist um borðin á meiri hraða en maður er vanur í Medal of Honor og stráfellir nasista með fjöl- breyttum og skemmtilegum vopn- um. Allt frá skammbyssum, vélbyss- um og rifflum yfir í sprengjuvörpur og loftvarnarbyssur. Það sem mætti þó vera betra er gervigreind óvinanna og samherj- anna. Þeir eru oft alveg steiktir og standa til móts við hver annan án þess að taka eftir því. En þegar upp er staðið kemur það ekki að sök því leikurinn er það hraður og skemmti- MEDALOF HONOR ★★★★ HEROES2 Nintendo Wii Striðsleikur Wii Zapper: -k-k-k-ki TÖLVULEIKUR legur. Það sem gefur leiknum líka aukið vægi er multiplayer-hluti hans sem er mjög ferskur. Það er ekki næstum því jafnalgengt að slíkir hlutir séu í boði á Wii og í öðrum tölvum en EA tekst vel til í Her- oes 2. Borðin eru þau sömu og í leiknum en maður get- ur barist við allt að 32 einstakl- inga í einu og því um nægan hasar að ræða. Ég myndi segja að Wii Zapperinn sé skyldueign allra Wii-aðdáenda. Ekki bara með þessum leik heldur fyrir alla þá skotleika sem munu fylgja í framtíðinni. Nú þegar er til dæm- is hægt að nota hann við Resident J| \V\\ \ í Wll ZAPPER Er frábærviðbót við skotleiki á Wii. Evil: Umbrella Chronicals. Ef Zapperinn hefði haft skot- gikkinn aftan á en ekki að framan hefði hann fengið fimm stjörnur. Ég vona að Nintendo haldi áfram að hanna svona aukahluti og bíð spenntur eftir skammbyssu eða ein- hverju öðru töff dæmi. Því þar liggur styrkur og íjölbreytni Wii. Ásgeir Jónsson I FYRSTA SKIPTIAISLANDI Þltt ,ls án stofngjaldsl Taktu þátt í byltingunni... Faröu á www.lén.is og skráöu þitt .is lén án stofngjalds! ^ fRlTT lén.is Heimili heimasíðunnar @netvistun Vefir sem virka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.