Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Page 86

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Page 86
86 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Síðasten ekkislst DV BÓKSTAFLega „Greinirinn hlýtur að vera annað tveggja heimsk- ur eða gjörsamlega fávís þegar keniur að íslensk- um bönkum." ■ Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings, (viðtali við danska fjáramálablaðið Börsen í vikunni. Danski bankinn Saxobank birti spá (vikunni sem gerir ráð fyrir því að Kaupþing verði gjaldþrota á þessu ári. „íslenskir rit- höfundar hafa ekki mikið að segja íyrir utan verk sín." ■ Kolbrún Bergþórsdóttir (Kiljunni þegar bókin Sköpunarsögur var dæmd á dögunum - Áts! „Aldrei datt Ts <• mér í hug m að ég ætti ^ eftir að I segja þetta, en ég sakna Kanans á Miðnesheiði." ■ Dr. Gunni (lofræðu sinni um Kanann á (slandi - Fréttablaðið. „Það er eins í fótbolta og pólitík; ef þú skorar of rnikið af sjálfsmörk- um get- urðu ekki verið lengi íliðinu." ■ Guðjón Þórðarson kennir sjálfstæðismönnum liðsheild sem þeim virðist ekki veita af - 24 stundir. „Það var talað um að hækka styrkinn upp í ríf- lega 800 milljónir. Vil- hjálmur Vilhjálmsson og Biöril Ingi Hrafns- son íýstu því svo yfir á herrakvöldi Fylkis í jan- úar 2007 að félagið yrði styrkt. Það eru nú eícki nerna 800 vitni að því." ■ Örn Hafsteinsson, framkvæmda- stjóri Fylkis, (DV. „Ég læt ekki fjóra nienn breyta hugsun minni á 300 þúsund manns." ■ Timothy Branson (DV en Timothy varð fyrir fólskulegri Ifkamsárás rasista. „Þegar íslamófóbían hef- ur endanlega náð tökum á mér get ég skrifað bók- ina fslamd. ■ Egill Helgason á bloggi sfnu. En þegar hafa verið skrifaðar bækur sem heita Londonist- an og Eurabia. „Þráin eftir að hafa ein- hvern tímann ekki neitt að gera." ■ lllugi Jökuls DV, spurður a því hvað drífi hann áfram. TÓLF DÖGUMYNGRI EN B0BBYFISCHER Samuel Estimo er 64 ára filippseyskur lögfræðing- ur og fullyrðir að skjólstæðingur sinn, hin 7 ára gamla Jinky Young, sé dóttir skáksnillingsins Bobby Fischers. Sjálf ur hefur Estimotvívegis keppt með skáklandsliði þjóðar sinnar. Lögfræðingurinn lifirfyrir hvern dag og hugsar lítið út í hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann óttast þó að falla frá á árinu líkt og Fischer enda fæddir á sama árinu. Hver er maðurinn? „Samuel Estimo, lögfræðingur og skákmaður á 64. aldursári." Hver eru helstu áhugamál þín? „Skákin tekur mestan tíma minn. Ég spila einnig körfubolta og hef gert mjög lengi. Ég læt háan aldur minn ekki halda neitt aftur af mér og spila körfubolta alveg á fullu ennþá." Hvers vegna ákvaðst þú að gerast lögfræðingur? „Það ákvað ég eftir að ég uppgötvaði að mér tækist aldrei að verða stórmeistari í skák. Ég hafði reyndar tvívegis verið í landsliði Filippseyja í skák, ég keppti á Skákólympíuleikunum í Þýskalandi 1970 og ísrael 1976. Þá var ég einnig fyrirliði landsliðsins, án þess að leika með því, í Slóveníu 2002, Spáni 2004 og ítalíu 2006." Hvaða máli ert þú stoltastur af að hafa rekið sem lögmaður? „Ég var mjög stoltur af því að hafa flutt mál Florencios Campomanes, fyrr- verandi formanns Alþjóðaskáksam- bandsins, fyrir áratug eða svo. Hann lögsótti stjörnulögfræðing Filippseyja, Art Borjal, fyrir meiðyrði og við unn- um málið. Sigurinn hafði mikil áhrif á Borjal og hann lést nokkrum árum síðar." Hvert er draumaverkefnið í framtíðinni? „Ég hef haft mjög gaman af því að vera dálkahöfundur í dagblöðum og sjón- varpsþáttarstjórnandi skákþáttar með Campomnes formanni. Sem lögmað- ur er ég enn að bíða eftír að drauma- verkefnið berist á mitt borð." Hittir þú sjálfur Bobby Fischer? „Já, ég hittí hann fyrst á Skákólymp- íuleikunum í Þýskalandi árið 1970. Þar tapaði hann fyrir Spassky í tafli milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Hann var mjög leiður yfir tapinu en ég veit hins vegar að hann var að kljást við magapest allan tímann sem skákin stóð yfir. Bobby lét bara ekki á neinu bera. Við vorum í sambandi árið 2002 eftir að hann óskaði eftir því við mig að ég hjálpaði honum að gerast filipp- seyskur ríkisborgari." Tókst þú verkefnið að þér? „Nei, ég ráðlagði honum hins vegar harðlega gegn því vegna mikilla ítaka Bandaríkjamanna í heimalandi mínu. Hann sagði mér þá að hann vildi ger- ast filippseyskur ríkisborgari þar sem hann ættí þarlenda dóttur og fullt af góðum skákvinum." Er Jinky dóttir Bobbys Fischer? „Já, Bobby hafði sjálfur viðurkennt hana sem bam sitt. Ég hef í höndum ýmis gögn því tíl stuðnings ásamt ljós- myndum." Hvernig eru þær mæðgur Marilyn og Jinky? „Marilyn er virkilega hógvær og góð- hjörtuð kona. Hún er ekki síður á mótí fjölmiölafári en hinn látni skákmeist- ari. Jinky er fjörug unga stúlka í barna- skóla sem enn hefur eldd náð að átta sig almennilega á því að hennar mikli faðir sé látinn." Hvað ber framtíðin í skauti sér? „Ég horfi ekki svo mikið til framtíðar heldur einbeití mér að líðandi stundu og tek eiginlega einn dag fyrir í einu. Um leið og ég geri það hfi ég í eilitlum ótta um að ég geti líka fallið frá á mínu 64. aldursári, líkt og skáksnilhngurinn Bobby Fischer. Ég er jú aðeins 12 dög- um yngri en snillingurinn var." SANDKORN ■ Það væsir ekki um rithöfúnd- inn Þráin Bertelsson þessa dag- ana en hann situr nú við skriftir á sveitaóðali íslenska ræð- ismannsins í Tékklandi, Þóris Giuin- arssonar. Nokkur ár em síðan ræðismanns- hjónin gerðu upp sveitaóðalið en þar útbjuggu þau sérstaka listamannaíbúð sem ófáir íslendingarnir hafa setið í og skapað. Þetta er ekki í fyrsta skiptí sem Þráinn nýtur góðs af gestrisni hjónanna en þetta er þriðja skáldsagan sem Þráinn skrifar í listamannaíbúð- inni. Þráinn fær greinilega mik- inn innblástur til verka þarna en þeir sem þekkja til konsúlsins geta greint að rithöfundurinn hefur greinilega nýtt sér per- sónueinkenni hans í síðustu bók sinni - Englar dauðans. ■ Guðmundur Benediktsson knattspyrnumaður er þekkt- ur fýrir skeleggar og nákvæm- ar lýsingar á enska boltanum hjá Sýn. Nú á dögunum gerðist það í miðjum leik að það fór að snjóa. Gummi er víst eins og aðrir menn og finnst einstak- lega leiðinlegt að þurfa að skafa af bílnum sínum. Hann brá sér því út í hálfleik og kveikti á bíln- um sínum og lét hann bíða í 45 mínútur eftir sér, en bíllinn var víst flauelsmjúkur og hlýr þegar leiknum var lokið. ■ Sprengjuhöllin áttí gott síðasta ár og raðaði ihn slögurum á vin- sældalistana. Það voru þó ekki bara vinsældir sem sveitin aflaði sér á árinu og má leiða líkum að því að hljóm- sveitin hafi skilað sér álíka miklum óvinsæld- um. í spjalli við Monit- or í síðasta tölublaði vílar Raggi, bassaleikari Botnleðju, það að minnsta kosti ekki fyrir sér að kalla strákana í Sprengjuhöll- inni hálfvita. Hvort það sé tónlist Sprengjuhállarinnar eða hroki einstakra riieðlima hennar sem fer svona mikið í taugarnar á bassaleikaranum skal látíð liggja á milli hluta. En margir tónlistar- menn munu vera ósáttir við skrif Alla Bollasonar, hljómborðsleik- ara sveitarinnar, í Morgunblað- ið þegar hann hampaði eigin hljómsveit á kostnað nokkurra flaggbera íslenskrar tónlistar- senu síðustu ára og það er ekki eini vettvangurinn sem Atli hef- ur látíð slíkt eftír sér. HINN DAGINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.