Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 Fréttir DV Hin tvítuga Dominika Majewska lenti í hrottalegri líkamsárás um helgina þegar íslensk stúlka beit hana í andlitið vegna þjóðernis Dominiku. Aðeins mánuði áður en ráðist var á hana var hún í viðtali við DV þar sem hún sagðist hafa fellt tár þegar hún frétti af samtökum kynþáttahatara. STULKA BITIN ÍANDLITVEGNA ÞJOÐERNIS „Það hatar mig enginn, né hefur nokkur maður ástæðu til þess." Aldrei bjóst hún við að verða sjálffórnarlamb slíks haturs. VALUR GRETTISSON bladamadur skrifar: „Þegar ég sagðist vera pólsk réðust stelpurnar á mig," segir Dominika Majewska, tvítug pólsk afgreiðslu- stúíka, um upphaf þess að þrjár konur á þrítugsaldri réðust á hana á bar í miðbæ Reykjavíkur um síð- ustu helgi. Svo virðist sem þær hafi gert það eingöngu vegna þess að hún er pólsk að uppruna. Árásin var hrottafengin en ein stúlkan beit hana í andlitið svo það stórsér á Dominiku. Aðeins mán- uði áður var Dominika í viðtali við DV vegna rasistasamtakanna ÍFÍ sem eru starffækt í Keflavík. Stofn- un samtakanna fékk mikið á hana. Sjálf segist Dominika hafa fellt tár þegar hún frétti af tilvist samtak- anna. Reiddist rasismanum Dominika hefur búið á íslandi í tæp sjö ár og fær ríkisborgararétt nú í sumar. Hún flutti hingað með fjölskyldu sinni og hefur unað sér vel á Islandi - þar til nú. Hún var úti að skemmta sér með vinum um síðustu helgi þegar hún sá mann af erlendum uppruna biðja stúlkurnar þrjár um kveikj- ara. Þær hreyttu í hann ónotum og segir Dominika að þau hafi litast af rasisma. Hún reiddist aðförinni að manninum og sagði við stúlkurnar að hún væri sjálf pólsk. Orðaskipt- in urðu ekki fleiri að sögn Dom- iniku því stúlkurnar réðust á hana. Þær slógu og spörkuðu í hana auk þess sem ein þeirra beit Dominiku í andlitið. Þorir ekki út „Ég fór ekkert út í gær eða í dag," segir Dominika sem var verulega brugðið eftir hatursglæp kvenn- anna. Konurnar sem lömdu Dom- iniku voru allar rétt rúmlega tví- tugar en enginn þeirra þekkti á nokkurn hátt til hennar. Árásin átti sér stað fyrir utan kvennaklósettið á bar í miðborginni þar sem Dom- inika hafði verið að skemmta sér ásamt vinkonum. Henni finnst þessi þróun óhugnanleg og það sérstaklega eft- ir að hún fordæmdi samtökin ÍFÍ fyrir kynþáttafordóma aðeins mán- uði áður. Grét vegna kynþáttahaturs „Ég grét þegar ég ffétti af þessu og það var hræðilegt að lesa um- mæli sem meðlimir samtakanna 'i t r Dominika Majewska Lenti í hrottafenginni líkamsárás um síðustu helgi vegna pólsks uppruna létu hafa eftir sér," sagði Dominika í viðtali við DV um samtökin ÍFÍ sem beindu reiði sinni að nokkru leyti gegn Pólverjum. Sjálf talar Dom- inika reiprennandi íslensku enda búið hér á landi frá tólf ára aldri. Vaxandi kynþáttahatur íslendinga hefur valdið henni hjartasorg. Hún telur þó engin tengsl á milli um- Bitin í andlitið Það sér þó nokkuð á Dominiku eftir fólskulega hatursárás. mæla hennar í viðtali við DV og árásarinnar. Engin ástæða til að hata „Ég er hrædd við að fara út og líður illa andlega," segir Dominika en henni er enn mjög brugðið eft- ir fólskulega árásina. Hún segist finna mikið fyrir vaxandi fordóm- um íslendinga í garð útlendinga en hingað til hefur hún ekki orðið fyrir miklu ónæði vegna uppruna síns. Hún segist vita hverjar þessar konur eru sem veittu henni áverka og hitti lögfræðing í gær til þess að ráðfæra sig um næstu skref. Hún ætlar að kæra þær allar enda árás- in hrottaleg og hatursfull. „Það hatar mig enginn, né hef- ur nokkur maður ástæðu til þess," segir Dominika sem á erfitt með að skilja hegðun fslendinga en hat- ursárásir hafa færst talsvert í auk- ana undanfarið. Aldrei bjóst hún við að verða sjálf fómarlamb slíks haturs. I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.