Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008
Norðurland IV
Héðinsfjarðargöng eru meira en hálfnuð. Göngin eru forsenda fyrir hagræðingu í sveitarfélaginu Fjallabyggð sem
samanstendur af Ólafsfirði og Siglufirði. Þegar vegurinn um Lágheiði lokast eru 234 kílómetrar á milli bæjanna en
verða aðeins fimmtán þegar göngin koma til sögunnar. Hver kílómetri í Héðinsfjarðargöngum kostar 840 milljónir.
Héðinsfjarðargöng
Svona blasirganga-
munninn við frá
Ólafsfirði.
DV-mynd Sigtrycjgur
Hlláskaginn
KEMST A KORTIÐ
„Með Héðinsfjarðargöngum
verða sveitirnar í Fjallabyggð og Dal-
víkurbyggð að einu atvinnusvæði.
Göngin eru ein af forsendunum fyr-
ir þeirri hagræðingu sem fyrirhug-
uð er með sameiningu sveitarfélag-
anna á Siglufirði og í Olafsfirði," segir
Jón Hrói Finnsson, þróunarstjóri hjá
sveitarfélaginu Fjallabyggð.
Gerð ganganna hefur gengið vel
að undanförnu að sögn G. Péturs
Matthíassonar, upplýsingafulltrúa
hjá Vegagerð ríkisins. I síðustu viku
var sprengdur 51 metri inni í fjallinu
Ölafsfjarðarmegin og aðrir 54 metrar
Siglufjarðarmegin. Nú eru einungis
ríflega 150 metrar eftir út til Héðins-
fjarðar frá Siglufirði.
Atvinnusvæði verðurtil
„Það verður hægt að einfalda
stjórnkerfið mjög mikið með til-
komu ganganna," segir Jón Hrói.
„Þetta er umræða sem þarf að taka
og við reiknum með því að vera búin
að komast að niðusrtöðu um flesta
þætti hennar þegar göngin verða
tekin í notkun."
Hann segir hagræðingarmögu-
leikana liggja víða. Mögulegt sé að
sameina skóla, slökkvilið og sjúkra-
stofnanir, ásamt því sem síðar verði
mögulegt að sameina íþróttafélög og
björgunarsveitir. „Auðvitað eru ekki
allir sammála um hvað ber að gera,
en það er alveg nauðsynlegt að fara
vandlega yfir þessi mál," segir Jón.
Hann bætir við að með göngum um
Héðinsfjörð verði aðgengi fyrirtækja
að vinnuafli á svæðinu stórbætt.
Þeirra áhrifa muni að líkindum gæta
alveg til Dalvíkur. Þegar er rætt um
að koma á fót framhaldsskóla, enda
telji Dalvíkur- og Fjallabyggð saman-
lagt tæplega fimm þúsund íbúa.
Inni í eyðifirði
Héðinsfjarðargöng eru í raun
tvenn göng. Annars vegar eru tví-
breið 6,9 kílómetra löng göng frá Ól-
afsfirði í Héðinsfjörð og hins vegar
3,7 kílómetra löng göng úr Héðins-
firði til Siglufjarðar, einnig tvíbreið.
I Héðinsfirði sjálfum, sem hingað til
hefur verið afskekktur eyðifjörður,
verður lagður ríflega hálfs kílómetra
Framvindan Á þessari skýringarmynd frá Vegagerðinni má sjá framvindu verksins.
langurvegarkafli, ásamtþvf semveg-
skýli verða byggð við alla fjóra ganga-
munnana.
Göngin stytta leiðina milli Siglu-
fjarðar og Úlafsfjarðar úr 62 kíló-
metrum í fimmtán miðað við að far-
ið sé um Lágheiði. Lágheiðin verður
gjarnan ófær á vetrum og þá þarf að
aka 234 kílómetra leið á milli bæj-
anna í Fjallabyggð, um Öxnadals-
heiði. Alls er búið að sprengja rúm-
lega sex kílómetra leið og er verkið
meira en hálfnað. Vegagerðin gerir
ráð fyrir því að göngin verði tekin í
notkun í desember á næsta ári.
Kristján Möller samgönguráð-
herra upplýsti á Alþingi nú um mán-
aðarmótin að kostnaður við Héð-
insfjarðargöng væri 840 milljónir
á hvem Idlómetra. Göngin eru alls
10,6 kílómetra löng og verður heild-
arkostnaður samkvæmt því um níu
milljarðar.
Tækifæri í ferðþjónustu
„Göngin munu opna samgöngu-
leiðir Siglfirðinga til muna," segir Jón
Hrói. „Þetta færir þá nær Akureyri
og með því móti verður mun styttra
að komast á flugvöll." Ibúar í Fjalla-
byggð gera sér einnig vonir um að
með tilkomu ganganna geti skapast
ný atvinnutækifæri í ferðaþjónusm.
„Við reiknum með að göngin opni
Tröllaskagann sem nokkurs konar
hring. Hingað til hefur fólk þurft að
gera sér sérstaka ferð til Siglufjarðar
og Ólafsfjarðar, en með göngunum
getur fólk ákveðið að hafa viðkomu
á þessum stöðum á ferðalagi um
Norðurland," segir Jón.
sigtryggur@dv.is