Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 Norðurland tV Embætti sýslumanns og lögreglu Lögregia og sýslumaður eru í sama húsi á Sauðárkrókl. Sýslumaður áminnti Björn yfirlögregluþjón. Björn höfðar ógildingarmál. Gylfi Thorlacius, lögmaður Björns Mikaelssonar yfirlög- regluþjóns á Sauðárkróki, segir áminningarbréf sýslumanns til Björns vera með ómálefnalegasta móti. Ríkharður Másson sýslumaður segir að sannleikurinn muni á endanum koma upp á yfirborðið og vonar að það verði hið fyrsta. Yfirlögreglu- SYSLUMADUR þjónninn á ekki von á að málinu Ijúki alveg á næstunni en kveðst vera með breitt bak. SANNLEIKURINN KEMURIUOS pv 26. september 2007 Sagt var frá óeiningu milli sýslumanns og lögreqlu í DV f september. „Þetta mál ber keim af eineiti," segir Gylfi Thorlacius, lögmaður Björns Mikaelssonar yfirlögreglu- þjóns á Sauðárkróki, um áminn- ingarbréf sem sýslumaðurinn, Ríkharður Másson, ritaði Birni fyr- ir hálfu ári. Sýslumaðurinn ávítir Björn meðal annars fyrir að tjá sig óvar- lega um hraðakstur í sjónvarps- viðtali ásamt því sem rannsókn tveggja mála hafi dregist fram úr hófl og því að umferðarátaki í Skagafirði hafi ekki verið framfylgt nægilega vel. Hvorki Björn né Rík- harður sýslumaður hafa viljað tjá sig um málið opinberlega, en ljóst er að stirðleikar hafa verið í sam- skiptum milli embættanna um langt skeið. Sannleikurinn kemur í Ijós Ríkharður Másson bendir á út- drátt úr áminningarbréfinu þeg- ar hann er inntur eftir stöðu máls- ins. Hann segir að einhvern tímann muni sannleikurinn koma ljós. Það sé áríðandi að málið verði afgreitt hratt og örugglega, þannig að það megi tilheyra fortíðinni. Gylfi Thorlacius, sem um ára- bil hefur starfað sem lögmaður fyr- ir Landssamband lögreglumanna, segir áminninguna vera með ómál- efnalegasta móti. Áminningar til opinberra starfsmanna eru þeirr- ar náttúru gæddar að þeim er ekki hægt að áfrýja til næsta stjórnsýslu- stigs. „Pess vegna verðum við að höfða ógildingarmál. Það er verið að undirbúa stefnuna þessa dagana," segir Gylfi. Fundur var fýrirhugaður í dómsmálaráðuneytinu vegna máls- ins á mánudag. Þar áttu að hittast skrifstofustjóri í ráðuneytinu ásamt Gylfa og fulltrúa ffá Landssambandi lögreglumanna. Fundinum þurfti að fresta vegna veikinda. Samskiptin eru stirð Þvíhefurveriðhaldiðframífféttum upp á síðkastið að slæmur starfsandi sé í liði lögreglunnar á Sauðárkróki og það sé meðal annars ástæðan fyrir því að embættinu haldist ekki á starfskröftum. Þessu samsinnir Björn Mikaelsson ekki. Embættið hafi átt við starfsmannavanda að stríða, en ræturnar séu aðrar. DV sagði frá því í september að flótti væri brostinn á í lögregluliðinu vegna stirðra samskipta við sýslu- mannsfulltrúa á Sauðárkróki. Gunn- ar Bragi Sveinsson, varaforseti sveit- arstjórnar, lýsti áhyggjum sínum af stöðu mála og Byggðaráð Skaga- fjarðar ályktaði að stöðugleika yrði að tryggja í rekstri embættisins. „Hér hafa gengið gróusögur um flótta úr lögregluliðinu. Ég get ekki byggt stjórnsýsluna á slúðri. Hins vegar kemur það upp á flestum vinnustöð- um að mönnum verði sundurorða," sagði Ríkharður Másson þá. í kaffi á stöðinni DV heimsótti höfuðstöðvar lög- reglunnar á Sauðárkróki og fann þar fyrir yfirlögregluþjóninn, lögreglu- þjón á vakt ásamt lögregluþjónum á frívakt sem leið áttu hjá eða þurftu að reka erindi. Lögreglumenn virtust hinir hressustu þrátt fyrir áberandi umfjöllun um hremmingar á stöð- inni. í fréttum síðasta hausts af erfið- leikum lögregiunnar á Sauðarkróki kom fram að bæjarbúar hefðu átt þess kost í gegnum tíðina að líta við á lögreglustöðinni, þiggja kaffibolla og ræða málin. Fulltrúi sýslumanns hafi þó ekki verið hrifinn af þessu fyrirkomulagi og lagt bann við þessum kaffitímum. „Svona smávöxnum vinnustað verður aldrei stjórnað eins og um herlið sé að ræða, þar sem tilkynn- ingar eru hengdar á vegg og skipanir öskraðar á liðið," segir Gylfi Thorlac- ius. sigtryggur@dv.is Skíðasvæðið íTindaöxl hefur aðeins verið opið í tuttugu daga: Ótrúlega snjóléttur vetur Skíðasvæði Ólafsfirðinga í Tindaöxl hefur aðeins verið opið í tuttugu daga þennan veturinn. Óli Hjálmar Ingóifs- son, umsjónarmaður á svæðinu, segir veturinn hafa ver- ið mjög óvenjulegan og snjóléttan. „Þetta er búið að vera þannig að við höfum ekki ennþá getað opnað efri hluta brekkunnar, þannig að núna er aðeins helmingurinn af svæðinu opinn," segir Óli. Hann segir að jafrivel þótt endrum og sinnum hafi snjó- að kröftuglega þá hafi komið hlýindakaflar inn á milli sem hafi gjöreyðilagt skíðafærið. „Hér komu dagar þar sem hitinn fór upp í tólf gráður og snj óinn tók nánast allan upp á tveimur dögum," segir hann. Þetta sé afar óvenjulegt á Ólafsfirði sem að jafnaði sé meðal snjóþyngstu svæða á islandi. Ekki séu nema örfá ár síðan reglulega þurfti að moka snjóinn undan lyftunum til þess að hægt væri að opna skíðasvæðið. „Við höfum loksins náð að útbúa góða göngubraut héma, en það hefur í raun verið alveg sama streðið með hana. Við þurfúm sennilega bara að fara að koma okkur upp snjóbyssum og fara að framleiða snjó. Það er alveg sam- bærilegt við það að fá gervigras fyrir fótboltamenn." Nú hefur þó snjóað kröftuglega nokkra daga í röð og ástandið horfir til betri vegar að mati Óla. I Tindaöxlinni er 650 metra löng diskalyfta og einn Óli Ingólfsson Óli segir veturinn óvenjulega snjóléttan. Erfitt hafi reynst að halda brekkum og brautum opnum. DV-myndir Sigtryggur troðari. Göngubrautir eru lagðar víðs vegar þar sem færi gefst og svokölluð trimmbraut er jafnan lögð norðan við Ólafsfjarðarvatn í gre'nnd við byggðina. Brautirnar em ýmist troðnar í bítið eða strax eftir hádegið. Skíðabretta- unnendur hafa úr stórum ótroðnum slóðum að velja. Snjóleysi í efri hluta brekkunnar í Tindaöxl spillti þó ekki ánægjunni hjá krökkunum sem skelltu sér í íjallið eftir skóla sfðastliðinn fÖStudag. sigtryggur@dv.is Gaman á skiðum Þeir skemmtu sér prýðilega á A skíðunum krakkarnir á Ólafsfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.