Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Síða 31
PV Sport MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 31 ARSENAL VANN RÍKJANDIEVRÓPUMEISTARA AC MILAN 2-0 MEÐ MÖRKUM FABREGAS OG ADEBAYORS. BLS. 33. íslenska landsliðiö hefur leik á Algarve í dag: STEFNUM Á SIGUR í ÖLLUM LEIKJUM Islenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu hefur í dag leik á æfingamóti í Portúgal og er fyrsti leikur gegn Pól- landi. Með íslandi eru einnig í riðli írland og Portúgal en íslenska lið- ið mætti einnig þeim tveimur síðast nefndu á sama tíma í fyrra. Það var létt yfir Sigurði Ragnari Eyjólfssyni lands- liðsþjálfara þegar DV talaði við hann í gær en hann var að ganga til náða á meðan stelpumar horfðu á meistara- deildina. Katrín Ómarsdóttir er tæp fyrir leildnn í dag. „Ferðalagið var frekar langt en það gekk vel. Við komum ffekar seint þannig að við fengum okkur kvöldmat og fórum svo að sofa. f dag [í gærj nýtt- um við daginn vel. Æfðum tvisvar og héldum góðan fund. Katrín Ómars- dóttir meiddist reyndar á æfingunni og er tæp fyrir leikinn gegn Póllandi. Annars eru allar aðstæður til fyrir- myndar og grasið grænt," sagði Sig- urður sem veit ekki mikið um pólska liðið. „Við vitum að Pólland er númer 27 á heimslistanum. Því hefur gengið vel í undankeppni Evrópumótsins en hefur reyndar spilað gegn öllu lakari mótherjum í sínum riðli. Eflaust eru flest liðin að prófa nýja hluti. Bæði ný leikfyrirkomulög og nýja leikmenn. Því höfum við ákveðið að vera ekkert að spá of mikið í mótherjana heldur ein- faldlega einbeita okkur að okkar leik." Stefnan fýrir leikirm á morgun er klár og hún hefur einnig verið sett fyr- ir allt mótið. „Við leggjum upp leikinn á morgun með því að pressa og sjá hvem- ig það gengur en pólska liðið er spum- ingarmerki því við vitum svo lítið um það. Annars höfum við sett þá stefnu að vinna alla leikina og venja okkur á það að vinna leiki. Við þurfúm að vinna fýrsm þrjá leikina í undankeppninni í sumar til þess að búa til úrslitaleik gegn Frakklandi um hvaða lið kemst inn í lokakeppni Evrópumótins. Þetta er því góður undirbúningur fyrir það," sagði Sigurður Ragnar ákveðinn að lokum. tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.