Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 31
PV Sport MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 31 ARSENAL VANN RÍKJANDIEVRÓPUMEISTARA AC MILAN 2-0 MEÐ MÖRKUM FABREGAS OG ADEBAYORS. BLS. 33. íslenska landsliðiö hefur leik á Algarve í dag: STEFNUM Á SIGUR í ÖLLUM LEIKJUM Islenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu hefur í dag leik á æfingamóti í Portúgal og er fyrsti leikur gegn Pól- landi. Með íslandi eru einnig í riðli írland og Portúgal en íslenska lið- ið mætti einnig þeim tveimur síðast nefndu á sama tíma í fyrra. Það var létt yfir Sigurði Ragnari Eyjólfssyni lands- liðsþjálfara þegar DV talaði við hann í gær en hann var að ganga til náða á meðan stelpumar horfðu á meistara- deildina. Katrín Ómarsdóttir er tæp fyrir leildnn í dag. „Ferðalagið var frekar langt en það gekk vel. Við komum ffekar seint þannig að við fengum okkur kvöldmat og fórum svo að sofa. f dag [í gærj nýtt- um við daginn vel. Æfðum tvisvar og héldum góðan fund. Katrín Ómars- dóttir meiddist reyndar á æfingunni og er tæp fyrir leikinn gegn Póllandi. Annars eru allar aðstæður til fyrir- myndar og grasið grænt," sagði Sig- urður sem veit ekki mikið um pólska liðið. „Við vitum að Pólland er númer 27 á heimslistanum. Því hefur gengið vel í undankeppni Evrópumótsins en hefur reyndar spilað gegn öllu lakari mótherjum í sínum riðli. Eflaust eru flest liðin að prófa nýja hluti. Bæði ný leikfyrirkomulög og nýja leikmenn. Því höfum við ákveðið að vera ekkert að spá of mikið í mótherjana heldur ein- faldlega einbeita okkur að okkar leik." Stefnan fýrir leikirm á morgun er klár og hún hefur einnig verið sett fyr- ir allt mótið. „Við leggjum upp leikinn á morgun með því að pressa og sjá hvem- ig það gengur en pólska liðið er spum- ingarmerki því við vitum svo lítið um það. Annars höfum við sett þá stefnu að vinna alla leikina og venja okkur á það að vinna leiki. Við þurfúm að vinna fýrsm þrjá leikina í undankeppninni í sumar til þess að búa til úrslitaleik gegn Frakklandi um hvaða lið kemst inn í lokakeppni Evrópumótins. Þetta er því góður undirbúningur fyrir það," sagði Sigurður Ragnar ákveðinn að lokum. tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.