Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 Sport PV ÍÞRÓTTAMOLAR GUÐMUNDUR TEKUR VIÐ BANDINU Guömundur Steinarsson hefur aö nýju tekið við fyrirliðabandi knattspyrnuliðs Keflavfkur. Jónas Guðni Saevarsson, sem að lokinni síðustu leiktfð gekk í raðir KR, var fyrirliði á sfðustu leiktfð. ÁðurenJónas gerðist fyrirliði var Guðmundur fyrirliði Keflvíkinga og er nú aftur kominn með bandið góða. Varafyrirliði verður Guðjón Árni Antoníusson og þriðji fýrirliði verður Ómar Jóhannsson markvörður. BIKARMEISTARI f FJÓRÐA SINN f RÖÐ Sigrún Sjöfn Ámundadóttir vann um helgina sinn fjórða bikarmeistaratitil í röð í unglingaflokki kvenna. Sfðustu þrjú ár hefur Sigrún orðið bikarmeistari með Haukum f unglingaflokki og sá fjórði kom með KRum helgina þegarVesturbæj- arstúlkur lögðu Grindavík í miklum spennuleik. Sigrún gerði 18 stig gegn Grindavík, tók14 fráköst, stal 5 boltum og varði 4 skot. Sigrún kann vel við sig f bikarúrlsitaleikjum því í fyrra gerði hún 21 stig og tók 19 fráköst fyrir Hauka ásamt því að gefa 5 stoðsending- ar þegar hún var í Haukaliðinu sem bar sigurorð af Keflavík. Sigrún er orðin lykilamaður f liði KR í lceland Express- deild kvenna en tveir toppleikir fara fram f kvöld þegar KR fær Keflavík í heimsókn og Haukastúlkur taka á móti Grindavík. 11 VERÐLAUNTIL fSLANDS fslenskir keppendurá sænska katamótinu sem haldið var um helgina fengu samtals 11 verðlaun. Þrjú gull, fimm silfurogþrjú brons. Islendingar áttu 22 keppendur á sænska mótinu Kata Pokalen sem fram fór í Stokkhólmi. Hópkataliðin voru f sérflokki en Breiðablik, Þórshamarog Karatefélag Akraness settu saman þrjú hópkatalið sem öll unnu til verðlauna í sínum flokkum. Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í leikjum sfðustu umferðar í Coca Cola deildinni. Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum. Viðbrögð þjálfara, stuðningsmanna og sérfræð- inga. Bein útsending frá leik Liverpool og West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Þáttur sem er ekkert minna en bylting í umfjöllun um enska boltann á Islandi. Tvíeykið, Heimir Karlsson og Guðni Bergsson, stendur vaktina ásamt vel völdum sparkspekingum, og saman skoða þeir allt sem tengist leikjum dagsins á skemmtilegan og nákvæman hátt. Islensk dagskrárgerð eins og hún gerist best. Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum.Viöbrögð þjálfara, stuðningsmanna og sérfræð- inga. Útsending frá leik Liverpool og West Ham í ensku úrvalsdeildinni. SÍÐASTISTÓRITITILL FH ■fffOfjui BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON bladamadur skrifar: benniíAclv.is „Ég man eftir þessum leik, já já. Þetta var á móti KA og þetta var að mig minnir einn af síðustu leikjum mínum með FH áður en ég fór í Aft- ureldingu," sagði Bergsveinn Berg- sveinsson, fyrrum markvörður FH, um hvort bikarúrslitaleikurinn 1994 væri enn ofarlega í minningunni. Bergsveinn varði 16 skot í leiknum og skoraði eitt mark. Leikurinn var eign FH frá upphafi til enda fyrir framan troðfulla Laug- ardalshöll. KA var að leika sinn fyrsta bikarúrslitaleikog fóru á taugum. FH liðið var yfir 14-7 í hálfleik og vann öruggan sjö marka sigur 30-23. „Eg var farinn af velli þegar 15 mínútur voru eftir. Við gát- um skiptum GAMLA FRÉTTIN Gamla fréttin að þessu sinni birtist á þessum degi, 5. mars árið 1994. Þá hafði FH hampað bikarmeistaratitl- inum en þetta var síðasti stóri titill félagsins. Berg- sveinn Bergsveinsson, markvörður FH á þessum tíma, man vel eftir leiknum enda varði hann eins og ber- serkur og skoraði auk þess eitt mark. 9 einn iim Ht btfcsrinc>!5tí»ri , . 15, skiplt 6-27 Níu ný íslamis- mef litu dagsins liós lijá fotluðuin gegnMan. Ltd *"*•■■*• .tonDsæti n-ríðii- S*V$ SSlira? . . Man vel eftir leiknum '94 Bergsveinn var í marki FH sem varð bikarmeistari 1994. markmann því við vorum búnir að klára leikinn. Þeir voru í KA lið- inu þarna, Al- freð Gísla- son, Valdi- mar Grímsson, Sigmar Þröstur Óskars- son og fleiri góðir. Ég skoraði man ég eitt mark í þessum leik. Þrumaði boltanum yfir allan völlinn," sagði Bergsveinn léttur. Vorum með svakalega gott lið á þessum tíma f FH liðinu voru margar frægar kempur. Kristján Arason, Atli Hilm- arsson, Hans'Guðmundsson, Gunn- ar Beinteinsson, Guðjón Árnason og svo mætti lengi telja. Þetta var síðasti titill sem FH vann í handboltanum en eftir tímabilið fór mikið af mann- skapnum annað. „Það hefur enginn titill komið síðan þessi kom í hús, það er orðið allt of langt síðan. Við vorum með svakalega gott lið á þessum tíma. Við urðum þrefaldir meistarar 1992-1993 en rétt misstum af titlinum 1993-1994 þegar við töpuð- um fyrir Val í úrslitakeppn- inni en urðum bikarmeistarar. Eftir þennan titil þá splundraðist mann- skapurinn sem var búinn að vinna allt sem hægt var að vinna. Kristj- án fór til Þýskalands, Hans fór í HK, Atli fór í HK og hópurinn splittaðist um allar trissur. Ég fór í Mosfellsbæ- inn og spilaði með Aftureldingu eftir þetta tímabil." Bergsveinn er einn af þeim sem er á bak við tjöldinn hjá ungu og bráð- efnilegu liði FH sem er nálægt því að tryggja aftur sæti sitt í deild þeirra bestu. „Ég er með alla markmanns- þjálfun í FH. Það er mjög gott og mjög gaman að vera að kenna ung- viðinu. Þar er maður að leiðbeina þessum krökkum það sem maður kann best. Ég er líka með meistara- flokkinn en það eru margir þar sem eru enn í unglingaflokki. Það er frá- bær efniviður til í FH núna og það verður að halda rétt á spilunum sem er gert í Hafnarfirði. Egill Jónasson, miðherjinn öflugi hjá Njarðvík, fór í uppskurð í gær vegna hnémeiðsla: Egill frá í mánuð vegna aðgerðar á hné „Ég var í aðgerð að láta laga brjósk- skemmdir í hnénu. Það var allt komið í tætlur þarna," sagði miðherjinn öfl- ugi Egill jónasson hjá Njarðvík þeg- ar DV náði í skottið á honum. Egill lá í makindum og hafði það huggulegt fyrir ffarnan sjónvarpið. „Ég verð frá í einhverjar vikur en þetta á að verða gott eftir aðgerðina. Læknirinn vildi ekki bíða með þetta og ég var að spila inn á milli en þetta var búið að angra mig í einhvern mánuð. Maður beit bara á jaxlinn, tók nokkrar verkjatöflur og reyndi að þola sársaukann." Egill mun því missa af næsta leik Njarðvíkur gegn KR á fimmtudag sem verður sýndur beint á Sýn. „Það verður bara að koma í ljós hversu lengi ég verð frá. Þetta er stærsti leikurinn okkar núna og verður sterkt að koma til baka eftir tapið í bikarnum." Njarðvíkingar hafa verið óstöðugir í vetur í Iceland Express- deildinni. Unnið nokkra stóra og mikilvæga leiki en dottið svo niður á plan meðalmennskunnar. „Þetta er búið að vera mjög sveiflukennt hjá okkur. Það er svona eins og okkur vanti stöðugleikann. Maður veit ekki hvað er að. Við erum búnir að ræða málin okkar á milli en ekki fundið svarið. Það eru fleiri lið búin að vera eins og við, til dæmis Grindavík sem hefur verið upp og niður og finnur ekki alveg stöðugleikann sem þarf," sagði Egill sem hefur skorað 7,5 stig að meðaltali í vetur fyrir Njarðvík. Ljóst er að með brotthvarfi Egils mun enn meira mæða á landsliðsmiðheijanum Friðriki Stefánssyni íNjarðvíkurliðinu. Njarðvíkingar eru úr leik í Lýs- ingarbikarkeppninni og liðið er í 5. sæti Iceland Express-deildarinnar. Sá stóri úr leik Egill Jónasson verður frá keppni næsta mánuðinn,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.