Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Page 51
DV Umræöa
MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 51
MYNDIN
Himinn og jörð Regnboginn rammaði inn stefnumót himins og jarðar á Kili. Einstaka sólargeisli laumaði sér gegnum skýin áður en snjórinn
umlékallt. DV-mynd Ásgeir
1 Héraðsdómur Reykjavikur
I fær piúsinn fyrir timamóta-
dóm þar sem niu manns voru
sakfelldir fyrir ólöglegt niðurhal
með forritinu DC++.
SPURNINGIN
FER ÞETTA EKKI FYRIR
BRJÓSTIÐ Á NEINUM?
„Brjóstvitið segir mér að svo sé ekki'
segir Hrund Gunnsteinsdóttir,
talskona Fiðrildaviku UNIFEM á (slandi.
Uppboð á hekluðum brjóstum (
Saltfélaginu á föstudag er hluti af
fjáröflun UNIFEM (Fiðrildavikunni.
Börnin ífyrsta sæti
I gær samþykkti borgarstjórn
stefnumörkun meirihluta borgar-
stjórnar í formi þriggja ára áætlun-
ar. Áætlunin er leiðarvísir um for-
gangsröðun næstu ára og hefur þann
tilgang að koma stærri verkefnum
í nauðsynlegan áætlunarfarveg.
Þriggja ára áætlun setur okkur stjórn-
málamönnum ramma sem að krefst
þess að við forgangsröðum öllum
okkar draumum um betra umhverfi
fyrir Reykvíkinga. Forgangsröðunin
nú er í þágu yngstu borgarbúanna.
Börnin eru sett í fyrsta sæti.
Undanfarin 3 ár hefur mildl
þensla á vinnumarkaði haft neikvæð
áhrif á samkeppnishæfni Reykjavík-
urborgar í samkeppni um starfsfólk.
Starfsmannavelta hefur sérstaklega
hrjáð leikskólana og haft umtals-
verð áhrif á þjónustu við börn og
umhverfi starfsfólks. Starfsfólk leik-
skóla hefur tekist hetjulega á við við-
varandi vanda og á mikið hrós skil-
ið fyrir mikla eljusemi og jákvæðni.
Foreldrar hafa fimdið fyrir vandan-
um, inntaka barna inn á leikskóla og
í önnur úrræði hefur tafist og sumar
fjölskyldur hafa þurft að takast á við
skerta þjónustu. Afleiðingar þessa er
hækkandi meðalaldur þeirra barna
sem hafa aðgang að þjónustu.
Borgarstjórn ædar að binda enda
á þessa bið með þrískiptri áætlun.
í fyrsta lagi verður meginþjónusta
borgarinnarviðbörnin-borgarreknu
leikskólarnir - styrktir með því að
fjölga rýmum með stækkun skóla
í eldri hverfum og með því að
bæta við deildum. Þetta er í takt
við kröfúr um aukinn dvalartíma
barna og fjölgun yngri barna í
/ öðru lagi er gert
ráð fyrir því að taka í
notkun glæsilega nýja
5 deilda leikskóla í
nýbyggingarhverfum ^
borgarinnar.
leikskólum borgarinnar. f öðru lagi
er gert ráð fyrir því að taka í notkun
glæsilega nýja 5 deilda leikskóla í
nýbyggingarhverfum borgarinnar.
Vel heppnuð hugmyndasamkeppni
um hönnun leikskóla skilaði borginni
þremur glæsilegum teikningum af
leikskólum framtíðarinnar þar sem
tekið var mið af þörfum barna og
starfsmanna á 21. öld. Leikskólar
munu rísa næstu ár við Árvað í
Norðlingaholti, í Úlfarsárdal og á
Vatnsmýrarsvæði. f þriðja lagi munu
áætlanir leikskólasviðs gera ráð
fyrir að auka val foreldra á þjónustu
fyrir allra yngstu bömin þannig að í
boði sé fjölbreytt og traust þjónusta
við foreldra með börn frá eins árs
aldri. f þessu felst að styrkja annars
vegar eftirsótta þjónustu sem nú er
í boði en af skomum skammti, líkt
dagforeldraþjónustu og einkarekna
leikskóla fyrir yngstu börnin en
bjóða um leið upp á fleiri úrræði til
að fjölga valmöguleikum á þjónustu
fyrir foreldra sem byggjast á ólíkum
þörfum barna. Gert er ráð fyrir
verulegum fjármunum í þessa
þjónustu á næstu þremur árum en
teknar hafa verið frá stighækkandi
fjárhæðir á tímabilinu til viðbótar við
stofnkostnað, allt að 400 milljónum
króna til að mæta auknum
rekstrarútgjöldum vegna þessa.
Það er ekki aðeins lögbundin
skylda borgarinnar að sinna leik-
skólamálum á metnaðarfullan og
faglegan máta heldur einnig siðferð-
isleg skylda okkar við samfélagið.
Foreldrar em mikilvægur mannauð-
ur á vinnumarkaði og Reykjavíkur-
borg verður að veita íbúum sínum
val um þjónustu svo að foreldrar
geti látið drauma sína rætast - hverj-
ir sem þeir em. Það á að vera eftir-
sóknarvert fyrir fjölskyldur að búa
í Reykjavík. Til þess að svo sé þarf
þjónusta við yngstu börnin að vera
ffamúrskarandi.
Sandkassinn
VERÐLAUNAVEITINGAR hafa alltaf
verið, em og munu alltaf vera
umdeildar. Bæði afhendingarnar
per se svo ekki sé talað um hver
eigi það skilið að hljóta hin og
þessi verðlaun. Dagurinn í dag
er afar ánægjulegur fyrir DV og
starfsfólk þess þar sem Menning-
arverðlaun blaðsins verða end-
urvakin í dag þegar þau verða af-
hent í tuttugasta og níunda sinn
á Hótel Borg. Afhendingin féll
niður í fyrsta sinn í fyrra í kjölfar
eigendaskipta á DV skömmu
fyrir þarsíðustu áramót. Það er
með stolti og gleði sem DV vekur
verðlaunin úr þessum tveggja ára
dvala, og óneitanlega við hæfi að
blað sem er umdeilt standi fyrir
umdeildum verðlaunum.
ÞÓMÁSEGJA að önnur verðlaun
innan menningarheimsins
standi haflari fæti en þau sem
nú rísa aftur á fætur. Margir
hafa til að mynda fundið að
því að Edduverðlaunin skuli
afhent árlega eins og venjan
er þar sem allt of fáir séu þá
um hituna í sjónvarps- og
kvikmyndageiranum. íslensku
bókmenntaverðlaunin hafa
svo átt undir högg að sækja
undanfarin ár - sumir kveða
jafnvel svo fast að orði að
þau séu með öllu marklaus
- enda undarlegt oft og tíðum
hvaða bækur fá verðlaunin
og hvaða bækur fá ekki einu
sinni tilnefningu þrátt fyrir að
flestir virðist sammála um að
meistarastykki séu þar á ferð.
Nýjasta dæmið er Himnaríki
og helvíti sem ekki hlaut náð
fyrir augum dómnefndarinnar
þrátt fyrir að gagnrýnendur
hafi hlaðið hana lofi. Sama
var uppi á teningnum með
Samkvæmisleiki fyrir örfáum
árum og Engla alheimsins
fyrir fjórtán árum. Þessar þijár
bækur eiga það hins vegar allar
sameiginlegt að nefndarfólk
Menningarverðlauna DV mat
þau að verðleikum.
EN MENNINGARVERÐLAUN
blaðsins eru ekki einungis
afhent í bókmenntum heldur
sex öðrum listgreinum einnig
- byggingarlist, hönnun,
kvikmyndalist, leiklist, myndlist
og tónlist - þar sem listamenn
sem eru hver öðrum fremri eru
tilkallaðir. Og heiðursverðlaunin
eru að sjálfsögðu á sínum stað.
Það verður því mikið um dýrðir
hvað er að frétta?