Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Side 62
62 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 Siðasten ekkisíst DV BÓKSTAFLega <0» m .T jír i „Þetta var bara svona Ro- bin Hood-dæmi." ■ Rannveig Rafnsdóttir í DV en Rannveig hefur veriö ákærö fyrir að hafa svikið 75 milljónir út úr Tryggingastofnun. „Notendur DC++ voru hugsanlega ginntir af honum, en voru að fremja önnur brot á meðan." ■ Snæbjörn Steingrímsson hjá Smáís í 24 stundum, um meinta tálbeitu sem þeir Smáfsmenn notuðu í baráttu sinni gegn DC++. „Þetta er í fjórða skipti sem ég mæti hér fyrir dómara án þess að nokkuð gerist. Þetta er skrípaleikur," ■ Kristján S. Guðmunds- son við blaðamann DV eftir að dómari í Héraðs- dómi Reykjavíkur hafði slitið dómi í vikunni. Kristján ver sig sjálfur í meiðyrðamáli sem Björgólfur Guðmundsson og Landsbankinn hafa höfðað gegn honum. „Hún vill ekki vera vinur minn lengur." ■ Atli Már Gylfason, blaðamaðurSéð og heyrt, í Fréttablaðinu. En Atli ersakaður um að hafa stolið myndum af myspace- síðu Ingu Birnu Dungal sem hefur síðan þá strokað Atla af vinalista sínum. „He used to have silky skills, now he walks like Heather Mills." ■ Stuðningsmenn Aston Villa sungu illa um Eduardo. „Þegar Balti drepst, get ég svo komið heim og tekið við." ■ Ándri Freyr Viðarsson í FBL. En Andri stefnir á að fara í kvikmynda- gerðarnám í Danmörku í haust. „Ég sé Sigga bara sem lítinn hræddan strák í leðurbuxum." ■ Bubbi Morthens, f DV um Sigurð Guðlaugsson sem fékk að fjúka úr Bandinu hans Bubba síðastliðinn f föstudag. „Þetta hljómar kannski ótrúlegt, en er alveg satt." ■ Á heimasíðu bathmate. is, þar sem karlmönnum er lofað að minnsta kosti 6 sentímetra viðbót við manndóminn noti þeir reðurstækkarann sem er f boði. REYNDIAÐHJÁLPA RÁÐHERRANUM Níels Ársælsson skipstjóri segir fj ármálaráðherrann Árna Mathiesen skulda sér hálfa milljón í ferða- og launakostnað eftir að hann bar vitni fyrir hann árið 2002. Sjálfur segir Níels að Árni Grétar Finnsson, þáverandi lögmaður ráðherrans, hafi gert samkomulag um kostnaðinn. Enn bólar ekkert á peningunum, tæplega hálfri milljón króna, að sögn Níelsar. Hver er maðurinn? „Níels Adolf Ársælsson, Tálknfirð- ingur og Arnfirðingur." Hvað drífur þig áfram? „Þrjóskan mín." Hvar ólst þú upp? „Á Tálknafirði. Ég er að verða fjöru- tíu og níu ára í haust og búinn að búa hér alla mína ævi." Hefur þú búið erlendis? „Nei, en ég er á sjó svo ég hef starf- að erlendis en bara búið um borð í skipinu." Eftirminnilegasta bók sem þú hefur lesið? „Heimsljós eftir Halldór Kiljan Lax- ness. Þegar maður var búinn að lesa þá bók var maður alveg viss um það að það þyrfti aldrei að skrifa aðra bók nokkurn tímann því þar er bara allt sagt sem segja þarf um lífið og til- veruna." Eftirminnilegustu tónleikar? „Ég hef nú ekki farið á marga tónleika um ævina en ég held að það hafi ver- ið tónleikar með Andreu Gylfa, hún er frábærasta söngkona landsins. Hún kom og spilaði fyrir mig og söng þegar ég varð fertugur. Ég einfaldlega pantaði hana og þetta voru nánast eins og einkatónleikar. Hún mætti bara hingað með bandið með sér og tók lagið í afmælinu mínu." Uppáhaldsmatur? „Það er fiskur. I rauninni er allt sem kemur að þorskinum í miklu uppá- haldi. Hvort sem það er saltfiskur, gellar eða kinnar. Og hertur vest- firskur steinbítur frá Tryggva bróð- ur sem er með harðfiskverkun." Við hvað starfarðu í dag? „Ég er skipstjóri á Bjarma BA.“ Hvar varst þú staddur þegar þú þurftir að koma til Reykjavíkur að bera vitni? „Ég var úti á sjó og kom í land sér- staklega til að bera vitni fyrir sjávar- útvegsráðherra. Ég keyrði bara suður og til baka aftur." Kom aldrei neitt annað til greina en að bera vitni fyrir hann? „Nei, ég kærði mig nú lítið um það til að byrja með en fann svo til með honum og ákvað að gerast miskunnarsami Samverjinn og reyna að koma ráðherranum til hjálpar." Ef Árni borgar þér á endanum, heldurðu að þú myndir einhvern tímann aftur bera vitni fyrir hann? „Já, já, alveg örugglega. Mér er ekki illa við hann. Hann hefur bara verið sjálfum sér verstur, karlanginn." Gefst þú aldrei upp í þessu máli? „Jú, hann má alveg eiga þetta ef hann sér sér ekki fært efnahagslega að borga mér þetta þá má hann bara eiga peninginn." Hvað er fram undan? „Nú sitja ég og fleiri sem gerðir hafa verið að leiguþrælum mannréttinda- nefndar LIU og teljum niður. Við bíðum þar til sá frestur rennur út sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gaf íslenskum stjórnvöld- um til að breyta fiskveiðistjórnunar- kerfinu þannig að það samrýmdist mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ákvæði íslensku stjóm- arskráarinnar til jafnræðisreglna." SV\DKOK\ ■ Það er aldrei lognmolla á blogginu hans Egils Helga- sonar. Hann varpar bomb- um hægri vinstri og það eru auðvit- að svona menn sem gera hvers- dag okkar hinna örlít- ið skemmti- legri. Nú er Agli heitt í hamsi vegna niðurstöðu könnunar sem birtist í Fréttablaðinu í gær um hver sé besti núlifandi rithöfundur fslands. Niður- staða könnunarinnar leiddi í ljós að Arnaldur Indriðason væri höfundurinn sem allir elska. Þá spyr Egill: „Er Arnald- ur betri höfundur en til dæmis Hallgrímur Helgason af þvi fólkið vill hann? " Egill er bara ekki þessi almúgamaður. ■ Hljómsveitin I Adapt sem lagði upp laupana í byrjun árs auglýsir nú á myspace-inu sínu eftir fólki með I Adapt- tengd húðflúr. Að sögn með- lima hafa þeir heyrt eitthvað af fólki sem hefur látið húðflúra á sig ýmist textabrot úr lögum sveit- arinnar eða fengið sér húðflúr eftir að hafa orðið fyrir innblæstri frá tón- list sveitarinnar. Nú biðja þeir þá aðila sem hafa löngun til að deila húðflúrum sínum með sveitinni að senda myndir á netfang sveitarinnar, i_adapt_ hc@yahoo.com. ■ Meira en 45 þúsund íslendingar hafa lagt leið sína á Brúðgumann, kvikmynd Baltasars Kormáks. Eins og flestir vita er Flatey á Breiðafirði í stóru hlutverki í myndinni. En sagt er að stemningin í eyjunni sé engu lík. Samkvæmt heimildum DV hefur sala í bátinn Baldur snaraukist og ætlar greinilgga fjöldi fólks að heirftsækja eyjuna í suníár. Vilja þá margir meina að netbókanir hafi snarauk- ist og þá sérstak- lega þær semeru um og eftir sýningar Góðir dómar á imdb.com og rottentomatoes.com: Almenningur lofar Mýrina Frá því sýningar hófust í Bandaríkjunum á mynd Baltasars Kormáks, Mýrinni eða Jar City, hefur hún hlotið misjafna dóma gagnrýnenda. Sumir keppast við að lofa myndina meðan einhverjir eru ekki alveg eins hrifnir. A.OScotter einn gagnrýnenda á kvikmyndavefnum rottentomatoes.com. Hann segir að Baltasar dragi upp líflega og kröftuga mynd af íslandi en bætir við að ferðamálafrömuðir hérlendis kunni að vera á annarri skoðun. Almenningur þar vestra virðist kunna að meta þessa mynd Baltasars því á rottentomatoes.com fær hún hvorki meira né minna en 86 af hundrað mögulegum í einkunn. Á kvikmyndavefnum Internet Movie Database fær myndin einnig góða dóma almennings eða 7,7 af 10 mögulegum þar sem 600 manns hafa greitt henni atkvæði. Á báðum þessum vefjum gefst almenningi kostur á að segja sína skoðun á myndinni. Á imdb.com sparar kanadískur aðdáandi myndarinnar ekki stóru orðin, en af orðum hans má ráða að hann sé einn af starfsmönnum TIFF, sem er Alþjóðleg kvikmyndahátíð sem haldineríToronto.„Þettavarmyndsem við ákváðum á síðustu stundu að sýna á fyrsta degi kvikmyndahátíðarinnar. Við sáum ekki eftir því þar sem Jar City reyndist vera ein besta myndin sem sýnd var á hátíðinni. Það er sama hvort litið er til kvikmyndatökunnar, staðsetningarinnar, sviðsmyndarinn- ar, eða leikaranna, þetta var óaðfinn- anlegt. Meira að segja textinn var framúrskarandi. Ég er ekki hissa á því að íslendingar hafi ákveðið að Mýrin yrði framlag þjóðarinnar tíl óskarsverðlauna. Ég ætla ekki að láta það duga að horfa á þessa mynd aftur. Ég er búinn að panta allar þýddar bækur eftir Amald Indriðason sem ég get mögulega fundið. Ég get ekki beðið eftír því að lesa meira um ævintýri Erlendar," segir þessi ónefndi aðdáandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.