Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 3. APRlL 2008
Fréttir DV
Biblían
Kaþólska kirkjan í
Noregi glímir við
mikinn fjárhags-
vanda.
Ohætt er aö segja að kaþ-
ólska kirkjan standi
frammi fyrir erfiöu
vandamáli. Meö tilkomu
fjölda farandverkamanna
frá Austur-Evrópu hefur
söfnuöinum vaxiö svo
fiskur um hrygg aö færri
komast til messu en vilja.
Á sama tíma stendur
kaþólska kirkjan frammi
fyrir gríðarlegum fjár-
skorti, sem stendur henni
verulesa fvrir brifum.
r: v.
KIRKJ
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
bladamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Að kirkjugestum flölgi hefur löngum
verið gleðiefni presta og trúarstofn-
ana. Kaþólska kirkjan í Noregi hefur
undanfarið átt því láni að fagna og
norska dagblaðið Dagsavisen drap
á þessa þróun fyrir skömmu.
Orsakir þróunarinnar í Noregi
má rekja til þess gífurlega fjölda far-
andverkamanna frá Austur-Evrópu,
sér í lagi frá Póilandi, og Eystra-
saltslöndunum sem komið hefur til
landsins undanfarin ár. En böggull
fylgir skammrifi því kaþólska kirkj-
an í Noregi stendur frammi fyr-
ir miklum fjárskorti, kirkjur eru of
fáar og of litlar og álag á prestum er
mikið.
í Sankti Ólafskirkju í Ósló eru
haldnar messur frá morgni til
kvölds hvern sunnudag. Fjórar
messur á pólsku og ellefu messur á
norsku, ensku, króatísku, spænsku,
víetnömsku og fyrir Filippseyinga. Á
hefðbundnum sunnudegi taka um
fimm þúsund manns þátt í messu-
haldi í Sankti Ólafskirkju og kirkjan
fyrir margt löngu orðin of lítil til að
bera þann fjölda.
Pólverjar að baki fjölgun inni
Til að fá sæti þurfa kirkjugestir
að mæta snemma, allt að hálftíma
áður en messa hefst, og að skrópa
er ekki fysilegur kostur að mati Pól-
verja. Pólverjar eru meðal
duglegustuþjóðaíEvrópu I
þegar kemur að kirkju-
sókn.
Níutíu prósent, um
þrjátíu sex milljónir, íbúa
Póllands eru kaþólikkar og
tveir þriðju hlutar þeirra
sækja messu hvem einasta
sunnudag. í þeirra huga er
kirkjan ekki aðeins stað-
ur fyrir skriftir og sáluhjálp
heldur einnig mikilvægur
þáttur í félagslífi þar sem
fólk hittist og vandamál eru
leyst.
Hjónin Isabela Polinska
og Pavel vom á meðal kirkju-
gesta þegar blaðamaður
Dagsavisen kynnti sér málið.
„Frá blautu bamsbeini erum
við alin upp við að sækja
messu hvern sunnudag. Fyr-
ir okkur sem nýinnflutta inn-
flytjendur til Noregs hefur
kirkjusókn fengið nýja vídd.
Þegar við erum hér finnum
við til sterkra tengsla við fjöl-
skyldur okkar heima í Póllandi,"
sagði Isabela Polinska.
Prestar fluttir inn
Kaþólska ldrkjan í Noregi er við
að kikna undan þeim mikla fjölda
farandverkamanna sem streymt
hafa til landsins frá Austur-Evr-
ópu eftir að Evrópska efnahags-
svæðið var stækkað til austur 2004.
Á hefðbundnum sunnudegi taka um
fímm þúsund manns þátt í messuhaldi í
Sankti Ólafskirkju og kirkjan fyrir margt
löngu orðin oflítil til að bera þann
fjölda.
Skráðum kaþólikkum
hefur fjölgað um fjömtíu prósent
síðan þá, en talið er að á milli eitt
hundrað þúsund og eitt hundr-
að og tuttugu þúsund Pólverja séu
í landinu. Fimmtán pólskir prestar
em á launaskrá og af þeim hafa átta
verið fluttir inn frá Póllandi síðan
2004.
En Pólverjar em ekki
eina þjóðin sem sótt
hefur til Noregs, því
orðrómurinn um góð
atvinnutækifæri hefur
laðað að fleiri austurevr-
ópskar þjóðir, til dæmis
Slóvena og Litháa. Um
tuttugu þúsund Litháar
em búsettir í Noregi, en
enn um sinn verða þeir
að láta sér nægja guðs-
þjónustu á öðm tungu-
máli en þeirra eigin.
Kassinn tómur
í höfuðstöðvum
kaþólsku kirkjunn-
ar í Ósló situr Thuan Cong
Pham fjármálastjóri og reyn-
ir af fremsta megni að henda
reiður á fjárhag kirkjunnar.
Pham er útlærður hagfræðingur frá
Viðskiptaháskóla Noregs, og sem
slíkum vel ljóst mikilvægi þess að
trúsamfélög njóti fjárhagslegs jafn-
vægis.
„Getur kirkja orðið gjaldþrota?
Ég vona sannarlega ekki,“ sagði
Pham í viðtali við Dagsavisen. En
hættumerkin em skýr; eiginfjár-
staðan er bágborin og staflinn af
ógreiddum reikningum fer sífellt
stækkandi. Að sögn Pham var údit-
ið sérstaklega svart upp úr áramót-
um, en kirkjunni var bjargað fyr-
ir horn með skammtímaláni upp á
rúmlega þrjátíu og sjö milljónir ís-
lenskra láóna, en kirkjan er veru-
lega skuldsett með yfir þrjú hundr-
uð milljóna lán á baldnu. Thuan
Cong Pham segir að í versta falli
geti kröfuhafar gengið að fasteign-
um kirkjunnar.
Að páfinn í Róm sitji á ómetan-
legum verðmætum í formi lista-
verka og fasteigna breytir ekki
miklu fyrir undirsáta hans í Nor-
egi. Sankti Péturskirkjan í Róm og
Sixtínska kapellan em ómetanleg-
ar, en tryggðar fyrir eina evru hvor
um sig.
Pham sagði að orðrómurinn um
gífurleg auðæfi kaþólsku kirkjunnar
væri mýta sem hann vildi geta kveð-
ið í kútinn. „Við eigum enga leynda
sjóði og fáum engar millifærslur frá
Vatfkaninu," sagði Pham.