Peningamál - 01.02.2001, Síða 37

Peningamál - 01.02.2001, Síða 37
36 PENINGAMÁL 2001/1 ætti að vera afgangur á viðskiptajöfnuði.20 Þörf landa til útflutnings eða innflutnings fjármagns hefur sennilega meira með þróunarstig þeirra að gera en aldur íbúanna, þótt ekki sé það einhlítt heldur (sbr. Kína). Hvað sem því líður er kjarni málsins sá að tæpast er þörf á slíkum kenningum til að skýra við- skiptahallann. Bjargar nýbúskapur málunum? Sú skoðun hefur einnig heyrst að ör vöxtur nýbú- skapar hérlendis bæði skýri hluta viðskiptahallans og geri það að verkum að hann sé ekki áhyggjuefni fremur en viðskiptahalli Bandaríkjanna. Til dæmis hefur verið bent á að starfsemi Íslenskrar erfðagrein- ingar og margra hugbúnaðarfyrirtækja mælist aðal- lega í auknum viðskiptahalla, án þess að fjárfesting þeirra í þekkingu komi fram í mældri fjármunamynd- un. Þessi starfsemi er oft þess eðlis að langur tími líð- ur frá því að fjárfest er í þekkingu þar til markaðshæf afurð lítur dagsins ljós. Í ljósi þess að gögn um þessa starfsemi eru af skornum skammti og að eðli málsins samkvæmt ríkir mikil óvissa um það hvort þessum fyrirtækjum muni takast ætlunarverk sitt hvílir þessi staðhæfing á fáu öðru en trúnni einni. Líklega er þó a.m.k. sannleikskorn í þessu. Það sem vitað er með vissu vegur hins vegar ekki þungt. Útflutningur hátækniafurða er vissulega í vexti, en er samt sem áð- ur léttvægur í heildarútflutningi. Árið 1999 var út- flutningur hátækniafurða rúmlega 3% útflutningsins eða tæplega 1% landsframleiðslunnar. Því þarf afar hraðan vöxt ef útflutningur hugbúnaðar, erfða- þekkingar o.fl. á að loka 9% viðskiptahalla sem myndast hefur á síðustu árum. Loks er rétt að benda á að vöxtur nýbúskapar getur tæpast verið skýring á viðskiptahallanum nema vöxtur nýbúskapar á Íslandi sé meiri en í viðskiptalöndunum, því ekki geta öll lönd rekið viðskiptahalla samtímis. Ástæða er því til að efast um slíkar skýringar þar til haldbærar upp- lýsingar liggja fyrir. Mun eignamyndun í útlöndum hjálpa upp á sakirnar? Að undanförnu hefur verið uppi nokkurt álitamál um það hvernig gera skuli grein fyrir tekjum af erlendri verðbréfaeign þjóðarinnar í uppgjöri þáttatekna. Vandinn snýr einkum að fjárfestingu í hlutabréfum sem að miklu leyti fer fram í gegnum erlenda hluta- bréfasjóði. Þessir sjóðir greiða yfirleitt ekki út arð, heldur nýta hann til frekari fjárfestingar. Einungis sá arður sem greiddur er út kemur fram sem þáttatekjur frá útlöndum í uppgjöri greiðslujafnaðar.21 Í árslok 1999 átti íslenska þjóðin hlutafé í útlöndum að verð- mæti u.þ.b. 124 ma.kr. Í september sl. var þessi eign komin upp í 177 ma.kr. Lauslega áætlað var ávöxtun þessarar eignar árið 1999 tæpir 15 ma.kr, eða u.þ.b. 2,4% landsframleiðslu ársins 1999. Mikil óskhyggja væri hins vegar að reikna með slíkri ávöxtun um alla framtíð. Stór hluti ávöxtunar ársins 1999 er til kominn vegna gengishækkunar hlutabréfa, en algengar vísbendingar svo sem V/H hlutföll benda til þess að verðlagning hlutabréfa hafi þá verið orðin óraunsæ með tilliti til sögulegrar meðalstöðu. Sé litið yfir u.þ.b. 3ja áratuga tímabil virðist sagan gefa fyrirheit um raunávöxtun af hluta- bréfaeign sem er á bilinu 4-6%, en minni ef litið er yfir enn lengri tímabil.22 Því virðist varahugavert að gera til lengri tíma ráð fyrir meira en u.þ.b helmingi þeirrar ávöxtunar sem reiknuð hefur verið árið 1999. Ef tekið væri tillit til slíkrar ávöxtunar myndi hlutfall 20. Um hagkvæmasta sparnaðarstig þjóða og áhrif sparnaðar á viðskipta- halla, sjá Besanger, S., R. S. Guest og Ian McDonald, „Demographic Change in Asia: The Impact on National Saving, Investment and the Current Account“, IMF Working Paper, WP/00/115. 21. Reyndar var á tímabili gerð tilraun til að leggja mat á þennan arð í upp- gjörum Seðlabankans, en frá því var horfið þar sem aðferðarfræðin var ekki talin í samræmi við alþjóðlega staðla. 22. Sjá Marías Halldór Gestsson, „Langtímaávöxtun fjármagns“, óbirt handrit, Seðlabanki Íslands 1996. Erlend verðbréfaeign 1990-2000 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000* 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200 Ma.kr. Hlutafé Skuldaskjöl Samtals Mynd 12 * Staða í september 2000.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.