Peningamál - 01.02.2001, Page 46

Peningamál - 01.02.2001, Page 46
gildi – Áætlun um hagsæld og sanngirni (Programme for Prosperity and Fairness) – er fimmti samningur- inn af þessu tagi. Dæmigert er að kjaraákvæði þess- ara samninga feli í sér þriggja ára ferli og verkalýðs- félögin fallist á hóflegar nafnlaunahækkanir gegn lækkun tekjuskatts. Reyndin hefur orðið sú að tekju- skattslækkanir hafa gefið af sér hreint ekki lítils- verðan hluta af þeirri launahækkun sem eftir situr í launaumslaginu þegar upp er staðið. Samningar á landsvísu voru án efa mikilvægur þáttur í því að byggja upp tiltrú og samkeppnishæfni seint á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda. Þessi hófstillta þróun nafnlauna myndaði góðkynja hringferli þar sem samkeppnishæfni hagkerfisins batnaði og atvinnustig hækkaði. Eins og ég lýsti í grófum dráttum hér á undan, var opinberum fjármál- um komið á traustari grundvöll um leið og tekju- skattsbyrði var með tímanum minnkuð talsvert. Árið 1988 var venjulegt tekjuskattshlutfall 35% og hærra tekjuskattshlutfall 58%; en samsvarandi hlutföll fyrir skattárið sem hófst í apríl árið 2000 voru 22% og 44%, auk þess sem mörkin þar sem hærra skatthlut- fallið tekur gildi, hafa hækkað verulega. Nýlega hafa vaknað efasemdir um gagnsemi kjarasamninga á landsvísu þegar hagkerfið gengur við nánast fulla atvinnu. Það hefur styrkt þessar efasemdir að nú um stundir ná þessir kjarasamningar formlega aðeins til um þriðjungs launamanna, og margir þeirra vinna í opinbera geiranum. Hins vegar skyldu menn vara sig á því að gera lít- ið úr gildi samkomulagsleiðarinnar í litlum og opnum hagkerfum þar sem samkeppnishæfni er ákaflega mikilvæg. Í ljósi aukinnar mældrar verðbólgu undan- farið má sér í lagi nefna að samkomulagsleiðin kann að hafa mikilvægu hlutverki að gegna við að koma í veg fyrir að verðbólguvæntingar festi rætur í ákvarðanaferlinu og að launa- og verðlagsskrúfa myndist. Svo slæm þróun gæti skapað aðstæður fyrir alvarlega rýrnun samkeppnishæfninnar, sér í lagi ef umtalsverð styrking evrunnar bættist nú ofan á annað. Kerfisumbætur og samkeppnisstefna Kerfisbreytingar eru annar valkostur þeirra sem móta stefnu EMU, þó að eðli málsins samkvæmt sé ábati af slíkum umbótum takmarkaður til skamms tíma litið. Þrátt fyrir það getur stefna sem beinist að því að bæta virkni á bæði afurða- og þáttamörkuðum haft góð áhrif á viðskiptaumhverfið og aukið sveigjan- leika markaða til miðlungi langs tíma. Umbætur af þessu tagi hafa miklu hlutverki að gegna við að ná fram efnahagslegum markmiðum um aukinn hagvöxt og aukna atvinnu án þess að valda verðbólguþrýst- ingi og þar með við að bæta lífskjör. Á nýliðnum árum hafa átt sér stað nokkrar um- bætur á mörkuðum. Vinnumarkaður er dæmi um markað þar sem sveigjanleiki hefur verið aukinn. Til að mynda hafa umbætur á skattkerfinu haft jákvæð áhrif á hvata á undanförnum árum en löggjöf um vinnumarkað er nokkru fyrirferðarminni á Írlandi en annars staðar í Evrópusambandinu. Á vöru- og þjón- ustumörkuðum hefur umbótum í átt til aukins frjáls- ræðis verið hraðað. Einkum hafa orðið miklar um- bætur á mörkuðum sem stjórnvöld stýrðu áður með beinum hætti: Fjarskiptageirinn hefur til dæmis verið gefinn alveg frjáls og það hefur þegar haft jákvæð áhrif á verðlag. Á öðrum mörkuðum hafa umbætur á hinn bóginn gengið hægar fyrir sig, einkum eru að- gangshindranir enn einkenni á nokkrum mörkuðum. Viðmiðanir um varfærni (e. prudential standards) í fjármálageiranum Hið fjórða meðal þeirra stefnumála sem beita má í EMU snýr að því að viðhalda traustum fjármálageira. Á Írlandi er Seðlabankinn ábyrgur fyrir eftirliti með nánast gervöllum fjármálageiranum að tryggingarfé- lögum frátöldum. Sér í lagi má nefna að þess er kraf- ist að lánastofnanir fari eftir margs konar viðmiðum sem sett hafa verið af Alþjóðagreiðslubankanum (BIS) og framkvæmdanefndum Evrópusambandsins. Þannig er mikilvægt fyrir okkur um þessar mundir að hömlur eru gegn því að lánastofnanir geti lánað of mikið til einstakra geira hagkerfisins eða til flokks tengdra geira. Þetta takmarkar hættuna á því að lána- stofnanir láni óhóflega mikið til dæmis til fasteigna- geirans. Í öðrum löndum hafa oft orðið sveiflur í þeim geira með tilheyrandi erfiðleikum varðandi gjaldhæfni í fjármálageiranum. Seðlabankinn hefur verið virkur í að vekja athygli banka á þeirri hættu sem fylgir hraðvirkri útlánastarf- semi almennt og til fasteignaviðskipta. Seðlabankinn hefur krafist þess að bankar láti reglulega fara fram álagspróf til að meta hve vel þeir eru í stakk búnir til að bregðast við margvíslegum áföllum, þar á meðal meiriháttar hruni á eignaverði. Niðurstöður prófa fram til þessa benda til talsverðs viðnámsþróttar gagnvart óhagstæðri þróun af þessu tagi. PENINGAMÁL 2001/1 45

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.