Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 5. JÚNf 2008 Neytendur DV GÆÐASTUNDIR í WORLD CLASS „Það er eitt fýrirtæki sem ég held upp á þar sem er alveg frábær þjónusta," segir Jóna Hrönn Bolladóttir prestur.„Það er World Class í Laugum. Starfsfólkið þar sýnir alger elskulegheit og lipurð. Þegar maður kemur inn mætir manni brosandi fólk sem er tilbúið að þjón- usta viðskiptavinina. Ég ber mikla virðingu fyri Birni og Dísu fyrir að reka þetta stóra fyrirtæki til að fólk geti hugsað um heilsu sína." _____ NEYTANDINN ■ Lofið fá starfsmenn Select áVesturlandsvegi. Ekki aðeins er þar að fá besta og ódýrasta kaffi bæjarins heldur er þjónustan afar góð. Sama starfsfólkið er búið að vera þar lengi sem vekur mikið traust. Liðlegheitin eru eftir því. Þjónusta sem aðrar bensínstöðvar mega taka sér til fyrirmyndar. lof&last Lastið í dag fá Hagkaup í Skeifunni fyrir klaufalegt i skipulag. Parfóri verslunina um daginn til „ þess að kaupa salat úr salatbar. Á kassa var nýliði f ^ þjálfun og tók afgreiðslan mjög langan tíma. Parið var 20 mínútur inni í búðinni og mun héreftir frekarleita annað í hádeginu. Offita hefur verið vaxandi vandamál á íslandi undanfarin ár. Breyttar neysluvenjur ís- lendinga eru taldar vera aðalorsök þess að mörg íslensk börn eru orðin of feit. Á síð- ustu tuttugu árum hefur offituvandamál barna og unglinga þrefaldast. Nú um stundir er allt of stór hluti íslenskra barna of þungur eða of feitur. Það þykir alvarlegur vandi og hafa stofnanir tekið höndum saman og unnið að úrlausnum. FORELDRUM ADKENN/H „Fjöldi offeitra barna í fjórða bekkí grunnskóla jókst um 20 pró- sent á 50 árum." fitna. Hún vísar í rannsókn sem gerð var fyrir stuttu og segir að meðal- neysla barna standi í raun í stað. Það sem hefur breyst er að hver matar- skammtur hefur stækkað. Til dæm- is hefiir brauðsneiðin stækkað úr 27 grömmum í 40 grömm á tíu árum. Sama er að segja um ávaxtasafafern- ur. Minnstu femumar sem fást em 250 millilítrar að stærð sem er að hennar mati allt of mikið. Hver ferna inniheldur tíu prósent af orkuþörf tveggja ára bams. Alvarlegar afleiðingar Offita bama og unglinga getur haft gríðarlega slæmar afleiðingar á fullorðinsárum. Fjölmargasjúkdóma má rekja eingöngu til ofáts og hreyf- ingarleysis. „Það em helst sykursýki, slitgigt og hjarta- og æðasjúkdómar sem gætu herjað á offitusjúklinga. Ég tala nú ekki um andlegu hliðina, það er líka stór þáttur," segir Sigurður Thorlacius Iæknir. í tölum frá Trygg- ingastofnun ríkisins frá 2007 vom 803 einstaklingar metnir öryrkjar þar sem offita var hluti af matinu. Þar af vom 122 einstaklingar með offim sem fyrsta mat og þrír þeirra vom ör- yrkjar eingöngu vegna offitu. Þessar tölur staðfesta að offita er raunvem- legt vaxandi vandamál. Þörf á aðgerðum Ragnheiður Ósk Eiríksdóttir, hjúkmnarfræðingur hjá Miðstöð heilsuverndar barna, segir offitu- vandann vera alvarlegan og veru- lega þörf á víðtækum aðgerðum. Til úrlausnar segir hún frá því að Heilsugæslan í Reykjavík og Lýð- heilsustöð hafi unnið að herferð sem á að kenna börnum hvernig þau geta valið sér sjálf hollari bita. í helgarblaði DV verður fjallað ítarlega um vaxandi offituvandann, skyndibita á íslandi ásamt umfjöll- un um úrlausnir. Vmningshafar dagsins Hér koma nöfn vinningshafa í leiknum DV gefur milljón miðvikudaginn 4. júní 2008. Þeir hljóta í verðlaun tíu þúsund króna inneign í Bónus. DV óskar þeim til hamingju. Berglind Magnúsdóttir Erna Hrönn Ólafsdóttir Hanna S. Helgadóttir Ingibjörg Helga Þórhallsdóttir Magnús Waage Minni hreyfing, stærri matar- skammtar og hraði í þjóðfélaginu em aðalorsök þess að böm og ungl- ingar em miklu feitari en áður. Off- ita meðal bama og unglinga er vax- andi vandamál og er nú svo komið að fimmti hluti íslenskra barna er of feitur og áttatíu prósent bama of þung. Erlendur Jóhannsson, prófess- or í íþrótta- og lýðheilsufræðum við Kennaraháskóla fslands, telur vand- ann liggja hjá heimilunum og til að snúa þróuninni við þurfi lifnaðar- hættir þar að lagast fyrst. Hröð aukning Fjöldi of feitra bama í íjórða bekk í gmnnskóla jókst um 20 prósent á 50 árum. Árið 1948 vom 5 prósent ís- lenskra barna of þung. Árið 1998 var um það bil fjórðungur bama of feitur. Mesta aukningin varð á tíu ára tíma- bili, árin 1988 til 1998. Þetta kemur fram í lokaverkefni sem Brynhild- ur Briem, lektor í matvæla -og nær- ingarfræði við Kennaraháskólann, gerði íyrir nokkmm árum. Erlingur Jóhannsson sem einnig er prófessor í íþrótta- og heilsufræðum við Kenn- araháskólann telur þennan vaxandi vanda vera tíl kominn af lifnaðar- háttum á íslenskum heimilum í dag. Ástæður offitu Ingibjörg Gunnarsdóttir, dós- ent við matvæla- og næringarfræði- skor Háskóla íslands, telur að breyt- ingar á skammtastærðum séu ein helsta orsök þess að börn em að Breyttar neysluvenjur Erlingur segir vandann liggja hjá heimilum landsins. Að foreldrar hugsi ekki nægilega vel um hvað þau gefi börnum sínum að borða. i Alfheimum 164,40 BKN8ÍJV 179,80 lllSlil 162,70 BKN.SÍIV 179,20 lllSlil. ö í,“' 163,90 BKNSÍIV 179,30 lllSII. s Jjjjjjjj Gtaforwgi 160,30 BKNSÍN 175,20 IIÍSIiI. Fþrðarkaup 160,70 BENSlN 176,20 DlSKL /S Sttkkjartakka 162,70 BKNSÍN 178,20 IIISll. I Skóganeh 162,90 IIFYSlS 178,30 DtSEL I r ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.