Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 29
 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 29 DV FótkiS HATL AWiLLI AMS L.eiKKonan naiia Vilhjálmsdóttir fer með hlutverk í verkinu Love sem Vesturport hefur sett á fja- lirnar í London. „Ég er að sinna hinum ýmsu verkefnum hér og það. Við frum- sýndum í fýrradag og það gekk ótxú- lega vel," segir Halla Vilhjálmsdótt- ir leikkona sem stödd er í London um þessar mundir að leika í uppsetningu Gísla Arnars Garðarssonar á sýning- unni Love, eða Ást eins og hún heitir á ís- lensku. „Það er fullt í gangi hjá mér en ég verð að leika í Love í mánuð. Ég valdi þetta fram yfir kvikmynd sem mér var boðin. Maður getur ekki gert neitt annað á meðan," segir Halla. Sýningin Love hefur fengið prýðisdóma í erlendum fjölmiðlum. Hún fékk þrjár stjörnur í bæði Guardian og á heimasíðu this.is.london. co.uk. Gagnrýnandi Guardian fer fögrum orð- um um leikkonuna dökkhærðu en kallar hana þó Hötlu Williams í stað Höllu Vilhjálmsdóttur. „Þetta er einfaldlega þýðing á nafninu mínu," útskýrir Halla sem segir þetta ekki vera nýja sviðsnafnið hennar. „í skólanum fékk ég aldrei tölvupóst því Bretarnir settu alltaf strik yfir fyrra i-ið þannig að allan tímann sem ég var í skólan- um fékk ég aldrei póstinn minn. Síðan tekur hálf- tíma að stafa Vilhjálmsdóttir úti í banka þannig að þetta var gert úr algerri neyð." Dómurinn í Gaurdian er ekki sá eini sem fjall- aði um Höllu í gær. „Það er svolítið fyndið en Hada fékk dóm fyrir Ást og Halla fyrir Astrópíu. Hefði ég valið mér eitthvert sviðsnafn hefði ég valið eitt- hvað flottara eins og Amber Cristal Lovejoy Tablet- op," segir hún og skellir upp úr. Þegar bíaðamaður bendir á að nafnið sé svolítið klámmyndalegt segir hún: „Fyrst að það er þannig myndi ég frekar heita Black Helmet Darkness Vampire Queen." Hún tek- ur samt fram að hún sé í bleikum bol með bleika tösku. hanna@dv.is Erlendir fjölmiðlar áhugasamir Tveir erlendir fjölmiðlar skrifuðu um Höllu í fyrradag. Guardian talaði um Hötlu en Variety um Höllu. Hatla Williams Misskilningurinn byrjaði er hún stundaði leiklistarnám í London. Hatla Williams hefur reynst miklu þægilegra fyrir Bretana. GARÐAR IVIEÐ FILHARM- ONIUNNI íslenski tenórinn Garðar Thór Cortes stígur á svið í Hampton Court í kvöld ásamt Fílharmón- íu London í tónleikaútfærslu af Carmen eftir Bizet. Garðar setur sig í hlutverk Dons José, spænska hermannsins sem heillast af hinni fögru Carmen. Sögumaður í upp- færslunni er breski leikarinn Brian Blesset. Félagi Garðars, íslenski baritóninn Ólafur Kjartan Sigurðar- son, kemur einnig fram í uppfærsl- unni í hlutverki Escamillos. Garðar og Ólafur Kjartan sungu einmitt sömu hlutverk fyrir um það bil ári með Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói. ROTTWEILER- HUNDARÍ REYKJANESBÆ Rottweilerhundar eru að leggja af stað í tónleikaferð um landið þar sem þeir hyggjast hrista vel upp í landsmönn- um. Þeir tóku reyndar forskot á sæluna um síðustu helgi þar sem þeir héldu uppi rokna stuði á Prikinu í Bankastræti. Næsta laugardag er hins vegar komið að Keflavík, eða Reykjanesbæ ef pól- itísk rétthugsun er höfð að leiðar- ljósi, og hefur skemmtistaðurinn Trix orðið fyrir valinu. Hundarnir gáfu nýverið út lagið og mynd- bandið Reykjavík Belfast þar sem þeir notast við hljóð- og mynd- upptökur frá óeirðunum frægu við Rauðavatn, og þarf eitthvað mikið að gerast svo Rottweiler- Heiðar Jónsson snyrtir gerði ævilangan samning við hótel í bænum Forlí á Ítalíu: HÓTELHERBERGIÁ 35 EVRUD „Þetta var voðalega gaman," segir Heiðar Jónsson snyrtír en hann var einn af dómurunum í keppninni Ungfrú fsland í ár. Hann hefur ekki komið nálægt keppninni á bein- an hátt í tæp 25 ár þar sem hann var búsettur erlendis til fjölda ára. Heiðar segir það alveg óráðið hvort hann sitji í dómarastólnum aftur að ári liðnu. Hann segist sjálfur vera frjáls eins og fuglinn og getur tekið skyndiákvarðanir þegar hon- um sýnist og ferðast hvert sem er. „Ég verð kannski búsettur annars staðar. Það er engin leið að spá um þetta," segir Heiðar en í sumar ætl- ar hann að breyta til og verja tíma á Spáni. „Ég hef oftast farið til ft- alíu þar sem ég bjó í bænum For- Ií. Ég fæ ég hótelherbergi á 35 evr- ur þangað til ég er dauður. Ég bjó á Hotel della Cittá og gerði samn- ing upp á þetta alveg sama hvern- ig fjárhagsstaðan er," segir Heiðar hlæjandi. Heiðar var fullkomlega sáttur við útkomu keppninnar í ár. „Dóm- ararnir gera þetta af meiri kunn- áttu í dag og þeir kynna sér kepp- enduna betur," segir Heiðar sem hefur verið heltekinn af fegurð- arsamkeppnum síðan hann var krakki. „Ég klippti út mynd 1957 af Miss Universe, þá var ég níu ára og sagði við fósturmömmu mína: „Mig vantar stílabók og lím," og þá byrjaði ég að safna myndum af feg- urðardrottningum." hanna@dv.is Lfður vel á ítalíu Heiðar Jónsson snyrtir snéri aftur i fegurðarsamkeppni íslands eftir margra ára fjarveru. Hann er duglegur að ferðast til ftalíu. Hann gerði ævilangan samning við Hótel della Cittá í Forlí. ■i-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.