Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. JÚNl 2008 Fréttir DV Ónefnda gatanlokuð Á Húsavík er ein gata sem heitir ekki neitt. Hún hefur aldrei verið nefnd og aldrei verið köll- uð neitt. Samt er þessi gata not- uð á hverjum degi enda nálægt höfninni. En nú er búið að loka götunni sem heitir ekki neitt og hefur aldrei verið nefnd. Var það gert á fundi framkvæmda- og þjónustunefndar Norðurþings fýrir nokkru. Lagði formaðurinn til að þeir fjármunir sem hefðu átt að fara í að laga götuna sem heitir ekki neitt og hefur aldrei verið nefnd yrðu notaðir í eitt- hvað annað. Tillagan var sam- þykkt. Harma drápið „Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi harma ísbjarnar- drápið í Skagafirði. Island er aðili að fjölmörgum alþjóðasamþykkt- um um dýravernd og líffræði- legan fjölbreytileika og þessar samþykktir leggja okkur skyldur á herðar að drepa ekki dýr í út- rýmingarhættu. Ef sú hætta staf- ar af ísbjörnum, sem látið er af, er það aftur á móti sinnuleysi af stjórnvöldum að ekki skuli vera til aðgerðaáætlun því að ísbirnir koma til landsins öðru hverju. Vonandi verður slík aðgerðaáætl- un gerð í kjölfar þessa atburðar og fagna ber þeirri yfirlýsingu umhverfisráðherra að farið verði rækilega yfir atburðarásina," segir í tilkynningu. í samstarf með Svíum Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og sænskur starfsbóðir hans, Göran Hágg- lund, hafa undirritað viljayfir- lýsingu um aukið samstarf land- anna í lyfjamálum. Samstarfið var fastsett á fundi heilbrigðis- ráðherra Norðurlandanna sem haldinn var á Gotlandi í viku- byrjun. Guðlaugur Þór hefur lagt áherslu á að opna norræna lyfjamarkaðinn með því að auka samkeppni. Sérstök áhersla verð- ur lögð á samstarf við Svfa við verðmyndum lyfja og endur- greiðslu vegna lyfjanotkunar. MIKILVÆG LOF Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nú setið sem utanríkisráðherra í rúmt ár. Á þeim J tíma hefur henni ekki tekist að uppfylla mikilvægustu stefnumál Samfylkingarinn- ar í utanríkismálum. HAFSTEINN GUNNAR HAUKSSON JRF bladamadur skrifor: hafsteinng&dv.is kltf Ingibjörg Sólrún Gísladóttir settist í ráðherrastól í utanríkisráðuneyt- inu fyrir rúmu ári. Það væri synd að kalla loforðalista Samfylkingarinn- ar í utanríkismálum fýrir síðustu kosningar langan, en það hefur engu að síður reynst Ingibjörgu erf- itt að framfylgja veigamestu stefnu- málum flokksins. Enn á lista hinna vígfúsu þjóða Til dæmis lagði flokkurinn mik- ið upp úr því að ísland yrði tekið af Iista hinna vígfusu þjóða og pól- itískur stuðningur við innrásina í Irak yrði formlega dreginn til baka. Aðstoðarmaður Ingibjargar, Krist- rún Heimisdóttir, segir það þegar hafa verið gert, meðal annars með því að kalla heim íslenskan friðar- gæsluliða frá frak. Ingibjörg hef- ur siálf sagt að hún hafi tekið eftir að Island væri ekki lengur á lista Bandaríkjanna yfir hinar staðföstu þjóðir. Samkvæmt upplýsingum frá bandarískum yfirvöldum hafa eng- ar breytingar verið gerðar á listan- um síðan hann var gefin út 2003 og situr ísland þar sem fastast. í öðrum málum hefur Ingibjörg beinlínis gengið gegn þeim stefnu- málum sem flokkurinn lagði upp með. I landsfundarályktun Sam- fylkingarinnar frá 2007 kemur meðal annars skýrt fram að Sam- fylkingin sé fýlgjandi því að ísland sé þátttakandi í borgaralegri friðar- gæslu á alþjóðavísu. Þrátt fýrir það var meðal fyrstu verka Ingibjargar er hún tók við ráðherrastóli að kalla heim íslenskan friðargæsluliða sem var að störfum í írak, en hann kom til landsins í október síðastliðnum. að standast. Evrópustefna Samfylkingarinn- ar er skorinorð og leggur mest upp úr því að fsland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hefji í kjöl- farið aðildarviðræður. Enn hefur engin hreyfing komist á það mál og ljóst að Samfýlkingin þarf að lyfta grettistaki til að svo verði, allavega ef mið er tekið af afstöðu flokksfor- ystu sjálfstæðismanna í ríkisstjórn til Evrópusambandsins. Þarf að auka þróunaraðstoð um 180 prósent Markmið Samfylkingarinnar er að verja 0,7 prósentum vergrar þjóðarframleiðslu til þróunarsam- vinnu á næsta áratug. Árið 2007 var framlag þjóðarbúsins til þróunar- samvinnu um 3.092 milljarðar, eða 0,25 prósent þjóðarframleiðslu. Það er því ljóst að framlagið þarf að aukast um 180 prósent árlega ef markmið Samfylldngarinnar eiga Á hrós skilið fyrir fríverslunar- samninga Samfylkingin stefndi að því fyr- ir kosningar að ráðningar starfs- manna í utanríkisþjónustuna yrðu á faglegum forsendum. Það ráku því margir upp stór augu þegar sjálfstæðismaðurinn Sigríður Anna Þórðardóttir var ráðin sendiherra í marsmánuði. Vildi Ingibjörg meina að nauðsynlegt væri að leita út fyr- ir utanríkisþjónustuna til að fjölga kvenfólki í stétt sendiherra og þver- tók fyrir að ráðningin væri pólitísk- ur bitlingur. Aukið ffelsi í milliríkjaviðskipt- um og opnari markaði var einnig að finna á stefnuyfirlýsingu flokksins fyrir kosningar. Það er Ingibjörgu Sólrúnu til hróss hversu vasklega hún hef- ur gengið fram í þeim málaflokki, en hún hefur til dæmis tekið þátt ígerðfríverslun- arsamnings við Kanada ásamt hinum EFTA- ríkjunum síð- an hún tók við embætti. Að auki lof- aði Samfylking- in að endurskoða viðauka við varnar- samning fslands og Bandaríkjanna. Sagði Kristrún Heimisdótt- ir að endurskoðun viðaukanna stæði fyrir dyrum og það hefði verið kynnt á blaðamannafundi eftir fund Condol- eezzu Rice og Ingibjargar Sólrúnar. Þorleifur Gunnlaugsson bíöur enn eftir rökstuðningi vegna útboðs: Engin svör um spillingu „Mér hafa engin svör borist enn- þá. Það eru tvær vikur síðan ég ósk- aði eftir því að innri endurskoðun skoðaði þetta mál," segir Þorleif- ur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi vinstri grænna í samtali við blaða- mann DV. fórunn Frímannsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður velferðarráðs Reykja- víkurborgar, hefur verið sökuð um spillingu eftir að borgin kaus að sniðganga lægsta tilboð í rekstur félagslegs úrræðis fyrir vímuefna- sjúklinga. Það var gert þrátt fýr- ir að öll þjónustufyrirtækin sem buðu í reksturinn væru talin hæf og þannig fullnægja skilyrðum út- boðsins. Jórunn hefur neitað því staðfastlega að nokkuð sé athuga- vert við málið. Þorleifur segir ekki hægt að draga til eilífðar að svara. Hann muni fá svör. „Venjulega er vika gefin til að svara svona mál- um. Það er hins vegar hægt að biðja um frest en ég veit ekki til þess að það hafi verið gert," segir Þorleifur. Möguleiki er á að leggja fram kæru ef engin svör berast að þremur vik- um liðnum. „Þeir eru væntanlega að bíða eftir rökstuðningi velferð- arráðs," segir hann. Fjórir tilboðsgjafar sendu borg- inni tilboð í reksturinn. Það voru Ekron, Heilsuverndarstöðin, Sam- hjálp og SÁÁ. Lægsta tilboðið kom frá SÁÁ sem áætlaði að reka heim- ilið fýrir rúmar þrjátíu milljónir króna á ársgrundvelli. Næsta tilboð í röðinni var frá Heilsuverndar- stöðinni sem gerir ráð fyrir að reka heimilið fyrir rúmar 40 milljónir á ári. Árlegur mismunur á kostn- aði borgarinnar er því tæpur tug- ur milljóna en engu að síður ákvað velferðarráð að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina. Jórunn tengist Heilsuverndar- stöðinni með þeim hætti að fyrir- tækið keypti af henni upplýsinga- og fræðsluvefinn doktor.is fyrir á annan tug milljóna árið 2006. Það vakti því grunsemdir margra að Jórunn hefði sniðgengið SÁÁ, sem bauð lægst, en á sama tíma hefði verið gengið að tilboði Heilsuvernd- arstöðvarinnar, þrátt fyrir að það tilboð hefði verið töluvert hærra. baldur@dv.is Þorleifur Gunnlaugsson Hefur engin svör fengið enn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.