Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 5. JÚN( 2008
Fókus DV
3>IVNS3IIHM G3IAI NIV9V OÐ I 3b3H =bVAS
BOKADÓMUR
f SKYNDI
KRISTJAN HRAFN
GUÐMUNDSSON
fóráHomiö
HRAÐI: ★ ★★★
VEITINGAR:
VIÐMÓT:
UMHVERFI:
Barnabók-
menntahátíð
Fjórða alþjóðlega barnabókmennta-
hátíðin sem kennd er við mýrina
verður haldin hér á landi 19. til 23.
september. Yfirskrift hátíðarinnar
að þessu sinni er Draugar úti í mýri.
Á hátíðina er boðið virtum erlend-
um höfundum víða að og verk þeirra
, kynnt íslenskum lesendum, en einn-
ig taka íslenskir rithöfundar og þýð-
endur þátt í hátíðinni. í tengslum
við hátíðina í haust verður gefin út
vönduð bók með draugasögum fýrir
börn. Bókin er afrakstur samkeppni
sem efnt var til og bestu sögurnar
valdar til útgáfu.
Hvaðheitirlagið?
„HANGANDIÁ LOFORÐUNUM (
LÖGUM GÆRDAGSINS."
230 manns
ílytja Carm-
ina Burana
Metfjöldi þátttakenda, Carmina
Burana og norræn karlakóratón-
list er það sem ber hæst á Kóra-
stefnunni við Mývatn í ár en hún
hefst í dag. Þátttakendur hafa aldrei
verið fleiri, rúmlega fjögur hundr-
uð talsins, en þetta er í sjötta sinn
sem hátíðin er haldin. Á meðal við-
burða eru tónleikar í hraunhvelf-
ingu Laxárvirkjunar annað kvöld og
blandaðir kórar, alls um 230 manns,
flytja verkið Carmina Burana ásamt
einsöngvurunum Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur, Einari Clausen og Bergþóri
Pálssyni, Barnakór Hafralækjarskóla
og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
á laugardagskvöldið. Nánari upplýs-
ingar á korastefna.is.
Gjafabækur
vinsælar
Augljóst er á metsölulista Ey-
mundsson þessa vikuna að tími
útskrifta og útskriftargjafa stend-
ur nú yfir. I flokki innbundinna
skáldverka og ljóðabóka eru
nefnilega ljóðabækur og -söfn í
fjórum af fimm efstu sætunum,
auk þess sem enn eitt ljóðasafnið
situr í níunda sæti listans. Klass-
ísk útskriftargjafarbók, Perlur í
skáldskap Laxness, er svo í fjórða
sætinu. Toppsætið vermir kvæða-
safn Þórarins Eldjárns, þar á eftir
kemur ljóðasafn Steins Steinarr
og ný ljóðabók eftir Ólaf Ragnars-
son, Agnarsmá brot úr eilífð, situr
í þriðja sæti. Tveimur sætum þar
fyrir neðan er ljóðasafn Tómasar
Guðmundssonar og sívinsælar
útskriftarbækur, fslandsklukk-
an og Sjálfstætt fólk, eru svo ekki
langt undan. Á heildarlistanum
situr Harðskafi Arnaldar Indriða-
sonar sem fastast í efsta sætinu.
„Einn merkasti viðburður ævi
minnar" eru orð sem rithöfundur-
inn Joseph Conrad á að hafa sagt
um útkomu sögunnar Hins rauða
tákns hugprýðinnar eftir Banda-
ríkjamanninn Stephen Crane. Hún
birtist fyrst á prenti í blaðinu Phila-
delphia Press árið 1894 en kom
svo út á bók árið eftir. íslensk þýð-
ing hennar kom út undir merkjum
Bókafélagsins Uglu fyrir síðustu jól.
Eftir lestur hennar get ég ekki tekið
heilshugar undir hin stóru orð Con-
rads. En góð er sagan, og reyndar
frábærlega góð.
Hið rauða tákn hugprýðinn-
ar gerist nánast að öllu leyti á víg-
velli bandaríska borgarastríðsins.
í forgrunni er hinn ungi ofurhugi
Henry Fleming sem skráir sig í her-
inn við litlar vinsældir móður sinn-
ar. Henry er ekki einu sinni kom-
inn í þjálfunarbúðirnar þegar hann
byrjar að upplifa draum hvers her-
manns, að vera hampað sem hetju.
En svo tekur raunveruleikinn við og
táningurinn upplifir þar allar þær
hörmungar sem stríð hefur upp á
að bjóða. Aflífanirnar, limlesting-
arnar, geðveikina, yfirnáttúrulegu
streituna, hitann, skltinn og svefn-
leysið svo fátt eitt sé nefnt. Og auk
stríðsins sem háð er við óvininn
kemst Henry að raun um að hann
þarf ekki síður að heyja andlegt
stríð við sjálfan sig, geðheilsuna og
samherja. Stríðið lýkur enn fremur
upp fyrir honum þeirri staðreynd
að stríðsvöllur er enginn staður
fýrir stráka, heldur karlmenn. Það
skýtur því skökku við að ófáir her-
menn, hvort sem er í styrjöldum
villta vestursins á 19. öld eða trú-
arbragðastríðum samtímans, eru
barnungir.
Af sögu Cranes má ljóst vera
að hugrekki eða hugprýði er lykil-
orð á orrustuvellinum, samanber
titil bókarinnar. Kannski eitthvað
sem maður gæti sagt sér fyrirfram,
en það er hér undirstrikað á eftir-
minnilegan hátt. Sá sem ekki sýnir
af sér hrímkalda hreystimennsku,
og hleypur á móti geltandi byssu-
Á hvíta tjaldinu Tvær
kvikmyndir hafa verið
gerðareftir bókinni.
Myndin hér að ofan er úr
þeirri þekktari sem John
Houston leikstýrði.
kjöftum og sprengjuregni ef svo ber
undir, lifir ekki af á vígvellinum -
eins mótsagnakennt og það hljóm-
ar. Sektarkennd Henrys ætlar hann
enda lifandi að éta eftir fyrstu or-
rustuna sem hann lendir í. „Stund-
um leit hann með öfund á særðu
hermennina. Hann áleit menn
með sundurtætta líkama einstak-
lega heppna. Hann óskaði að einnig
hann hefði sár, hið rauða tákn hug-
prýðinnar" (bls. 88).
Söguþráður bókarinnar er ekki
sá flóknasti. En sem frásögn af
stríði, og raunsönn lýsing á því sem
mislífsreyndir og -hugrakkir her-
menn ganga í gegnum, er bókin
mögnuð. Átakasenurnar og lýsing-
arnar á hinni innri, andlegu baráttu
hermannanna eru teiknaðar svo
sterkum litum að undrun má sæta
að Crane hafði aldrei komið nálægt
stríði sjálfur þegar hann skrifaði
söguna. Og þegar horft er til þess
að höfundurinn var ekki nema tut-
tugu og þriggja ára þegar hann setti
þessar setningar á blað er bókin
enn meira afrek. Umhverfislýsingar
og stakar málsgreinar í bókinni eru
líka sumar hverjar stök snilld.
Gamlir hermenn úr bandaríska
borgarastríðinu vottuðu um ósvikið
sanngildi frásagnar Cranes, eins og
kemur fram í stuttum en fróðlegum
eftirmála þýðandans, Atla Magn-
ússonar, sem á mikið hrós skil-
ið fyrir sína vinnu, enda þaulvan-
ur þýðandi. Auk Hins rauða tákns
hugprýðinnar varð Crane frægur
fyrir smásögur sínar, þeirra þekkt-
ust er The Open Boat. Crane fylgd-
ist seinna með styrjaldarátökum
í návígi sem stríðsfréttaritari fyrir
bresk og bandarísk blöð, áður en
hánn lést úr berklum, aðeins 28 ára
að aldri.
Kristján Hrafn Guðmundsson
Ekki ætla ég að ganga það langt
að fullyrða að Homið sé einn af
hornsteinunum í mínu lífi. Þó er
það einn af fyrstu veitingastöðun-
um sem koma upp í hugann þegar
ædunin er að fara eitthvað létt út að
borða. Ósjaldan verður það líka fýrir
valinu.
Þegar ég fór þangað síðasta
föstudag var þétt setið. Eina borðið
sem stóð til boða frammi var alveg
við innganginn. Þar sem mér finnst
álíka heillandi að sitja að snæðingi
við dyr sem opnast og lokast í sífellu
og að dansa við djöfulinn í daufu
tunglsljósi þáði ég og samferðafólk
mitt borð í innri salnum. Húsnæðið
sem Hornið er í er nokkuð skemmti-
uppgjörið hafði hún líka til hliðsjón-
ar þær kvalir sem við þurftum að
líða sökum hungurs meðan á elda-
mennskunni stóð.
HIÐ RAUÐATÁKN
HUGPRÝÐINNAR
HÖFUNDUR: Stephen Crane
ÚTGEFANDI: Bókafélagið Ugla
★★★★^
Skyldulesning fyrir allt áhugafólk um
vel skrifaðar bækur og strlðsátök.
BEÐIÐ í
KJÖLTU SKÁLDA
legt en þar var víst rekin veiðarfæra-
verslun í áratugi, áður en húsnæð-
inu var breytt undir veitingarekstur
fyrir þrjátíu ámm.
Ég fæ mér undantekningalít-
ið pitsu á Hominu. Að þessu sinni
ákvað ég að breyta til og pantaði mér
pastarétt með kjúklingi og papriku.
Leið svo og beið, og beið og leið,
en aldrei kom maturinn. Fjölmennt
var á Horninu þetta kvöld, en þeg-
ar biðin er orðin lengri en klukku-
stimd fer maður að undrast. Það
sem þó lét tímann líða hraðar var
glaðbeittur hluti skáldahópsins Ný-
hils sem sat við eitt borðið í góðu yf-
irlæti með mökum. Undirrituðum
er ekki kunnugt um hvort ákveðinn
einstaklingur sem gjarnan er tengd-
ur við undirheimana, og er jafnffamt
kenndur við Ólafsvík, hafi einhvern
tímann ort ljóð. Hann settist þó á
næsta borð við Nýhil-drengina þeg-
ar hann mætti á svæðið, en borðin
vom það þétt saman að pilturinn
stælti sat nánast í kjöltu ljóðskáld-
anna. En það er önnur saga.
Þegar maturinn kom loksins var
ein pitsan með röngu áleggi. Því tók
við enn lengri bið, en allt skilaði sér
þó að lokum. Pastað sem ég pantaði
var alveg ágætt en stendur ekki jafn-
fætis pitsum þeirra Hornsmanna.
Þjónustustúlkan sem sá um okkur
stóð sig vel ef pitsamglingurinn er
tekinn út fyrir sviga. Við reiknings-