Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 Fréttir DV FJARMALARAÐI fyrirfalskt heimili Fjármálaráðherrann Árni M. Mathiesen hefur fengið tæpar milljón krónur i húsnæðiskostnað fyrir það eitt að vera með lögheimili á Kirkjuhvoli við Þykkvabæ. Hann býr ekki þar og hefur aldrei gert. Aftur á móti leigja tveir pólskir verka- menn húsið. Samkvæmt lögum fær ráðherrann greitt mán- aðarlega fyrir að vera með rangt lögheimili á Suðurlandi. Fantasía og fjölbreytileiki Á dögunum fór fram glæsileg förðunarkeppni og tískusýning á Rúbín í Öskjuhlíð. AÍls tóku tíu keppendur þátt í förðunarkeppn- inni en þemað var Street Fantasy og bar hin ólærða en efnilega Bríet Guðmundsdóttir sigur úr býtum. Meðan dómnefnd gerði upp hug sinn sýndu verslunin Fígúra, hönnuðurinn Arndís Ey og 101 Skjöldur litríkan og flottan fatnað eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum. Aukin samvinna Lögreglustjórinn á höfuð- borgarsvæðinu og Tollstjórinn í Reykjavík hafa skrifað undir samkomulag um aukið sam- starf og samvinnu á sviði fíkni- efnamála. Embættin munu meðal annars hafa samvinnu um rekstur og þjónustu fíkni- efnaleitarhunda og samvinnu við rannsóknir á innflutningi, sölu og dreifingu fíkniefna og greiningarvinnu á því sviði. Samvinna embættanna við rannsóknir og greiningarvinnu á sviði fíkniefnamála felst meðal annars í gagnkvæmum aðgangi starfsmanna embætt- anna að starfsaðstöðu og að- stoð starfsmanna hvors emb- ættis um sig. Franskirflugmenn ívanda Lítílli einkaflugvél með tvo Frakka um borð hlekktist á í flug- taki á flugvellinum á Patreksfirði seinni partinn í gær. Að sögn lögreglunnar á ísafirði skemmd- ist vélin töluvert en mennirnir sluppu án meiðsla. Ekki er vitað hvað olli óhappinu en fulltrúi frá Rannsóknarnefnd flugslysa fer á vettvang og rannsakar málið í dag ásamt fulltrúum lögregl- unnar. Enn þorsk- niðurskurður Þorskkvótinn verður mink- aður annað árið í röð, sam- kvæmt veiðiráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar sem kynnt var í gær. Stofnunin leggur til að þorskaflinn verði 124.000 tonn fýrir næsta veiðiár. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði við fjölmiðla að hann teldi það ákveðin vonbrigði að viðmiðunarstofn þorsks væri ekki stærri en fram kemur í skýrslunni. „Við höfum aldrei séð hann hérna í sveitinni," sögðu sveitungar Árna M. Mathiesen fjármálaráð- herra en hann er með lögheim- ili að Kirkjuhvoli í Þykkvabæ eftir að hann bauð sig fram til þings á Suðurlandi fyrir síðustu alþingis- kosningar. Samkvæmt lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað hefur Árni feng- ið um það bil 960 þúsund krónur greiddar í dvalarkostnað frá rík- inu fyrir það eitt að vera með lög- heimili að Kirkjuhvoli síðastliðna tólf mánuði. Þegar blaðamaður bankaði upp á heimili ráðherrans kom í ljós að þar búa tveir Pólverj- ar sem starfa við kartöflufram- leiðslu í sveitinni. Þar hafa þeir búið í hálft ár. íbúar segjast aldrei hafa séð ráðherrann í bænum. Pólverjar en ekki ráðherra Það var fyrir síðustu þingkosn- ingar sem Árni M. Mathiesen bauð sig fram til Alþingis á Suðurlandi. Hingað til hefur hann ávallt boð- ið sig fram í Suðvesturkjördæmi en hann býr raunverulega í Hafn- arfirði. f stað Árna var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í fyrsta sæti á ffamboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í kjördæminu. Árni flutti því lögheimili sitt að Kirkjuhvoli við Þykkvabæ á síðasta ári en þing- menn verða að • hafa lögheim- ili í þvf kjördæmi þar sem þeir bjóða sig fram. Þegar blaðamaður kannaði hverjir eigendur hússins væru kom í ljós að það er í eigu byggðarsamlags sveitarfélaganna og hefur verið síðan árið 2000. Þorpsbúar sem blaðamaður ræddi við fullyrtu að hjón hefðu búið á undan Pólverjunum í hús- inu. Og aldrei sáu þau ráðherrann í þorpinu, ekki einu sinni í aðdraganda þingkosninga. Milljón í þingfar- arkostnað Samkvæmt lög- um um þingfarar- kaup alþingismanna og þingfararkostnað kem- ur í ljós að þingmenn og ráðherrar fá mán- aðarlegar greiðslur frá ríkinu í húsnæðis- og dvalarkostnað hafi þeir lögheimili annars staðar en á stórhöfuðborgarsvæð- inu. Upphæðin er reiknuð af kjararáði sem tekur mið af launum þingmanna sem og vísitölu þegar upphæðin er reiknuð. En samkvæmt heim- ildum DV flakkar upphæðin frá áttatíu þúsundum upp í rétt rúm- ar hundrað þúsund krónur. Af samtölum við þingmenn sem búa utan höfuðborgar- svæðisins er ljóst að greiðsl- ur vegna búsetu ann- ars Sættir hafa náðst á milli Borces llievski og Hótel Cabin: Agreiningurinn leystur „Hótelið ákvað að semja við okkur. Það eru því allir sáttir," segir Ingólfur Þorleifsson, formaður KFl. Starfsfólk Hótel Cabin og forsvars- menn KFÍ áttu símafund í gær og náðu sáttum um að leysa mál þjálf- ara KFÍ í sameiningu. Borce Ilievski, þjálfari KFÍ í körfubolta, var rændur þegar hann var gestur á hótelinu ekki alls fyrir löngu. Þjófurinn tók allt sem Ilievski var með á leið heim til Makedóníu. Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins. Meðal þess sem var stolið var fartölva, sími og vegabréf, allt í allt metið af lögreglu á um 300 þús- und krónur. Einnig þurfti Borce að fresta fyrirhugaðri heimför til Make- dóníu þar sem vegabréfi hans var einnig stolið. „Þetta var ekki alveg það sem ég átti von á hér á fslandi. Kannski á Balkanskaganum en ekki hér," sagði Borce meðal annars um rán- ið. „Ég held að þjófurinn hafi kom- ist inn í herbergið með lykli. Það er mín skoðun út af því að við fund- um töskuna í öðru herbergi rétt hjá. Það var hins vegar ekkert í henni. Þarna hvarf allur minn fróðleik- ur sem ég er búinn að sanka að mér." I yfirlýsingu sem sett var á heimasíðu KFÍ kemur fram að náðst hafi sættir. „Samskipti milli Hótel Cabin og KFÍ eru góð og koma örugglega til með að vaxa með tímanum," segir meðal annars. benni@dv.is Fékk smá bætur Borce llievski hefurfengið greiðslu frá Hótel Cabin. Hótel Cabin Forráðamenn KF( hafa nú tekið hótelið í sátt. VALUR GRETTISSON blaðamaöur skrifar: „Viðhöfum aldreiséð hann hérna í sveit- inni:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.