Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 5. JÚNl 2008 BlLAR DV Suzuki Splash: OG SPARNEYTINN * ■' SPLASH AÐ AFTAN Splash ei þyggöur á sömu botnplötu oci Suzuki Svvift en er styttii Afturlijólin eru eins aftarlecia oq vetöa má til aðskapa sem mest innanrými. m# is% ■ SPLASH-MÆLAB. Innanrými er meö ágætum Splash er hábyggöurog umgangur urn bflinner sérlega auöveldur. Stjórntakkar á stýri eru fytir utvarp/hljómtæki og snúningshraðamælirinn er ofan á mælaboröinu. ssMmim l SUZUKI SPLASH Nýi sparneytinn smábfll. Suzuki Splash er arftaki hins ferkantaða og þeygi fagra Suzuki Wagon R sem einnig var seldur und- ir merki Opel og hét þá Agila. Wagon R var vissulega praktískur bíll sem gaf mikið notagildi fyrir litla pen- inga. Hann hafði slegið í gegn hjá ungu fjölskyldufólki í Japan en í Evr- ópu, að Danmörk undanskilinni þar sem hann var einn mest seldi bíllinn um árabil, náði hann ekki fótfestu og sáralítilli á f slandi. Suzuki Splash er, eins og fyrir- rennarinn, hannaður í Japan en í þetta skiptið höfðu hönnuðirnir Evr- ópubúa í huga. Splash er svo byggður í verksmiðju Suzuki í Ungverjalandi. Hann er mun líklegri til að falla ungu evrópsku fjölskyldufólki betur í geð en Wagon R gerði. Splash er byggð- ur á sömu botnplötu og Suzuki Swift en hún hefur verið stytt um 30 mm. Að öðru leyti eiga þessir tveir bræð- ur ekki sérlega margt sameiginlegt. Splash er hábyggður og því mjög auðveldur í umgengni. Það er auð- velt að setjast inn í hann og stíga út úr honum. Vegna þessa er líka auð- velt að koma barnastól fyrir í honum og barninu síðan í stólinn. Það hjálp- ar líka að afturdyr opnast vel. Far- angursrýmið er nokkuð gott. Það er eiginlega á tveimur hæðum því þeg- ar gólfinu er lyft er talsvert djúpur plastbakki undir. Undir bakkanum er síðan varadekkið. Þetta tveggja hæða fyrirkomulag er svona og svona. Heldur hefði ritari kosið að hafa fullan aðgang að rým- inu strax þegar afturflekinn er opn- aður í stað þess að rífa upp gólfið á þennan hátt. Svipar til Toyota Aygo/C1/107 Séð frá hlið og að aftan er Splash svolítið líkur þrenningunni Toyota Aygo/Citroen Cl/ Peugeot 107, ekki síst vegna þess hve afturhjólin eru aftarlega og afturljósin ná hátt upp á afturhornin. Það er ekki bruðlað með neitt í þessum bíl. Hann er greinilega hugsaður fyrir fólk sem ekki hefur mikið milli handanna eða þá kærir sig ekki um að eyða of stórum hluta ráðstöfunarfjár síns í heimilisfarar- tækið. En Suzuki gamli og hönnuðir hans þurfa samt ekkert að blygðast sín fyrir neitt. Bíllinn er greinilega vel samanskrúfaður, hann er ágæt- ur í akstri og þriggja strokka vélin vinnur svo sem fyllilega nógu vel og eyðir sáralitlu sem auðvitað er mik- ill kostur. Þá sakar ekki að geta þess að hann gefur frá sér svo lítið koltví- ildi að hann flokkast sem umhverf- ismildur. Því þarf ekki að greiða í stöðumæla í miðborg Reykjavíkur fýrir hann, eigi maður erindi þang- að. Bensín eða dísil? Suzuki Splash er í boði með þremur gerðum véla, tveimur bens- ín- og einni dísilvél. Vegna þess hve dísilolían er orðin dýr má búast við að fleiri velji aðra hvora bensínvél- ina. Reynsluakstursbíllinn var með þeirri minni. Hún er þriggja strokka, tæpur einn lítri að rúmtaki og 65 ha. Sú stærri er fjögurra strokka, 1,2 1 að rúmtaki, 86 hö og við hana er fjögurra hraða sjálfskipting fáanleg. Annars er standardgírkassinn venju- legur fimm gíra og handskiptur. Auðvitað má leiða að því líkur að stærri vélin sé skemmtilegri, en þriggja strokka vélin er svo sem í lagi, enda.er Splash léttur bfll - rétt innan við eitt tonn að þyngd. Hún er furðu hljóðlát og laus við titring. Svipað og með margar aðrar þriggja strokka smábflavélar er hljóðið í henni svo- lítið sérstakt þannig að nauðsynlegt er að fýlgjast með snúningshraða- mælinum til að missa hana ekki á of- ursnúning. Hljóðið í henni er þannig að manni heyrist hún vera á eðlileg- um vinnslusnúningi - þetta 1.800- 2.500 súningum þegar hún er í raun komin hátt í 6.000. Dísilvélin er sú sama og fáanleg hefur verið í bæði Wagon R og Suz- uki Swift um nokkurt skeið. Hún er 1,3 1 með túrbínu, 75 ha. og upp- haflega ættuð frá Fiat en framleidd í verksmiðju Suzuki í Indlandi. Sú vél hefur reynst afar vel. Báðar bens- ínvélarnar eru nýjar en ólfldegt má telja að þær eigi eftir að standa öðr- um vélum Suzuki að baki sem löng- um hafa verið vandræðalausar og endingargóðar. NIÐURSTAÐA Einíaldur og sparneytinn ódýr smábíll sem skilar sínu vel. + Lítill en rúmgóður. Þýðgeng sparneytin vél, ágætui í umgengni og akstrí. - „Tveggja hæða“ íarangursiými oy óþolandi væl til aÖ minna á stefnuljósin. Suzuki Splash Verðkr: 1.790.000 Lengd/breidd/hæð í cm: 371,5/168,0/159,0 Þyngd tilb. til aksturs: 1.050 ky Vél: 3 stiokka bensínvél, 996 túmcm Afl: 65 hö/6000 sn. mín. Vinnsla: 90 Nm / 4.800 sn. mín. Gírkassi: 5 gíia handskipting. Viðbragð 0-100: 14,7 sek. Hámarkshraði: I60km/klst. Eldsneytiseyðsla: 5,01/100 km í blönduðum akstú. C02 útblástur: 120 g /km (EURO 4) Farangursrými: 178-573 lítrar í akstri Suzuki Splash er hábyggður sem fýrr er sagt, maður situr hátt í honum og sér vel út og ffam á veginn. Það hve stuttur bfllinn er og þverhníptur afturendinn gera sitt til að auðvelt er að leggja honum í þröng stæði. Mælaborðið er einfalt og framan við ökumann er stór kringlótt hraða- mælisskífa. Öll viðvörunarljós eru umhverfis hraðamælisskífuna og hægra megin við hana er eldsneytis- mælirinn sem sýnir stöðuna á tank- num með svörtum strikum á litlum LCD-skjá. Snúningshraðamælirinn, sem er á stærð við litla vekjaraklukku, er síðan festur ofan á mæíaborðið en hann er hreinlega bráðnauðsynlegur fýlgihlutur með þriggja strol+a vél- inni. Eins og Evrópulög um bfla gera ráð fyrir á að heyrast hljóðmerki þeg- ar stefnuljósin blikka til að minna mann á að gleyma þeim ekki á. Þetta hljóðmerki er tveggja tóna tíst í Splash og hafði eiginkona ritara þessarar greinar það á orði að hún yrði fljótlega brjáluð af því að þurfa að hlusta á þetta tíst til lengdar. Ökumannssætið er stillanlegt á hæðina og sömuleiðis stýrishjólið. Engin stilling er hins vegar á því fýrir fjarlægð frá líkama ökumanns. Sjálft stýrið er með hraðanæmu hjálpar- átaki frá rafmótor sem léttir á öku- manni þegar lagt er í stæði. Fjöðr- unin er frernur stinn og bfllinn leggst lítið undan beygjum. Aksturseigin- leikar eru í það heila tekið öruggir og flestir ættu að fá þá tilfinningu að þeir hafi gott vald á bflnum við allar venjulegar aðstæður. Vegdynur er ekki mikill og úti á vegi er bfllinn rásfastur. Gírstöng- in situr fremur hátt og eðlilega, gír- skiptingar eru léttar og tiltölulega nákvæmar þannig að í akstri, hvort heldur sem er innanbæjar eða á veg- um úti, er fátt aðfinnsluvert. Þessi ódýri og einfaldi bfll stendur vel fyr- ir sínu hvar sem er og í þeirri elds- neytiskreppu sem nú er og á að öll- um líkindum ekki eftir að fara er Suzuki Splash því góður kostur fýrir alla, hvort sem þeir hafa efni á miklu dýrari bfl eða ekki. Hann er eiginlega eins og gamla VW-bjallan var að því leytí. Það gátu allir sýnt sig á bjöll- unni hvort sem þeir voru fátækir eða vellríkir og allt þar í milli. öryggi Splash er nýkominn úr árekst- ursprófi hjá EuroNCAP með fjórar stjörnur sem er hið sama og stærri bróðirinn Swift náði á sínum tíma og sem er fyllilega viðunandi. I honum eru fjórir loftpúðar og loftgardínur við hliðarrúðurnar frammi í. Strekkj- arar eru við framsætabeltín sem strekkja þau við árekstur. ESC-stöð- ugleikabúnaður er í bflnum ef loft- púðagardínur eru á annað borð tíl staðar. Frá framleiðanda eru hliðar- loftpúðar staðalbúnaður en gardín- urnar ásamt ESC-stöðugleikakerfinu eru saman í eins konar settí. Gerð- arheití bfla með ESC-búnaðinum er GL og GLS. Allar útfærslur Splash eru léttar á eldsneytísfóðrum. Vélar í boði eru all- ar litlar og sparneymar, bfllinn sjálf- ur er léttur og loftmótstaða hans er fúrðu lítU. Eyðsla bflsins með þriggja strokka vélinni í blönduðum akstri er 51/100 km, með l,21vélinni5,51/100 km og með dísilvélinni 4,51/100 km. -SA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.