Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. JÚN[ 2008 Fréttir DV Án handfrjáls búnaðar Ólögleg farsímanotkun ökumanna fer síst minnkandi. Samkvæmt könnun sem VÍS lét gera á milli klukkan íjögur og sex síðdegis á mánudag óku 343 ökumenn suður um gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaða- vegar og töluðu í síma án hand- frjáls búnaðar. Þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum hófst í gær í sjöunda skipti, en sjö hafa látist það sem af er ári í umferðarslys- um. Ragnheiður Davíðsdóttir forvarnafúUtrúi leggur sérstaka áherslu á notkun handfrjáls bún- aðar þegar ekið er. Bæjarfulltrúi víkurúrnefnd Gunnar Helgason, formaður skipulags- og byggingarnefnd- ar sveitarfélagsins Voga, hefur sagt af sér formennsku eftir að hann reisti ólöglegt sumarhús sem hann byggði í Breiðagerði 3 við Voga á Vatnsleysuströnd. Hann reisti húsið án þess að hafa stöðuleyfi til þess auk þess sem eignarhald á landinu er óljóst og því ekki leyfilegt að byggja þar. f stað hans hefúr Olaavía Jóhanna Ragnarsdóttir tekið við formennsku. Meirihlutí E-listans þakkaði honum samtarfið á síð- asta bæjarráðsfundi. Gróðursetja 300.000 plöntur Samtökin Skjólskógar á Vestflörðum koma tíl með að gróðursetja um 300 þúsund plöntur víðsvegar um fjórð-' unginn í sumar, líkt og vefritið bb.is greinir frá. Samtökin stefna að því að gróðursetja sem mest í júnímánuði svo plönturnar fái tíma til að jafna sig um sumarið. Frá því Skjól- skógar tóku til starfa hafa þeir gróðursett rúmlega eina millj- ón skógarplanma. Ef svona heldur áfram verða Vestfirðir orðnir skógi vaxnir frá fjalli að flöru fyrr en varir. Dópiðfast Fíkniefni sem fundust inn- vortis í hollenskum karlmanni í Leifsstöð um síðustu helgi, hafa enn ekki skilað sér út úr líkama hans. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald eftír að röntgen- myndir sýndu fram á að nokkurt magn af kókaíni væri í pakkning- um innvortís. Einungis þriðjung- ur efnanna hafði skilað sér út úr lfkama mannsins í gærkvöldi, eftír því sem fréttavefúrinn Vísir greindi frá. Hilmar Pétursson varð valdur að láti tveggja skyldmenna sinna með ofsaakstri þegar hann var 17 ára. Eftir áreksturinn hefur hann verið úthrópaður morðingi og glæpamað- ur. Lögreglan á Suðurnesjum hefur til meðferðar likamsárásir á Hilmar sem tengdar eru aðild hans að dauða mannanna tveggja. UTSKUFAÐURI HEIMABYGGÐ Kallaður morðingi Tveir menn létust í umferðarslysi (ágúst 2007 við Garðskagaveg. Hilmar Pétursson vará dögunum dæmdur fyrir að hafa valdið dauða þeirra með ofsaakstri. ERLA HLYNSDÓTTIR bladomadur skrifar: erla@dv.is Hilmar Pétursson hefur verið út- hrópaður morðingi eftír að hann varð valdur að látí tveggja manna í um- ferðarslysi við Sandgerði í ágúst 2006. Lögregluembættíð á Suðurnesjum hefur tíl meðferðar líkamsárásir á Hilmar sem áttu sér stað eftír slysið. Hilmar var í síðustu viku dæmd- ur til sex mánaða fangelsisvistar, þar af fjóra mánuði skilorðsbundna, fyrir hegningar- og umferðarlagabrot með því að hafa ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða og án aðgæslu yfir á rangan vegarhelming. Hilmar lentí í árekstri við aðra bifreið með þeim af- leiðingum að bæði ökumaður henn- ar og farþegi létust. Hilmar missti einnig ökuréttíndin í tvö ár. 17 ára ökumaður Mennirnir tveir sem létust voru 22 og 34 ára. Þeir voru báðir skyld- menni Hilmars. Sjálfúr var hann 17 ára þegar slysið varð og var það met- ið honum til refsilækkunar. Hilmar hefur ekki fyrr komist í kast við lögin og var það einnig til mildunar dóms- ins hversu illa hann slasaðist sjálfur í slysinu. Vimi báru fyrir dómi að þau teldu Hilmar hafa ekið á 120 til 180 kíló- metra hraða. Sérfræðingur taldi að ökuhraðinn hefði líklegast verið á bilinu 114 tíl 139 kílómetrar. Bif- reið Hilmars var einnig skoðuð og er ástand hennar ekki talið eiga þátt í slysinu. Þunglyndur með heilaskaða Fyrir dómi sagði Hilmar: „...að hann hefði fengið að finna fyrir þessu hjá ættíngjum sínum og hefði hann meðal annars verið laminn og kall- aður morðingi." Þar kemur einnig fram að hann hafi hlotíð gífurlega áverka í slysinu, þar á meðal mikla heilaáverka sem valda minnistruflunum. Hann man því sjálfur ekkert eftír slysinu. Eftír slysið hefur hann þjáðst af kvíða, athyglisbrestí, skapofsaköst- um og pirringi. I læknisvottorði seg- ir að hann þjáist af skertri getu til að sjá um sig sjálfur, að sinna vinnu, auk þess sem hann er orðinn félagslega einangraður. Hann hefur fundið fyrir miklu þunglyndi og gengið bæði til sálfræð- ings og geðlæknis. Úthrópaður morðingi Halldór Helgi Backman, verjandi Hilmars, segir hann hafa skaðast „Hann hlaut gífurlega áverka í slysinu, með- al annars heUaáverka sem valda minnistrufl- unum." mjög við slysið. „Hann hefur orðið fyrir gífurlegu aðkastí og er úthróp- aður morðingi og glæpamaður víða í samfélaginu suður með sjó. Vanlíðan hans er gríðarleg, eins og gefur að skilja þegar manneskja stendur ffammi fyrir því að vera þátt- takandi í svona atburðarás," segir HaUdór. Hann ítrekar að um slys hafi verið að ræða sem Hilmar sjái mjög eftír. Heilaáverkar Hilmars gera að verkum að hann man ekkert eft- ir slysinu sjálfú og bar fyrir dómi að hann myndi aðeins eftír því að hafa farið í vinnuna á bifreið sinni og ver- ið þar ffarn yfir miðjan dag. Næst hafi hann munað eftír sér þegar hann kom heim af sjúkrahúsinu. Halldór gerir fasdega ráð fyrir að dóminum verði áfrýjað tíl Hæstarétt- ar en það sé í höndum Hilmars að taka þá ákvörðun. Meðal þess sem Halldór gagnrýnir er að refsingin sé afar þung miðað við þá hæstaréttar- dóma sem gengið hafa í viðlíka mál- um. Verkfærum fyrir hundruð þúsunda var stolið í Garðabæ: MYNDIR VfKURFRÉTTIR/HILMAR BRAGI Afslysstað Mikið lið lögreglu og sjúkrabíla var kallað á vettvang slyssing. Bíil Hilmars er rauðaToyota-bifreiðin. Glæpafaraldur skekur iðnaðarmenn „Tryggingafélagið áætíar að skað- inn sé á milli tvö og þrjú hundruð þúsund krónur," segir Ivar Þóris- son rafvirki en öllum verkfærum var stolið af byggingasvæðinu aðfaranótt þriðjudags þar sem hann vinnur við Furuás í Garðbæ. Þá var einnig brot- ist inn á byggingarsvæði þar við hlið- ina og leikurinn endurtekinn. Verk- færaþjófnaður hefur aukist gífurlega undanfarin tvö ár og er svo komið að menn tala um faraldur. ívar kærði málið tíl lögreglu en segist vonlítíll um að endurheimta verkfærin. „Mér var sagt að það væri ákaflega ólíklegt að við myndum sjá verkfærin aftur." Aðspurður hvort hann hafi heyrt útskýringar á því hvers vegna verk- færaþjófnaður hefði færst svona mikið í aukana hér á landi segist ívar hafa heyrt því fleygt að erlendir ein- staklingar tækju verkfærin óffjálsri hendi og seldu þau svo í heima- landinu. Sjálfur segist hann ekki hafa neinn fót fyrir þeirri sögusögn en ját- ar að verkfæraþjófnaður hafi plagað iðnaðarmenn talsvert undanfarin ár. „Það er djöfullegt að missa verk- færin, það er allt stopp þessa stund- ina. Maður þarf bara að fara í næstu verslun og kaupa ný,“ segir Ivar um afleiðingar þess að missa verkfærin. Hann segir að öll verkfærin séu merkt í bak og fyrir. Á þeim stendur Ljósblik sem er fýrirtæld ívars. Ef ein- hver verður var við þau eru viðkom- andi beðnir um að hafa samband við lögregluna. vaiur&dv.is Iðnaðarmenn að störfum Verkfærum fyrir um þrjú hundruð þúsund krónum var stolið af byggingarsvæði í Garðabæ. Mynd tengist ekki frétt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.