Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 5. JÚNl 2008 Slöast en ekki slst DV BÓKSTAFLega „Iðrast? Ég? Ég var ekki að taka fram úr." ■ Þórður Jónsteinsson sem olli dauða og alvarlegum meiðslum með ógætilegum akstri - í DV. „...vegna þess að ég veit að þú átt það til að hafa ekki tíma til að svara tölvunósti og A skilaboð- um, mun ég líta svo A á að þögn ^ sésamaog samþykki hafi mér ekki borist svar ann- að kvöld. Þekkjandi þig, vinur, veit ég að mesta fylan verður farin úr þér eftir ca tuttugu ár." ■ Árni Snævarr á bloggi sínu í opnu bréfi til Þórhalls Gunnarssonar, dagskrárstjóra RÚV. Árni og Þórhallur hafa deilt undanfarna daga um ástæður þess að sá síðarnefndi vildi ekki sýna heimildarmynd þess fyrrnefnda um kosti og galla Evrópusambandsins á RÚV. „Ég rústaði þessari keppni og jarðaði hina prestana.' ■ Séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju, (DV en hann varði á föstudaginn titilinn sterkasti prestur í heimi. „Þetta eru tvö lið sem sparka langt þannig að tetta verður ábyggilega eikur tveggja svipaðra iða." ■ Þórður Einarsson, formaður og leikmaður KB, eftir að dregið var (32 liða úrslitum. KB mætir stórliði KR í Frostaskjóli „Annars er Hafnarfjörð- ur ekki brandari lengur, frekar Kópavogur, held að það megi bara taka upp Kópavogsbrandara í staðinn." ■ SigmarVilhjálms- son var kynnir á Hafnarfjarðarhá- tíðinni ásamt Jóa, félaga sfnum. Það fengu engir Hafnafjarðarbrand- arar að fjúka. - Séð og heyrt. „Það var þjónn sem hellti yfir mig súpu frá hálsi og niður á rass." ■ Nýstúdínan Nanna Guðrún Hjaltalfn var flutt á brott með sjúkrabíl eftir að hafa brennst illa á útskriftarkvöldverði í Súlnasal Hótel Sögu. - DV „Þar hittast Vesturbæing- ar til að spjalla og skiptast á kveðjum og brosum." ■ Svandís Svavarsaótttir borgarfull- trúi er heldur betur ánægð með hverfisbúðina s(na, Melabúðina. - DV „Svolítið brjálæðisleg. Ólýsanleg eiginlega en aðallega brjálæðisleg." ■ Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðs- ins, um stemninguna inni f klefa eftir að Island sigraði Svfþjóð á dögunum. „Við vorum búin að frétta þetta." ■ Ólafur Stephensen, ritstjóri Morgunblaðsins, spurður út (mynd af gervisvani sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í gær. - DV „EG ERISKYJUNUM, EKKIKOMINN NIÐUR AJORÐINAENNÞA" Séra Gunnar Sigurjónsson vann nýverið í keppninni sterkasti prestur í heimi. Hann ætlar að undirbúa sig vel fyrir íslandsmeist- aramótið í kraftlyftingum og byrjar á æfingum af fullum krafti í haust. og ég get, en ég held að bara með nærveru minnni og hver ég er stundi ég trúboð." Hver er maðurinn? „Séra Gunnar Sigurjónsson, sóknar- prestur í Digraneskirkju." Hvað drífur þig áfram? „Það er lífsgleðin og ævintýra- mennskan, en ég held að guð sé í lífs- gleðinni og spennu lífsins." Hvar ert þú alinn upp? „Ég er alinn upp í Árbæjarhverfinu, en bý í Kópavoginum núna. Ég var sóknarprestur í sjö ár á Skeggjastöð- um á Bakkafirði Hvenær ákvaðst þú að verða prestur? „Ætíi ég hafi ekki ákveðið að verða prestur árið 1986. Þá var ég búinn að vera nokkur ár í guðfræðideild- inni. En það er langt mál af hverju ég ákvað það." Hvort er betra, messuvín eða obláta? „Það er best að dýfa oblátunni í messuvínið." Hvernig kom það til að heims- meistaramót sterkasta prests- ins var haldið hér á landi? „Það er einfaldlega vegna þess að núverandi titilhafi, ég sjálfúr, fékk áskorun frá Finnanum Teijo Mathlin sem vildi taka af mér titilinn og var tilbúinn að mæta mér héma heima." Hefur þessi keppni verið til í langan tíma? „Já, ég veit ekld hversu lengi, en ég tók titilinn af Bosníuprestinum árið 2004, en ég þekki ekki hvort keppnin eigi sér forsögu fyrir þann tíma." Hvað voru margir prestar sem tóku þátt og hvaðan voru þeir? „Þrír prestar tóku þátt, það var ég, Finninn Teijo Mathlin og Kristian Östergaard frá Danmörku." Hvernig var tilfinningin þegar þú jarðaðir hina prestana? „Hún var stórkostíega góð, ég er ai- veg í skýjunum og er það ennþá, ég er enn ekki kominn niður á jörð- ina. Ég er þó mest þakklátur fyrir að vera heill og óskemmdur, bara með strengi, með engin slitin liðbönd eða rifria vöðva." Hvað borðar sterkasti prestur í heimi? „Skyroghafragrautoglýsi,égborðaallt og mikið af því, líka af óhollum mat." Hvenær byrjaðir þú að æfa kraftlyftingar? „Ég byrjaði að æfa líkamsrækt 1984, en byijaði að æfa kraftlyftingargrein- ar fyrir nokkmm árum, ég held það hafi verið árið 2000." Ef þú kemst á heimsmeistara- mótið í kratflyftingum, sem þú stefnir á, ætlar þú að vera með trúboð þar? „Ég geri nú ekki ráð fýrir því, ég ætía að reyna að taka á því eins hrikalega Er guð sterkur? „Já, það sem við getum lært er að sá sterki stendur með þeim veika. Það sýndi sig á mótínu því allur ávinn- ingur fór til félagsins Einstök börn, þar stendur hinnn sterki með hinum veika." Þeysist sterkasti prestur heims um á mótorhjóli? „Já, ég sniglast um á mótorhjóli, Yamaha Wild Star 1600, með stórri og mikilli loftpressu, hef hjólað í mörg ár." Hvernig verður framhaldið hjá þér? „Nú ætía ég að taka mér hlé frá þess- um miklu þyngdum og láta skrokk- inn jafna sig. Eg held áfram að æfa mig þrisvar í viku og í haust ætía ég að byggja upp grunninn og keyra mig upp fyrir íslandsmótið í kraft- lyftingum." SWDKORV ■ Drápið á ísbirninum fýrir norðan hefur vakið sterkar til- finningar meðal fólks. Richard Scobie, sem flestir muna eftir úr sveitinni Rickshaw, er hæst- óánægður með drápið á birninum sem villtist inn á strendur íslands. Richard er búsettur í Los Angeles en fýlgist greinilega með íslenskum fréttum. Hann er brjálaður yfir málinu og hefur skrifað á face- book-síðu sína: „Megum við ekki sjá ísbjörn án þess að drepa hann! Fucking red necks!" ■ Prikið virðist vera vinsæll áningarstaður fyrir erlenda fræga fólkið. Það hefur ekki farið fram- hjá neinum að Viggo Mortensen var stadd- ur á land- inu fyrir helgi og var viðstadd- ur opnun á ljósmyndasýningu sinni Skov- bo í ljósmyndasafni Reykja- víkur. Viggo tók ástfóstri við Prikið í Bankastræti og kom þrisvar sinnum að snæða á staðnum og skolaði danski sjarmörinn matnum ávallt niður með köldum bjór. Viggo er ekki eina stjarnan sem fílar l’rikið. Gael García Bernal hékk á staðnum á hverjum einasta degi á meðan dvöl hans á íslandi stóð yfir. ■ Meira afViggo Mortensen. fslenskar konur flykktust á opnun kappans í Ljósmynda- safni Reykjavíkur um helg- ina, allar klæddar sínu fínasta pússi í von um að vekja athygli sjarmatröllsins. Fáar kom- ust þó að þar sem stórleikar- inn stóðúti á svölum mestall- an tímann umkringd- ur vinum sínum og reyktí. Leikarinn olli þó nokkr- um konum miklum vonbri- gum og kvörtuðu þær sérstak- lega yfir því hversu lágvaxinn Lord of the Rings-leikarinn er. Það stöðvaði þessar sömu kon- ur þó ekki í að kaupa mynd- ir af kappanum. Þess má geta að peningur kvennanna rann í buddu Náttúruverndarsam- taka fslands. Félagarnir í heimildarmyndaklúbbnum Hómer leita aö sjálfboðaliðum fyrir tónleika: Tónleikarfrá hundraðsjónarhornum „Hugmyndin kom þegar við fé- lagarnir í heimildarmyndaklúbb- num Hómer sátum og horfðum á Gimme Shelter-myndina á Skjald- borgarhátíðinni um hvítasunnu. Al- bert Maysles var með rúmlega tut- tugu myndatökumenn að taka upp tónleika og þá datt einum í hug að það væri sniðugt að reyna að slá met- ið hér á íslandi," segir kvikmynda- gerðarmaðurinn Herbert Svein- björnsson um verkefnið ProjectlOO. Project 100 gengur út á það að safna saman hundrað manns með kvikmyndatökuvélar og mynda stór- tónleikana sem fram fara á Menn- ingarnótt frá hundrað mismunandi sjónahornum. „Einu skilyrðin eru að fólk mæti með sínar eigin upptökuvélar. Það er alls ekkert skilyrði að fólk sé kvik- myndagerðarfólk eða neitt slíkt. í rauninni þvert á móti. Vlð viljum frekar fá almenning sem hefur gam- an af kvikmyndagerð því þannig fáum við sönnustu sýnina á tónleik- ana. Svo ætíum við í stað þess að hafa kreditíista í lok myndarinnar að hafa frekar myndir af fólki ásamt nafni, starfsheiti og aldri til að áhorf- endur fái að lcynnast fólkinu á bak við myndina." Herbert segir að myndin verði að öllum líkindum fimmtíu og fimm tíl sextíu mínútur að lengd. „Það er planið að reyna að senda hana svo á hátíðir víðs vegar um heiminn. Það koma allir til með að fá sitt mynd- brot sýnt í þrjátíu sekúndur í mynd- inni þannig að ef einhver deyr áfeng- isdauða verða bara þrjátíu sekúndur af hans sýn frá jörðinni í myndinni. Við höfum haft samband við Heims- metabók Guinnes varðandi það hvort þetta sé heimsmet. Við kom- umst í gegnum fýrstu síuna sem er yfirleitt svolítið mál. Svo bíður mað- ur í fjórar til sex vikur til að vita hvort þetta sé nógu verðugt verkefni tíl að rata í heimsmetabókina. Það á bara eftir að koma í ljós." Stefnt er á að hafa myndina til- búna fýrir Skjaldborgarhátíðina um næstu hvítasunnuhelgi. Þeir sem vilja taka þátt í þessu stórskemmti- lega verkeftú geta skráð sig inni á heimasíðunni projectl00.com. krista&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.