Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 13
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 13 BarackObama Þótti ekki líklegurtil afreka í upphafi forkosninga. ?■ 'œ&jtýœ&æ.: mmKmaammmKseæsMmmm, Ráðstefna Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Matseðillinn í ár er mun íburðarminni en 2002. ,r| Kýla vömbina og ræða hungur heims: Matseðillinn skorinn niður einræðisherra. Þjóðarleiðtogum er eflaust í fersku minni sú gagnrýni sem þeir sættu fyr- ir sex árum og má leiða líkur að því að matseðill opnunarhádegisverð- arins nú byggist að einhverju leyti á þeirri minningu. Matseðillinn nú er mun einfaldari og íburðarminni en árið 2002 og í stað humars, gæsalifrar og úrvals bestu fáanlegra vína var nú boðið upp á smjördeigsöskjur fyllt- ar með mozzareÚa og maískorni og pastarétt með rækjum. „Það lítur ekki vel út ef leiðtogar sem ræða hungur á heimsvísu sjást neyta matar í óhófi," sagði einn embættismaður Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna. Hann bætti við að þeir hefðu ekki gefið nægan gaum að mat- seðlinum árið 2002 og hefðu þá verið sakaðir um hræsni, sem að hans mati varþó óverðskuldað. Þjóðarleiðtogar á ráðstefnu Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna í Róm árið 2002 voru harðlega gagnrýndir á þeim tíma fyrir matseðilinn sem boðið var upp á fyrsta dag ráðstefnunnar. Þótti mörg- um skjóta skökku við að á ráðstefnu sem hafði það markmið að fækka, á þrettán árum, um helming þeim sem sultu í heiminum, skyldu þjóðarleið- togar úða í sig humri og gæsalifur, sem síðan var skolað niður með fín- ustu vínum. Af ríkustu þjóðum heims sendu einungis Spánn og gestgjafarnir, It- alía, æðstu ráðamenn þjóða sinna sem fulltrúa á ráðstefnima. Annað var uppi á teningnum hjá þróunarlönd- unum og á meðal þeirra sem mættu voru Robert Mugabe, forseti Simb- abve, og Mbeki, forseti Suður-Afríku, auk tylfta forseta, forsætisráðherra og Löng leið fram undan Baracks Obama bíður án efa erfitt verkefni og ljóst að aðeins hálfur sigur er unninn. Sjálfur fer hann ekki í grafgötur með þá full- vissu sína. „Hvernig sem kosning- arnar fara, þá mun stefna þessar- ar þjóðar breytast stórkostlega," sagði Barack Obama. Fram undan er slagur Obama og Johns McCain og undanfarnar vikur hafa þeir gefið vísbendingar um þau málefni sem sett verða á oddinn auk þess sem þeir senda nett skot hvor á annan. McCain er ómyrkur í máli og segir að Obama búi engan veginn yfir nægri reynslu til að takast á hendur starf forseta Bandaríkjanna og Obama svarar í sömu mynt og segir að McCain muni aðeins bæta fjór- um árum við misheppnaða stefnu Georges W. Bush, forseta Banda- ríkjanna. Indversk hjón skildu fyrir tíu árum: Fráskilin en vissu það ekki Indversk hjón sem gengu í það heilaga fyrir meira tuttugu og fimm árum rak í rogastans um daginn er þau komust að því að þau höfðu skilið samkvæmt lögum fýrir tíu árum en höfðu ekki hugmynd um það. Hjónin, Meena og Virender Verma, eru á fimmtugsaldri og eiga tvö böm á táningsaldri og eðli máls- ins samkvæmt vom tíðindin vem- legt áfall fyrir alla fjölskylduna. Tilviljun ein varð þess valdandi að hjónin, sem búa í bænum His- ar í Haryana-fýlki á Indlandi, kom- ust að skilnaði sínum. Meena hafði snúið sér til yfirvalda til að kvarta yfir ofbeldishneigð mágs síns. í við- tali við blaðamann BBC fullyrtu þau að þau hefðu aldrei sótt um skilnað og vom þess fullviss að nágrannar og ættingjar myndu styðja frásögn þeirra. „Ég veit ekki af hvetju mér var gert þetta. Við sóttum aldrei um skilnað nokkurs staðar," sagði Meena. Embættismaður hjá rfldsstofnun sem fer með velferðarmál kvenna í héraðinu sagði að hann hefði ekki fundið neina sönnun fyrir skiln- aði hjónanna. Allir sem talað var við komu af fjöllum og neituðu að hafa nokkra vitneskju um skiln- að Meenu og Virenders. Virender Frá giftingu á Indlandi Hjónin bjuggu saman í þeirri fullvissu aö þau væru gift. taldi ekki útilokað að Surinder, eldri bróðir hans, stæði að baki þessu öllu. Bróðirinn er lögfræðingur og Virender gmnar að hann hafi soð- ið upp þessa sögu þegar þau hjónin lögðu fram kvörtun vegna ofbeldis af hans hálfu fyrir tíu ámm. Times of India vitnaði í Surind- er sem sagðist alsaklaus af nokkurri aðild að málinu. Surinder og nokkr- ir aðrir lögfræðingar standa frammi fýrir ákæm vegna málsins. Meena og Virender Verma vonast til að þau fái uppreisn æm fýrir tilstilli dóm- stóla. Clinton-fjölskyldan Um tíma velti Obama fyrir sér hvort hann keppti við Bill Clinton um útnefninguna. Ber bossi og brotin rúða Hollendingur einn í Utrecht fór heldur flatt á því þegar hann ásamt tveimur vinum ákvað að hlaupa nið- ur götu bæjarins með bossann ber- an. Þar sem þeir hlupu framhjá veit- ingastað fékk hann þá bráðsnjöllu hugmynd að þrýsta rasskinnunum upp að glugga veitingastaðarins. Það hefði hann betur látið ógert því rúð- an brotnaði með þeim afleiðingum að hann skarst svo illa á rassinum að hann þurfti að komast undir lækn- ishendur. Eigandi veitingastaðarins dró kæm sína til baka eftir að hinn rasssári maður hafði greitt skaða- bætur. Vinimir þrír vom áminntir um að hysja upp um sig buxurnar og forðast verslunarglugga. Fritzl fær fjölda bréfa Ef eitthvað er að marka frétt í breska slúðurblaðinu Daily Star hefur hundmðum bréfa rignt yfir „ausmr- ríska skrímslið" Jósef Fritzl. Fritzl er fyrirlitnasti maður í Austurríki um þessar mundir eftir að upp komst um athæfi hans gagnvart Elísabetu dóttur hans. I ffétt Daily Star segir að Fritzl berist fjöldi bréfa sem ekki eru öll skrifuð í haturstóni. Mörg þeirra innihalda stuðningsyfirlýs- ingar til handa Fritzl. Frétt Daily Star er í mótsögn við um- mæli fangelsisstjórans Gunthers Mörwald í austurrísku héraðsblaði, sem segir að Fritzl hafi í mesta lagi fengið um tuttugu bréf og flest þeirra hafi innihaldið hótanir. Kínverjar kynna reglumar Á vefsíðu kínversku ólympíunefhd- arinnar er að finna ýmsan fróðleik sem vert er að kynna sér hyggist maður heimsækja Kína á ólympíu- leikunum. Þeim sem gmnaðir em um aðild að hryðjuverkum, undir- róðursmenn og fólk með kynsjúk- dóma verður ekki hleypt inn í landið. Þeim sem gista annars staðar en á hóteli ber að skrá sig hjá lögreglu innan sólarhrings ff á komu til lands- ins. Gestum er óheimilt að sýna slagorð af pólitískum og trúarlegum toga og fleira. Fyrri gestgjafar ólymp- íuleikanna hafa gjarna sett sérstak- ar reglur, en það er mat margra að Kínverjar hafi gengið lengra í þeim efnum en áður hefur þekkst. MORÐINÍ BETLEHEM „Matt Rees tekur fyrir flókin heit menningarárekstra og tortyggi og setur hann í samhengi. „Stórkostleg frumraun. „Spennusaga eins og þær geras bestar. Einstök bók sem er bæf spennandi og hreyfir vi lesandanum á sama tíma. HÚSEIGENDUR - HÚSBYGGJENDUR Við getum bætt við okkur verkefnum. Bjóðum upp á alhliða þjónustu í byggingariðnaði nýsmíði og viðhaldsverkefni. Má þar nefna uppslátt, uppsteypu húsa og annara mannvirkja, endurnýjun þaka, viðgerðir utanhúss og klæðningar, endurnýjun glugga og hurða, smíði innveggja, uppsetning lofta, smíði sólpalla og fl. Gerum föst verðtilboð. Áratuga reynsla meistara og fagmanna. Sími: Gunnar Þór 891 6591 og 891 6590 Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið alhlida@yahoo.com Minnistöflur Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is d BETUSAN Klettháls: Opið virka daga kl.8-18, laugardaga 9-16 Suðurnes: Opið virka daga kl.8-18, laugardaga 9-14 itthálsi 7 Rvk - Fuglavík 18 Reykjanesbæ i/ 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi MÚRBÚÐIN - Afslátt eða gott verð?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.