Málfregnir - 01.11.1991, Page 4
2. Rafmagnsverkfræðingar taka upp þráðinn
Oröanefnd rafmagnsverkfræöinga
stofnuö
Allmörg ár líða og orðanefndarstarf
liggur niðri. Áhugamenn bæta þó orðum
í söfn sín og annarra. Hinn 7. febrúar
1941 stofnuðu þeir 13 rafmagnsverkfræð-
ingar, sem voru í Verkfræðingafélagi
íslands, deild innan félagsins og kenndu
við sig. Lög voru samþykkt en 16. maí
sama ár koma rafmagnsverkfræðingarnir
enn saman og kjósa sér hina fyrstu stjórn
með Jakob Gíslason sem formann. Jafn-
framt var samþykkt að kjósa þriggja
manna orðanefnd til að safna „orðum
sem til voru í rafmagnsfræðinni“. Kosn-
ingu hlutu Gunnlaugur Briem, Stein-
grímur Jónsson og Guðmundur Marteins-
son. Gunnlaugur hlaut flest atkvæði og
var formaður. Guðmundur Hlíðdal og
Jakob Gíslason, sem báðir höfðu starfað
með Orðanefnd Verkfræðingafélagsins,
voru í stjórn deildarinnar (RVFÍ), og
kann það að hafa valdið því, að þeir voru
ekki kosnir í orðanefndina. Athyglisvert
er að 6 af 13 stofnendum RVFÍ tóku beint
þátt í störfum orðanefnda Verkfræðinga-
félagsins eða rafmagnsverkfræðingadeild-
ar, og vitað er um fleiri rafmagnsverk-
fræðinga úr hópi stofnenda sem höfðu
áhuga á íslensku tæknimáli og lögðu því
lið með orðum og gerðum, þó að ekki
yrðu þeir kjörnir í Orðanefnd RVFÍ.
Upphaf oröasöfnunar og útgáfu
Fyrstu starfsár Orðanefndar voru við-
burðasnauð, eða nefndarmenn orðfáir
um gerðir sínar, því að nefndarinnar er í
fyrsta sinn eftir stofnun getið í fundar-
gerðabók RVFÍ á aðalfundi 1947 með
þeim ummælum að fátt sé til frásagnar af
Orðanefnd annað en það hverjir séu
nefndarmenn. Næsta ár rofar þó til, og
frá Orðanefnd segir á aðalfundum raf-
magnsverkfræðinga upp frá því. Sum
árin var mikiö starfað.
Fyrsta verkefni nefndarinnar var að
taka upp gamla orðalistann sem Orða-
nefnd Verkfræðingafélagsins hafði tekið
saman á árunum í kringum 1920. Þar
voru um 250 orð sem prentuð höfðu
verið í Tímariti VFÍ árin 1920 og 1923.
Mörg þessara orða höfðu náð festu í mál-
inu í ræðu og riti. Gunnlaugur Briem jók
við orðasafni sem hann hafði smám
saman tekið upp í störfum sínum á vett-
vangi síma og útvarps. Var það álíka
stór listi. Þessir listar voru nú sameinaðir
og ákveðið að skrá orðin í stafrófsröð á
dönsku með íslenskum þýðingum en
auka við listann eftir því sem færi gæfist.
Síðar mætti endurbæta verkið með þýð-
ingum á fleiri tungumálum. Hið nýja
orðasafn var aukið á næstu árum en á til-
viljanakenndan hátt. Orð, sem nefndar-
menn þekktu, heyrðu, sáu eða mynduðu
sjálfir, voru rædd á fundum og þau orð
valin sem æskilegt þótti að hafa í orða-
safninu. Þegar safnast höfðu nærri 2000
orð ákvað nefndin að undirbúa útgáfu
þeirra. Sú vinna var tafsöm, og bættust
enn orð við safnið meðan unnið var að
útgáfu.
Þetta safn kom út árið 1952 og bar
heitið Orðasafn II. Rafmagnsfrœði.
Danskt-íslenzkt bráðabirgða orðasafn.
Á kápusíðu var viðbótarskýring: „Helztu
orð úr rafmagnsfræði ásamt nokkrum
orðum úr skyldum greinum, svo sem
eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og vél-
fræði“. Bókin nefndist „Orðasafn 11“
vegna þess að árið 1928 kom út rit á
vegum Orðanefndar Verkfræðingafélags-
ins, sérprentun úr Tímariti VFÍ, sem nefnt
var íðorðasafn I. Bókin var prentuð sem
handrit í 1000 eintökum og send öllum
verkfræðingum og ýmsum öðrum.
Raftækni- og Ijósoröasafn
Næstu ár fjallaði Orðanefnd RVFÍ
einkum um ýmsa kafla úr orðasafni
4