Málfregnir - 01.11.1991, Síða 5

Málfregnir - 01.11.1991, Síða 5
Alþjóða raftækninefndarinnar, IEC, og voru fjórir þeirra gefnir út fjölritaðir í 10 eintökum hver, sennilega árið 1961. Kaflarnir voru sendir nokkrum mönnum með beiðni um að þeir læsu þá og gagn- rýndu. Flesta kaflana frumþýddi Stein- grímur Jónsson en Gunnlaugur Briem kafla um útvarp og fjarskiptatækni. Vet- urinn 1952-1953 leitaði Orðanefnd eftir samstarfi við orðabókarnefnd Háskóla íslands, sem þá vann að nýyrðasöfnun fyrir menntamálaráðuneytið, og var því vel tekið. Farið var yfir athugasemdir við drög að Nýyrðum I sem út komu 1953. Haustið 1963 er hafin könnun á kostn- aði við að gefa út þessa kafla. Fór svo að árið 1965 var gefin út bókin Raftœkni- og Ijósorðasafn á vegum Menningarsjóðs. I henni birtust fjórir kaflar orðasafns IEC sem Orðanefnd RVFÍ hafði þýtt: 05 (Skil- greining á grundvallaratriðum), 10 (Vélar og spennar), 11 (Stöðustraumsbreytar) og 12 (Segulferjöld) en að auki voru í bók- inni kafli 07 (Rafagnatækni) úr sama safni, þýddur af Orðanefnd Kjamfræða- félags íslands, og kafli um ljóstækni, tek- inn saman af Alþjóða ljóstækninefndinni, CIE, en þýddur af Orðanefnd Ljóstækni- félags íslands, LFÍ. í öllum þessum orða- nefndum var Steingrímur Jónsson. Jakob Gíslason var í tveimur þeirra, orða- nefndum RVFÍ og LFÍ. Eftir útkomu bókarinnar var haldið áfram og fjallað um aðra kafla orðasafns IEC sem stöðugt óx. Starf Orðanefndar var gróskumikið, nefndarmönnum var fjölgað, fundir voru nær alltaf haldnir vikulega, og árið 1973, aðeins 8 árum eftir útgáfu Raftœkni- og Ijósorðasafns, kom út 2. bindi safnsins. í því voru 10 kaflar úr orðasafni IEC: 08 (Rafhljóð- fræði), 15 (Töflur og tæki til tenginga og stillinga), 16 (Verndarliðar), 20 (Mæli- tæki í vísindum og iðnaði), 25 (Vinnsla, flutningur og dreifing raforku), 35 (Raf- knúin tæki og notkun þeirra), 40 (Raf- hitanot), 50 (Rafefnafræði og rafmálma- tækni), 62 (Ölduleiðar) og 70 (Raflíf- fræði). — Steingrímur Jónsson hafði annast frumþýðingu kaflanna. Orða- nefnd leitaði til manna, sem vitað var að höfðu sérstaklega starfað í þeim greinum fræða og tækni sem hver kafli fjallaði um, og æskti þess að þeir tækju að sér fyrsta yfirlestur handritsins og gerðu við það athugasemdir og breytingartillögur ef þeir sæju tilefni til. Síðan fóru nefndar- menn yfir alla þessa kafla með sérfræð- ingunum, hverjum um sig, og gengið var frá köflunum svo að tilbúnir væru til setningar. í fyrsta sinn naut nú Orða- nefnd reglubundinnar aðstoðar málfræð- ings þegar sérstaklega var fjallað um orðin með tilliti til málfræði og aðlög- unar að íslensku. Pessi bók, 2. bindi Raftœkni- og Ijós- orðasafns, dró ekki úr móði Orðanefnd- ar. Að vísu lögðust fundir nefndarinnar að mestu niður meðan á útgáfu bókar- innar stóð. Prófarkalestur reyndist sein- legri en ætlað var, og tafðist útgáfa bókar- innar af þeim sökum. Bókin var líka um tveimur örkum stærri en fyrra bindið, 424 bls. Fleiri atvik töfðu útgáfuna einnig, en haustið 1973 kom bókin í verslanir. Nýjar útgáfuhugmyndir Um áramótin 1973-1974 hófst starf nefnd- arinnar að nýju. Stefnt var að því að gefa út 3. bindi þessa safns. Tilbúnar voru frumþýðingar þriggja kafla úr orðasafni IEC: 37 (Sjálfvirk kerfi til stýringa og stillinga), 45 (Lýsing) og 65 (Geislunar- fræði). Tveir stærstu kaflar safnsins, 55 (Ritsími og talsími) og 60 (Þráðlaus fjar- skipti), voru í frumþýðingu um þær mundir. Rætt var um að taka þessa fimm kafla í 3. bindið. Einnig var rætt um að bæta við algengum orðum úr raftækni- máli, sem fengur væri í, en ekki væru í orðasafni IEC, t.d. orðum úr tölvumáli. Eins og áður hefur verið vikið að ann- aðist Steingrímur Jónsson frumþýðingu þeirra kafla sem Orðanefnd fjallaði um á 5

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.