Málfregnir - 01.11.1991, Qupperneq 8

Málfregnir - 01.11.1991, Qupperneq 8
komna. Marga kafla, sem Orðanefnd hefur þýtt og enn eru óbirtir eða voru gefnir út í fyrsta og öðru bindi Raftækni- og Ijósorðasafns, hefur IEC endurskoðað, og bíða þeir nýrrar umfjöllunar Orða- nefndar. Má þar meðal annarra nefna kaflann um ljósfræði. Pýðing Orða- nefndar á fyrri kafla er þó ekki til einskis, þó að ótrúlega mörg erlend íðyrði og skilgreiningar þeirra hafi breyst. Að meginstofni hefur kaflinn ekki breyst fremur en aðrir. Auk þess að glíma við orðasafn IEC, rak ýmislegt annað efni á fjörur Orða- nefndar sem tekist var á við. Þess var farið á leit við nefndina að hún tæki að sér að þýða orðasafn í samantekt World Energy Conference, WEC, sem heitir List of Standard Energy Terms. Unnið var að þýðingu þess jafnhliða þýðingu og frágangi á IEC-orðasafnsköflum. Orða- nefnd tók fleiri „hliðarspor". Nefndar- menn íslandsdeildar NFTU (Nordisk Film- og TV-Union) óskuðu eftir sam- starfi við Orðanefnd RVFÍ um samræm- ingu þýðinga á tækniorðum á sviði sjón- varps- og kvikmyndagerðar. Sátu nefnd- irnar á sameiginlegum fundum og fjöll- uðu um nærri 1700 orð í orðasafni NFTU. Fleiri leituðu samstarfs við nefndina, t.d. læknir um orð á sviði raf- læknisfræði, Landsvirkjun um orð á sviði virkjunarmála, Rafmagnseftirlit ríkisins um orð í „Reglugerð um raforkuvirki“, Iðnaðarráðuneytið vegna orðalista úr raf- veitumáli eða frumvörpum til laga í raforkumálum og Iðntæknistofnun íslands vegna orðalista í staðli um raftæknitákn. Eru þá ótaldir allir hinir mörgu, t.d. orða- bókaútgefendur og einstaklingar, sem leitað hafa til nefndarinnar eða einstakra nefndarmanna með ýmiss konar fyrir- spurnir um raftækniorð. Afmælisgjafir Mörg ár eru liðin frá því að fyrst var rætt um að tölvuskrá þann orðaforða sem Orðanefnd hefur safnað. Umræðan lá niðri um skeið meðan orð úr tveimur eða þremur köflum orðasafns IEC voru skráð á seðla. Talið var að seðlasafn gæti jafn- vel orðið auðveldara en tölvuskrá til þeirra nota sem nefndarmenn ætluðu því. Fljótlega var þó ákveðið að hætta þessu starfi og huga að tölvukaupum. Orðanefnd var hins vegar fjárvana nefnd sem starfað hafði yfir 40 ár án þess að eignast peninga. Þegar samningar tókust við Menningarsjóð um að greiða nokkra umbun til nefndarinnar fyrir útgáfu Raftækniorðasafns rofaði þó til, og ákveðið var að leita að heppilegri tölvu til að kaupa. Stjórn Rafmagnsverkfræð- ingadeildar Verkfræðingafélags íslands ákvað þá að hlaupa undir bagga með nefndinni og standa fyrir fjársöfnun til tölvukaupa á 50 ára afmæli Orðanefnd- ar. Mörg fyrirtæki, stofnanir og einstak- lingar brugðust vel við og gáfu í söfnun- ina af miklu örlæti. Á aðalfundi RVFÍ í maí 1991 var nefndinni afhent kjöltu- tölva af nýjustu gerð og afgangur pen- inga úr söfnuninni. Þegar þetta er ritað er unnið að því að skrá orðasafn nefnd- arinnar í tölvuna. Stjórn Verkfræðingafélags íslands ákvað líka að heiðra störf Orðanefndar í 50 ár með því að færa nefndinni veglega peningagjöf. í bréfi, sem gjöfinni fylgdi, segir: Á þessum 50 árum hefur orðanefnd unnið mikið og vandasamt starf af óeigingirni og þrautseigju. Starfið hefur verið verkfræðinga- stétt til mikils sóma og auðgað og styrkt ís- lenska tungu að nýyrðum á sviði tækni. Með því hefur verið komið í veg fyrir að ýmis erlend tækniorð og slanguryrði næðu fótfestu í íslensku máli. Hefur þetta verið öðrum stéttum gott fordæmi. Oleyst verkefni og starfsskilyrði Eins og ráða má af því, sem á undan er sagt, á Orðanefnd RVFÍ margt efni í fórum sínum sem enn hefur ekki verið birt, og enn bíður fjöldi verkefna. Þrátt 8

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.