Málfregnir - 01.11.1991, Blaðsíða 16

Málfregnir - 01.11.1991, Blaðsíða 16
10. gr. Erlendur ríkisborgari, sem stofnar til hjúskapar við íslending er ekki hefur ættarnafn, má kenna sig til föður eða móður maka síns á sama hátt og hann. Ekki tekur þetta til niðja slíkra hjóna. Hafi íslensk hjón tekið sameiginlega upp kenninafn annars hvors við búsetu erlendis er þeim skylt, er breytti kenni- nafni sínu, að leggja það niður við flutn- ing til landsins, sbr. 1. mgr. 9. gr. Sama gildir um börn slíkra hjóna. Einstaklingur, sem við gildistöku þess- ara laga er kenndur til föður eða móður maka síns á þjóðskrá, má gera það áfram. 11. gr. Barn erlends manns og íslenskrar konu má bera ættarnafn föður síns, kenna sig til móður sinnar eða hafa ættarnafn hennar ef til er. Þá er og heimilt, að fengnu samþykki mannanafnanefndar, að barnið beri íslenskt kenninafn sem lagað er að hinu erlenda eiginnafni föðurins. 12. gr. Ófeðrað barn skal kennt til móður sinnar, föður hennar eða fá ættarnafn móður sinnar ef til er. Gangi móðir barnsins í hjónaband má kenna barnið til stjúpföður síns. Heimilt er með leyfi dómsmálaráðu- neytis að feðrað barn sé kennt til stjúp- foreldris. Beiðni um breytingu á kenni- nafni skal undirrituð af kynforeldri, sem fer með forsjá barnsins, og stjúpforeldri. Leita skal samþykkis þess kynforeldris sem ekki fer með forsjá barnsins ef unnt er áður en ákvörðun er tekin um slíkt leyfi. Nú er kynforeldri ekki samþykkt breytingu á kenninafni og getur dóms- málaráðuneyti þá engu að síður leyft breytinguna ef sérstaklega stendur á og talið verður að breytingin sé barninu til verulegs hagræðis. Þegar barn er ættleitt skal það kennt til kjörforeldris nema kjörforeldri óski eftir því að barnið haldi fyrra kenninafni sínu. Akvörðun samkvæmt þessari grein skal jafnan háð samþykki stjúpforeldris, svo og barnsins sjálfs sé það orðið tólf ára. 13. gr. Eiginkonu eða eiginmanni er heimilt að bera ættarnafn maka síns meðan hjú- skapur stendur og eftir að honum iýkur. Þó getur maður krafist þess að dómsmála- ráðuneyti úrskurði að fyrri maka sé óheimilt að bera ættarnafn hans eftir að hann eða hún gengur í annan hjúskap. Sé viðkomandi maður látinn hefur eftir- lifandi maki hans sama rétt til að gera þess háttar kröfu. Krafa skal gerð innan sex mánaða frá því að hlutaðeigandi gekk í hjúskap. Dómsmálaráðuneyti reisir úrskurð sinn á því hvort þyngra sé á metum hagsmunir fyrri maka af því að halda nafni eða þau rök sem fram eru flutt fyrir því að hann hætti að bera fyrra nafn. 14. gr. Ekki er manni skylt að bera ættarnafn þótt hann hafi rétt til þess. Maður getur fellt niður ættarnafn sem hann hefur borið og kennt sig svo sem segir í 9., 11. og 12. gr., sbr. og 21. gr. Eins getur maður, sem hefur ekki borið ættarnafn en hefur rétt til þess, tekið það upp. Þó er manni óheimilt að gera slíkar breyt- ingar oftar en einu sinni eftir að hann nær sextán ára aldri nema með leyfi dómsmálaráðuneytis, enda mæli sér- stakar ástæður með henni. Þessi tak- mörkun tekur ekki til réttar maka til breytingar kenninafns skv. 2. og 3. mgr. Þegar maður gengur í hjúskap er honum frjálst að bera áfram það kenni- nafn sem hann hafði þá, sbr. þó 13. gr., eða taka upp ættarnafn maka síns en óheimilt að bera bæði kenninöfnin. 16

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.