Málfregnir - 01.11.1991, Síða 17

Málfregnir - 01.11.1991, Síða 17
Hafi maður tekið ættarnafn maka síns er honum frjálst að taka upp að nýju upp- runalegt kenninafn sitt þegar hjúskap er lokið. í öðrum tilvikum er manni, sem hefur eitt sinn hætt að bera ættarnafn, ekki heimilt að taka það upp aftur. 15. gr. Nú fær maður, er heitir erlendu nafni, íslenskt ríkisfang með lögum og skulu þá börn hans fimmtán ára og yngri, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 100/1952, taka upp íslenskt eiginnafn, sbr. þó 2. mgr. 8. gr., og kenninafn sem samþykkt er af manna- nafnanefnd. Börnum hans sextán ára og eldri er þetta einnig heimilt. Maðurinn skal sjálfur taka sér íslenskt eiginnafn, ásamt nafni sem hann ber fyrir, er börn hans taka sem kenninafn. Honum skal þó heimilt, ef hann kýs heldur, að breyta eig- innafni sínu og/eða ættamafni eftir ákvæð- um þessara laga. Slík nafnbreyting skal ákveðin samtímis því að dómsmálaráðu- neyti gefur út bréf um að hlutaðeigendur öðlist íslenskt ríkisfang. Barni, sem fæðist eftir að foreldri þess hefur fengið íslenskt ríkisfang með lögum, skal gefið íslenskt eiginnafn, sbr. þó 2. mgr. 8. gr., og það skal fá íslenskt kenninafn. Ákvæði 1. mgr. taka á hliðstæðan hátt til útlendinga sem fá íslenskt ríkisfang skv. 2.-4. gr. laga nr. 100/1952. 16. gr. Dómsmálaráðuneyti er heimilt að leyfa manni breytingu á kenninafni aðra en þá sem um getur í lögum þessum ef telja verður að gildar ástæður mæli með því. III. KAFLI Mannanafnanefnd 17. gr. Dómsmálaráðherra skipar mannanafna- nefnd til fjögurra ára í senn. Nefndin skal skipuð þremur mönnum og jafn- mörgum til vara. Skulu tveir nefndar- menn skipaðir eftir tilnefningu heim- spekideildar Háskóla íslands en einn eftir tilnefningu lagadeildar Háskóla Islands. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin skiptir sjálf með sér verkum. Kostnaður af störfum nefndar- innar greiðist úr ríkissjóði. 18. gr. Mannanafnanefnd hefur eftirtalin verk- efni samkvæmt lögum þessum: 1. Að semja skrá um eiginnöfn sem heimil teljast, sbr. 3. gr. 2. Að vera prestum, forstöðumönnum skráðra trúfélaga, Hagstofunni, dómsmálaráðuneyti og forsjármönn- um barna til ráðuneytis um nafngjafir og skera úr álita- og ágreiningsefnum um nöfn, sbr. 2., 5., 6., 7. og 15. gr. 3. Að skera úr öðrum álita- eða ágrein- ingsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira þess háttar. Úrskurðir mannanafnanefndar eru fullnaðarúrskurðir. Nefndin skal árlega birta niðurstöður úrskurða sinna. IV. KAFLI Skráning og notkun nafna 19. gr. Breyting á eiginnafni eða kenninafni samkvæmt lögum þessum tekur ekki gildi fyrr en hún hefur verið færð á þjóðskrá. Við skráningu kenninafns barns á þjóðskrá skal fara eftir ákvæðum 1. mgr. 9. gr. þessara laga nema fram sé tekið í tilkynningu til Þjóðskrár að barnið skuli bera ættarnafn, sbr. 2. mgr. 9. gr. Maður, sem við giftingu óskar að taka 17

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.