Málfregnir - 01.11.1991, Qupperneq 20

Málfregnir - 01.11.1991, Qupperneq 20
ARI PÁLL KRISTINSSON ✓ Islensk málrækt andspænis nýjum heimi Erindi flutt á Norræna málnefndaþinginu í Reykjavík 23. ágúst 1991 Inngangur Hér verður fjallað um stöðu íslenskrar málræktar á allra síðustu misserum. Sjónum verður aðallega beint að við- brögðum íslendinga við breyttum aðstæðum sem íslenskt mál hefur staðið frammi fyrir að undanförnu. Meginniðurstaðan er í stuttu máli sú að hefðbundin íslensk málstefna gæti helst átt í vök að verjast gagnvart alþjóðlegri fjölmiðlun, en á nokkrum öðrum sviðum er meiri ástæða til bjart- sýni, einkum hvað snertir ræktun orða- forða í sérgreinum. Fyrst verður stuttlega vikið að ein- kennum íslenskrar málræktar. Síðan verður sagt frá nokkrum mismunandi atriðum sem hún hefur þurft og þarf að bregðast við. Mest verður fjallað um þróun í móttöku alþjóðlegs gervitungla- sjónvarps á íslandi, íslenskar reglur um þýðingarskyldu á sjónvarpsefni og skyld atriði. Síðan er greint frá umræð- um um bandarískan dagskrárlið í einni íslenskri útvarpsstöð. Þá verður vikið að orðaforða í tækni og vísindum og að síaukinni áherslu á íðorðastarf hér á landi. Síðan verður í örstuttu máli minnst á EB-þýðingar á íslensku. Loks er greint frá fyrirhugaðri lagasetningu um íslenskt mál í auglýsingum. Islensk málrækt Það er eins og kunnugt er einkum tvennt sem einkennt hefur íslenska málstefnu hingað til, þ.e. annars vegar íhaldssemin, að stefna að því að tengslin við mál fornbókmenntanna rofni ekki, og hins vegar nýræktin, að leitast við að mynda nýjan orðaforða á breyttum tímum á þeim grunni sem fyrir er. Islensk nýyrðastefna einkenn- ist einkum af því að reynt er að mynda orð frekar af innlendum efniviði en að taka tökuorð og aðlaga þau enda þótt það sé leið sem stundum er farin líka. Urn það markmið að vernda skuli og rækta íslenska tungu er víðtæk sam- staða meðal íslensku þjóðarinnar. Um það er engum blöðum að fletta. Það sýnir hin mikla málfarsumræða meðal almennings hér á landi. Menn getur að vísu greint á um verndunar- og ræktun- arleiðir en sameiginlegt markmið er að íslenska haldi áfram að vera til sem sérstök tunga og að hún megi ekki verða of frábrugðin forna málinu. Þýðingarskylda í sjónvarpi Frá haustinu 1990 og fram á þetta ár urðu talsverðar umræður á íslandi um þýðingarskyldu fjölmiðla. Tilefni þess að þær komu upp á yfirborðið í fyrra- haust var að þá var opinberlega skýrt frá áformum nokkurra framtakssamra manna um að koma á fót kapalkerfum til að dreifa sjónvarpsefni hérlendis. Hugmyndin virtist vera sú að taka við sendingum erlendra sjónvarpsstöðva sem nota gervitungl til dreifingar á efni. Síðan var ætlunin að nota strengi til að koma efni frá t.d. einum stórum sameiginlegum diski til þeirra sem vildu vera áskrifendur að slíku kapal- sjónvarpi eins og farið er að kalla það. Nú þegar eru mjög margir einstak- 20

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.