Málfregnir - 01.11.1991, Síða 21
lingar, t.d. hér í Reykjavík, með til-
tölulega litla móttökudiska á húsum
sínum til einkanota en rökin fyrir því
að margir sameinist um stærri disk eru
þau helst að þannig má ná fleiri
stöðvum og skýrari mynd, hægt er að
spara stofnkostnað með samnýtingu og
þarf þá ekki að telja það til forréttinda
að geta náð gervitunglasjónvarpi, og
loks þykir ýmsum að yrðu diskar settir
upp á flestum húsum, yrði það lýti á
borginni.
í þeim reglum, sem nú eru í gildi á
Islandi um útsendingar sjónvarps, er
skýrt kveðið á um að erlent efni skuli
þýtt. Undantekningar eru þó erlendir
söngtextar og útsendingar frá atburð-
um sem eiga sér stað á sömu stundu og
þeim er sjónvarpað, t.d. íþrótta- eða
tónlistarviðburðir. í janúar á þessu ári
var einnig gerð undantekning þegar
fréttir og fréttatengt efni á í hlut.
Við fyrstu sýn virðist vera ógerning-
ur að þýða allt það flæði á nokkrum tug-
um rása í gervitunglasjónvarpi sem
berst í merkjum um loftin blá og for-
vígismenn kapalvæðingarinnar höfðu
um það stór orð að reglugerðir í þess-
um málum væru úreltar. Þeir gáfu
reyndar berlega í skyn að þeim þætti
með öllu óeðlilegt að hlíta reglunum.
Það var því ekki að undra þó að margir
tækju að óttast um afdrif þýðingar-
skylduákvæðisins ef kapalsjónvarpi
yrði komið á fót hér með skipulagðri
dreifingu erlends efnis.
íslensk málnefnd brá skjótt við
þegar fréttir bárust af fyrirætlunum um
rekstur kapalsjónvarps og ræddi stjórn
hennar málið á flestum fundum frá
september 1990 til febrúar 1991. Við-
brögð manna við fyrirætlunum um
kapalsjónvarp og breyttar reglur um
sjónvarpsþýðingar voru sterk. Það var
auðfundið á ráðstefnu sem íslensk
málnefnd gekkst fyrir í samvinnu við
Útvarpsréttarnefnd um þýðingarskyldu
fjölmiðla og skyld atriði hinn 17. nóv-
ember 1990.
Ég held að engum detti í hug að
amast við því þótt einstaklingar komi
sér upp móttökudiskum til einkanota
og nái sendingum erlendra sjónvarps-
stöðva heima hjá sér frekar en að reynt
sé að hindra menn í því að hlusta á er-
lendar útvarpsstöðvar eða fara út í
verslun og kaupa sér bók á erlendu
máli. Öðru máli gæti gegnt um skipu-
lagða starfsemi innanlands þar sem
efni erlendra stöðva væri dreift óþýddu
inn á mörg heimili.
Hvaða afstöðu hafa yfirvöld tekið?
Einhver kynni að ætla að það gæti
verið líklegt til stundarvinsælda að
veita leyfi fyrir innflutningi á marg-
földu úrvali sjónvarpsefnis miðað við
það sem fyrir er í landinu. Þáverandi
menntamálaráðherra lét þá skoðun í
ljósi í blaðaviðtali í byrjun október
1990 að reglur um þýðingarskyldu sjón-
varps þyrfti að endurskoða meðal ann-
ars með tilliti til breyttra aðstæðna og
mun hann þar hafa átt við hina nýju
dreifingartækni. í sama viðtali kom
fram sú skoðun ráðherra að leggja bæri
verulega áherslu á íslenska tungu. Af
þessum ummælum má ráða að í aðra
röndina treysti ráðamenn sér ekki til
að standa gegn innflutningi á óþýddu
sjónvarpsefni en í sama orðinu tala
þeir um að standa skuli vörð um tung-
una. Það er greinilegt á þessum um-
mælum að það er erfitt að þjóna tveim-
ur herrum en eigi að síður gleðilegt að
reyndur stjórnmálamaður metur það
svo að það sé ekki sjálfsagt að verða
við óskum um að veita leyfi til dreif-
ingar á óþýddu erlendu sjónvarpsefni,
a.m.k. ekki án þess að gera fyrirvara
um verndun íslenskrar tungu.
Um miðjan janúar sl., þegar heim-
urinn stóð á öndinni vegna atburðanna
við Persaflóa, hóf íslenska sjónvarps-
stöðin Stöð 2 beint endurvarp frá
21