Málfregnir - 01.11.1991, Síða 22
bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN.
Hinn 17. janúar breytti menntamála-
ráðuneytið reglugerð um þýðingar-
skyldu þannig að útsendingar Stöðvar
2 á fréttaefni frá CNN urðu leyfilegar.
Þetta gerði ráðuneytið þrátt fyrir við-
vörun stjórnar íslenskrar málnefndar
sama dag þess efnis að varasamt væri
að taka ákvörðun um slíkt án góðs
undirbúnings og fyrirvara. Ríkissjón-
varpið hóf skömmu síðar sams konar
endurvarp frá bresku stöðinni SKY en
lagði þær útsendingar af um miðjan
febrúar. I sumar úrskurðaði Útvarps-
réttarnefnd að Stöð 2 fengi stuttan
frest til þess að koma á endursögn
þular á hinu erlenda efni og til að fella
út hinar erlendu auglýsingar í dagskrá
CNN. Stöð 2 treysti sér ekki að svo
komnu máli til að verða við þessum
kröfum og um 20. júlí sl. lögðust
útsendingarnar niður. Næstum engin
kvörtun hefur heyrst opinberlega
vegna þeirrar ráðstöfunar stöðvarinn-
ar.
Mánudaginn 19. ágúst sl., eftir
atburðina í Sovétríkjunum þá um
morguninn, hófu báðar íslensku sjón-
varpsstöðvarnar á ný skyndilega end-
urvarp á fréttaefni frá CNN og SKY.
Útsendingunum var hætt eftir nokkra
daga.
Öhætt er að segja að skiptar skoð-
anir hafi verið um reglugerðarbreyt-
ingu menntamálaráðherrans þáverandi
sem heimilaði beint endurvarp á
erlendu fréttaefni. Margir vildu eflaust
kenna hana við raunsæi og segja að
nauðsynlegt hafi verið að gera sér
grein fyrir takmörkunum þess hvers
opinber reglusetning er megnug. Feiki-
leg blaðaskrif fylgdu í kjölfar breyting-
arinnar og sýndist sitt hverjum en ég
hygg að meiri hluti þeirra, sem tjáðu
sig opinberlega, hafi verið andsnúinn
breytingunni.
En hversu sterk vörn er skyldan til
að birta íslenskan texta með erlendu
dagskrárefni? Spyrja má hvort efnið sé
ekki jafn-erlent þótt skjátextar birtist
með því. Og ef það er rétt, sem haldið
hefur verið fram, að ritmálið víki
smám saman fyrir hljóði og mynd (sbr.
grein Ulfs Telemans, „Det nordiska
spráksamarbetet. Idéer och framtids-
uppgifter“, Sprog i Norden 1989:22)
þá er íslenskur skjátexti skammgóður
vermir.
Sumir hafa viljað ganga svo langt að
láta tala inn á allt erlent efni sem tekið
er til sýninga hérlendis, bæði í kvik-
myndahúsum, sjónvarpi og á mynd-
böndum. Slík talsetning mun vera
stunduð í sumum löndum Evrópu en
hefur aldrei orðið að reglu hérlendis.
Vegna gífurlegs kostnaðar er að flestra
dómi tómt mál að tala um að talsetja
allt erlent efni sem sýnt er hér á landi.
Vert er þó að minna á að mikið átak
hefur verið gert í því á síðustu
4-5 árum á íslensku sjónvarpsstöðv-
unum hvað varðar efni fyrir minnstu
börnin.
Ég tel brýnt að halda til streitu þýð-
ingarskyldu á öllu erlendu sjónvarps-
efni sem dreift er hérlendis enda þótt
aðeins sé um skjátexta að ræða. Eins
og bent hefur verið á er það í fyrsta
lagi svo að margir eru ekki færir um að
skilja erlend mál og þurfa því textann
beinlínis til að geta notið efnisins.
Þetta ætti þó að vera slík sanngirnis-
krafa að ekki þyrfti annarra raka við.
En fleira kemur til. Ég ætla hér aðeins
að drepa á eitt atriði; skjátextar eru ein
allra besta leiðin sem völ er á til að
koma á framfæri nýjum íslenskum orð-
um. Skjátextar eru þannig eitt öflug-
asta verkfærið til að stunda nýrækt í
orðaforða. Ef til vill hefur þáttur þýð-
enda í málrækt stundum verið vanmet-
inn hér á landi á liðnum árum. Þýðing-
arstarfsemin er í sjálfri sér svo mikil
ræktun á málinu að þegar af þeirri
22