Málfregnir - 01.11.1991, Qupperneq 24

Málfregnir - 01.11.1991, Qupperneq 24
en þeim veitist erfitt að grípa til aðgerða sem beinlínis hindra slíkt. Þeim er þó greinilega báðum mjög vel ljós ótti margra við hugsanlegt ofur- vald erlendra menningaráhrifa. Útvarpsréttarnefnd úrskurðaði nú í sumar að útsendingar á hinum banda- ríska þætti brytu ekki í bága við reglur enda væru þær óverulegur hluti af útsendri dagskrá (þ.e. aðeins 2-3%). Þegar er komin fram vísbending um að þessi undanlátssemi Útvarpsréttar- nefndar gæti leitt til aukins flutnings á erlendum þáttum í íslenskum útvarps- stöðvum; laugardaginn 10. ágúst sl. hóf önnur útvarpsstöð í einkaeigu keimlíka útsendingu og hin fyrri. Orðaforði tækni og vísinda Þegar litið er til framtíðar verður að leggja aukna áherslu á ræktun íðorða- forða þjóðtungnanna, samhliða hinni hefðbundnu málrækt og ræktun orða- forða almenna málsins. Þessi varnar- barátta á sviði íðorðaforðans er nauð- synleg til að koma í veg fyrir að sú framtíðarsýn verði að veruleika, sem Ulf Teleman lýsir í fyrrnefndri grein sinni (1989:25), að þjóðtungur verði fyrst og fremst einhvers konar eldhúss- mál og ekki mál þeirra sem mennta sig og eru með á nótunum þegar öll nýju tækniundrin eru annars vegar. Af þessum vettvangi eru heldur gleði- leg tíðindi í íslenskri málrækt. íðorða- starfsemin hérlendis hefur nú allra síð- ustu ár og misseri vaxið talsvert og nú um stundir geta verið forsendur fyrir auknum þrótti hennar. Sífellt fleiri sér- greinafélög koma á fót orðanefndum og stöðugt er unnið að fleiri orðasöfn- um auk þess sem eldri íðorðasöfn eru endurskoðuð. Ráðuneyti menntamála sýndi þess- um málum sérstakan sóma síðastliðinn vetur. Það beitti sér fyrir gerð tillagna um tilhögun íðorðastarfsemi á íslandi og er þar að finna áætlun um hvernig efla eigi Islenska málstöð, m.a. með deildarskiptingu stöðvarinnar milli almenns máls annars vegar og sérhæfðs máls hins vegar, tillögur um ráðningar á starfsfólki við íslenska málstöð sem sérstaklega annaðist þjónustu við orða- nefndir sérgreinafélaga, tillögur um að stofna og reka íðorðabanka og tillögur um að koma á fót kennslu í íðorða- fræðum við Háskóla íslands. Menntamálaráðuneytið og íslensk málnefnd stóðu sameiginlega að ráð- stefnu um íðorðastarfsemi hinn 9. mars sl. sem var mjög athyglisverð, ekki síst vegna þess hve mikið bar þar á áhuga sérgreinafólks á því að rækta orðaforða sinn. Málstöðin lét í tengslum við undir- búning ráðstefnunnar og með tilstyrk menntamálaráðuneytisins semja leið- beiningarit fyrir orðanefndir með inn- gangi að íðorðafræðum og orðmyndun í íslensku og leiðbeiningum um tölvu- vinnslu orðasafna. Þau stórmerku tíðindi urðu 25. októ- ber 1990 að háskólaráð samþykkti tvær ályktanir um íðorðastarfsemi í Há- skóla íslands. Þar er því beint til allra háskóladeilda að þær vinni skipulega að gerð íslenskra orðasafna hver á sínu sviði og að líta skuli á vinnu við íðorðagerð sem sjálfsagðan þátt í fræðastarfi kennara og sérfræðinga í Háskóla íslands. Skýrara getur það ekki verið; Háskólinn ætlast til þess af starfsmönnum sínum að þeir leggi til hliðar erlendar slettur og taki þess í stað til við ræktun íslensks orðaforða á sérsviðum sínum. Þarna er gríðarlegt verk óunnið og vonlaust að vinna það til hlítar en með góðum ásetningi og skipulegum vinnubrögðum ætti að verða allvel ágengt. Háskólakennarar og aðrir fá aðstoð íslenskrar mál- stöðvar í þessu starfi eftir því sem hún hrekkur til og höfum við þar á bæ orðið 24

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.