Málfregnir - 01.11.1991, Qupperneq 31

Málfregnir - 01.11.1991, Qupperneq 31
Spumingar og svör Baldur Jórtsson tók saman 1 Spurning: Hvernig er orðið erfidrykkja í eignarfalli fleirtölu? Svar: Petta orð mun fágætt í ef. ft. og varla mjög algengt í fleirtölu yfirleitt. En það skipar sér í stóran beygingarflokk og verður að ætla því sömu beygingu og þar ríkir. Orðið erfidrykkja er því í ef. ft. erfidrykkna. Af sambærilegum orðum úr sama flokki má nefna orðin lykkja, ef. ft. lykkna, skikkja, ef. ft. skikkna. Þessar beygingarmyndir kunna að þykja tor- kennilegar. Því veldur þá einkum fátíðni þeirra, og við því er ekkert að segja. Viðhorfið breytist ef algengari orð eru valin til samanburðar, t.d. ekkja, ef. ft. ekkna, og kirkja, ef. ft. kirkna. 2 Spurning: Hvernig er orðið undanþága í eignarfalli fleirtölu? Svar: Pessi spurning er sams konar og næsta spurning á undan. Reglan er sú að kvenkynsnafnorð sem enda á -a í nf. et. fá endinguna -na í ef. ft. ef hljóðskilyrði leyfa. Samkvæmt því er orðið undan- þága í ef. ft. undanþágna eins og saga er í ef. ft. sagna og þrúga er í ef. ft. þrúgna. Síðasta orðmyndin er einkum þekkt úr, Vísum íslendinga, kvæði Jónasar Hall- grímssonar, „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur", sem við syngjum oft á mannamótum. Þá vill reyndar brenna við að ranglega sé með textann farið þegar kemur að orðunum „og meðan þrúgna gullnu tárin glóa / og guðaveigar lífga sálaryl". Pá fara sumir að syngja um þrungin gullin tár. En þrúga er vín- ber, og hin gullnu tár þrúgnanna eru vín, sbr. framhaldið um guðaveigar o.s.frv. 3 Spurning: Hvort er réttara Akurnesingur eða Akranesingurl Svar: Akurnesingur verður að teljast rétt, en *Akranesingur rangt samkvæmt venjulegum skólareglum. Þegar íbúaheiti er leitt af samsettu staðarnafni er reglan sú að tekinn er stofninn (eða upphafsatkvæðið) í fyrri liðnum og skeytt við hana afleiddri mynd af síðari liðnum. Af staðarnafninu Grindavík er þá tekinn stofninn grind- og skeytt við afleiddu orðmyndinni -vík- ingur, sem er leidd af síðari liðnum -vík. Á sama hátt verða til íbúaheitin Hafn- firðingur af Hafnarfjörður, Reykvík- ingur af Reykjavík o.s.frv. Fyrri hluti þessara afleiddu íbúaheita vill helst fá að vera einkvæður, þ.e. eitt atkvæði, og kveður svo rammt að því að maður úr Önundarfirði er m.a.s. kallaður Önfirð- ingur; af fyrri hluta nafnsins Önundar- fjörður er þá ekkert eftir nema fyrsta atkvæðið: En frá þessari reglu eru líka nokkrar undantekningar, t.d. Ólafsfirð- ingur og Vestmannaeyingur. íbúaheitin Akureyringur og Akurnes- ingur virðast hafa sérstöðu, en í rauninni fylgja þau aðalreglunni. Fyrri hluti staðar- nafnanna, sem þau eru leidd af, er orðið akur, ýmist í stofnmynd sinni eða eignar- falli fleirtölu. En það skiptir ekki máli, því að samkvæmt reglunni er stofn orðs- ins notaður við afleiðslu íbúaheitisins. Hann var einkvæður (akr-) að fornu en 31

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.